Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 2019 17 Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum fór í sína hefð- bundnu sumarferð dagana 15. – 17. júlí sl. í þetta sinn var farið á Vestfirðina í blíðskaparveðri og góðum fé- lagsskap. Meðfylgjandi mynd var tekin á Þingeyri þar sem hópurinn gisti. ah Á Lágafelli í Eyja- og Miklaholts- hreppi búa hjónin Áslaug Sigvalda- dóttir og Þórður Runólfsson og reka þau saman Ræktunarstöðina Lágafell við Vegamót á Snæfells- nesi. „Við erum fyrst og fremst að rækta salat fyrir veitingahús og hót- el á Snæfellsnesi sem við keyrum út tvisvar í viku,“ segir Áslaug í sam- tali við Skessuhorn. „Við byrjuðum að rækta garðplöntur og sumar- blóm árið 1992, heima á Lágafelli. Árið 2002 færðum við aðstöðuna að Vegamótum þar sem við skipt- um yfir í skógarplöntuframleiðslu og einbeittum okkur að henni þar til við hófum salatræktunina. Við höfum þó alltaf verið með sumar- blómaræktun með,“ segir hún. Léttur matseðill Aðspurð segir Áslaug mikla eftir- spurn eftir sumarblómunum og að þau hjónin stefni á að koma aftur af stað garðplöntusölu. „Við vor- um að byggja hús sem við ætlum meðal annars að nota undir garð- plöntusölu en það verður þó fyrst og fremst kaffi- og handverkshús,“ segir Áslaug og bætir því við að það húsið hafi fengið nafnið Hjá góðu fólki. Þau hjónin hyggja á opnun þess á næstu vikum. „Ég er sjálf myndlistarkona og í húsinu verða myndirnar mínar, sem og hand- verk eftir fólk hér af svæðinu, ætt- ingja mína og vini og fólk sem hef- ur tengingu hingað vestur á Snæ- fellsnes,“ segir Áslaug. Húsið er 100 fermetrar að stærð og verður að stærstum hluta salur undir handverkið og afgreiðslu fyr- ir kaffihúsið. „Við erum með lítinn skála við húsið þar sem fólk getur fengið sér sæti með kaffibollann og horft á fjöllin í kring,“ segir hún. Aðspurð segir hún að á kaffihús- inu verði hægt að fá kökur, brauð og aðrar léttar veitingar. „Þetta verður ekki veitingastaður með þunga og stóra kjötrétti eða annað í þeim dúr heldur meira svona létt- ari réttir og kaffiveitingar. En þetta er enn að þróast við erum ekki búin að setja saman matseðil. Hjá góðu fólki verður í samstarfi við Ræktunarstöðina. Ætlunin er að tengja veitingarnar inn í gróður- húsið með því að bjóða upp á sal- atið okkar, æt blóm sem við erum að rækta og krydd sem notuð verða í te,“ segir Áslaug og bætir því við að kaffihúsið verður í umsjá dóttur þeirra hjóna og tengdasonar. „Þau heita Silja Ósk og Tumi Ferrer, hann er kaffibarþjónn og veit því hvað hann er að gera,“ segir Ás- laug og hlær. Listasýning Ræktunarstöðin Lágafelli er í sum- ar einn af fjölmörgum áfangastöð- um á Snæfellsnesi sem tekur þátt í listasýningunni Nr. 3 Umhverfing, sem er stór hóplistasýning víðsveg- ar um Snæfellsnes með verkum eftir 71 listamann. Verður sýningin opin til 31. ágúst. „Það eru sex listamenn með verk hjá okkur.“ Aðspurð seg- ir hún ágætt rennirí hafa verið af fólki frá því sýningin var opnuð 22. júní síðastliðinn. „Það hefur verið ágætt að gera og fólk er að koma hingað og skoða. Það er líka nokk- uð um að fólk sé að koma hingað til að kíkja í gróðurhúsið,“ segir Ás- laug en áhugasamir um ræktunina eru velkomnir í heimsókn í gróður- húsið. „Við tökum á móti gestum í heimsóknir í gróðurhúsið og er hægt að panta sér smakkferð ef fólk vill kynnast ræktuninni og jurtun- um betur. Það eru bæði ferðamenn og heimamenn að koma til okkar en heimamenn eru mest að koma til að kaupa sér sumarblóm,“ segir Áslaug að endingu. arg Föstudaginn 12. júlí síðastliðinn lögðu nokkrir galvaskir skátar úr Grundarfirði af stað í óvenju langt ferðalag. Ferðinni var heitið til London en þar var skátamótið Gill- well 24 á dagskrá frá klukkan níu á laugardagsmorgninum til klukkan níu á sunnudagsmorgninum. Þetta er sólarhringsmót þar sem stans- laus keyrsla er allan sólarhringinn. Það var því lítið sofið á þessu ferða- lagi en þó sást það á hópnum að töluverð þreyta var í mannskapn- um á sunnudeginum þegar lagt var í hann heim. Allt fór þetta vel fram og ekki annað að sjá en að allir hafi skemmt sér konunglega í London. tfk Náttúrubarnahátíð á Ströndum var haldin helgina 19.-21. júlí á Sauð- fjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Náttúrubarnaskólinn stendur fyr- ir fjölbreyttum námskeiðum yfir sumartímann sem miða að því að fræða börn á öllum aldri um ólík- ar hliðar náttúrunnar. Hátíðin er í anda skólans og einkennist af úti- vist og náttúruskoðun. Dagrún Ósk jónsdóttir þjóðfræðingur er skipu- leggjandi Náttúrubarnahátíðarinn- ar og er hæst ánægð með helgina. „Þetta gekk bara eins og í sögu. Veðrið var æðislegt, mætingin var mjög góð og skemmtiatriðin frá- bær,“ segir Dagrún, en hún áætlar að rúmlega 300 manns hafi sótt há- tíðina í ár. mm Eldri Borgfirðingar á faraldsfæti Mikið fjör á Náttúrubarnahátíð um helgina F.v. Margrét Helga Guðmundsdóttir, Írist Birta Heiðarsdóttir, Gabríel Ómar Her- mannsson og Kristján Freyr Tómasson á Gillwell 24. Grundfirskir skátar lögðu land undir fót Kaffi- og handverkshúsið Hjá góðu fólki verður opnað í þessu húsi á næstu vikum. Fyrirhugað að opna kaffi- og handverkshús við Vegamót Áslaug Sigvaldaóttir og Þórður Runólfsson á Lágafelli. Í Gróðrarstöðinni Lágafelli er fyrst og fremst ræktað salat fyrir veitingahús á Snæfellsnesi. Sumarblóm í gróðrarstöðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.