Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 2019 7 m i d i . i s FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 20.00 OPNUNARTÓNLEIKAR REYKHOLTSHÁTÍÐAR Oddur Arnþór Jónsson, barítón Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó Auður Hafsteinsdóttir, fiðla Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla Anna Magdalena den Herder, víóla Bryndís Halla Gylfadóttir, selló Kynnir: Guðni Tómasson Oddur Arnþór Jónsson hlaut Íslensku tónlistar- verðlaunin á þessu ári sem söngvari ársins. Á opnunartónleikum Reykholtshátíðar munu Oddur og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja tvo ljóðahluta úr Svanasöng Franz Schuberts ásamt tveimur mögnuðum verkum, Let us Garlands Bring eftir Gerald Finzi og Dover Beach eftir Samuel Barber en hið síðastnefnda er samið fyrir barítón og strengjakvartett. LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 13.00 FYRIRLESTUR Á VEGUM SNORRASTOFU Dr. Bjarni Guðmundsson flytur fyrirlestur um bústörf Gísla Súrssonar og fólks hans í Haukadal. 16.00 Ó, LJÚFA SÓL – ÍSLENSKAR KÓRPERLUR Kvennakórinn Vox feminae Stjórnandi: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað Efnisskráin er alíslensk, m.a. kórperlur eftir mörg okkar þekktustu tónskáld eins og Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Báru Grímsdóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur. 20.00 RÉTTTRÚNAÐUR OG RÓMANTÍK – KAMMERTÓNLEIKAR Auður Hafsteinsdóttir, fiðla. Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla. Anna Magdalena den Herder, víóla Bryndís Halla Gylfadóttir, selló Sigurgeir Agnarsson, selló. Kynnir: Guðni Tómasson Efnisskráin samanstendur af einstaklega áheyri- legum en sjaldheyrðum kammerverkum. Sérstakur gestur á tónleikunum er hollenski víóluleikarinn Anna Magdalena den Herder sem kemur í ár í fyrsta sinn fram á Reykholtshátíð. SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 14.00 HÁTÍÐARMESSA 16.00 HEIMSKRINGLUR OG HETJUDÁÐ – LOKATÓNLEIKAR REYKHOLTSHÁTÍÐAR Hljóðfæraleikarar Reykholtshátíðar Guja Sandholt, mezzósópran Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran Oddur Arnþór Jónsson, barítón Kynnir: Guðni Tómasson Á efnisskrá er hinn stórkostlegi Píanókvintett í f-moll eftir Johannes Brahms, en verkið er oft nefnt drottning kammerverka þessa magnaða tónskálds. Á tónleikunum fá áheyrendur að heyra sögu Haralds konungs harðráða í stystu óperu í heimi, eftir Judith Weir. Sagan er byggð á Heimskringlu Snorra Sturlusonar og einstakt að fá að upplifa flutning á verkinu í Reykholti, bústað Snorra um árabil. Annars konar Heimskringla, sönglagaflokkur Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Þórarins Eldjárns, slær botninn í Reykholtshátíð. Þessi Heimskringla einkennist af hnyttni og húmor, bæði í textum og tónsmíðum og mun senda tónleikagesti út í sumarið með bros á vör. r e y k h o l t s h a t i d . i s S K E S S U H O R N 2 01 9 Skipulagslýsing fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 28.maí 2019 að auglýsa kynningu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Í lýsingartillögunni leggur sveitarstjórn áherslu á að marka skýra stefnu um atvinnuuppbyggingu í tengslum við iðnað, ferðaþjónustu og landbúnað. Endurskoðun á stefnu er varðar íbúðar- og frístundabyggð, samgöngur og verndar svæði. Í kafla 4 er nánar fjallað um markmið sveitarstjórnar og helstu leiðir að þeim. Endurskoðað aðalskipulag verður unnið á grunni gildandi skipulags frá 2008-2020 sem tók gildi í júlí 2010. Gerð er grein fyrir nálgun og áherslum sem lagðar verða til í skipulags vinnunni og hvernig staðið verður að samráði og kynningu á tillögunni. Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”lýsing aðalskipulag” fyrir 30. ágúst 2019. Það var líf og fjör við hinn ægi- fagra Glanna í Norðurá síðdegis á miðvikudag í liðinni viku. í sól- skini og hátt í tuttugu stiga hita var fjöldi ferðafólks sem naut þess að standa á útsýnispallinum og virða fossinn fyrir sér. Á veiði- stöðum fyrir ofan fossinn renndu veiðimenn fyrir fisk, en án árang- urs. En gestirnir á útsýnispallinum gátu notið. jafnt og þétt á nokk- urra sekúndna millibili reyndu laxarnir uppgöngu í fossinum. Mest var þetta smálax en af og til mátti sjá tveggja ára fiska reyna að komast upp fatnsfallið. En vatnið er fremur lítið í ánni og átti laxinn því í erfiðleikum. Skullu ítrekað á klettinum á leið sinni niður í hyl- inn aftur. Sannarlega mikið sjón- arspil. Að sögn Magnúsar Fjeldsted veiðivarðar virðist sem laxinn reyni frekar uppgöngu í fossinum og talsvert er af laxi ofar í ánni, þótt hann sé ekki í tökustuði. Fáir laxar hafa hins vegar enn sem komið er farið í gegnum teljarann í laxastiganum. Veiðin í Norðurá hefur verið óvenjulega lítil á þessu ári og stefnir að óbreyttu í slak- asta veiðisumar í manna minnum. Heildarveiðin vikuna áður var einungis 24 laxar á 15 stangir og heildarveiðin 107 laxar 17. júlí. mm Nýgenginn tveggja ára lax reynir að komast upp Glanna í Norðurá. Ljósm. Guðbjörg Ólafsdóttir. Laxinn reynir uppgöngu í Glanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.