Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Side 1

Skessuhorn - 24.07.2019, Side 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 30. tbl. 22. árg. 24. júlí 2019 - kr. 750 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Vinnufélagarnir og vinkonurnar Erla Ágústsdóttir, Klara Ósk Kristinsdóttir, Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir og Inga Rósa Jónsdóttir starfa hjá Sigur-görðum sf. á Laufskálum í Borgarfirði. Þær voru í liðinni viku að vinna við hellulagningu gangbrautar á móts við Menntaskóla Borgarfjarðar. Þessar öflugu stúlkur segja að verkefni þeirra fái mikla athygli, ekki síst útlendinga sem aldrei segjast hafa séð stúlkur vinna við verk sem þessi. Spjallað er við þær í Skessuhorni í dag. Ljósm. glh. Víða á Snæfellsnesi féllu met í fjölda ferðamanna síðastliðinn mánudag. Stór hluti gesta kom úr þremur skemmtiferðaskipum sem lágu samtímis í Grundarfirði með hátt í fjögur þúsund farþega inn- anborðs, sem margir þeirra fóru í skoðunarferðir um Snæfellsnes. En burtséð frá skemmtiferðaskip- unum voru óvenjulega margir á ferð um Snæfellsnes um og eftir helgina. Bæði erlendir og innlend- ir ferðamenn. Þannig var stappfullt á öllum tjaldstæðum um helgina og mikið annríki á öllum þjónustu- stöðum. Veðurblíða og sumarleyf- istími í hámarki er helsta skýring- in, en svo virðist sem landinn hafi almennt stimplað sig út úr vinnu í vikunni sem leið og haldið á vit ís- lenskra ævintýra. Sem dæmi um gestafjöldann var met slegið í komu ferðamanna í Gestastofunni á Malarrifi á Snæ- fellsnesi á mánudaginn, þegar 1.353 gestir voru taldir. Einnig var talsverður erill á Djúpalóns- sandi og þegar mest var þá voru átta rútur í einu bæði á Malarrifi og Djúpalónssandi. Þá skapaðist hálfgert umferðaröngþveiti á bíla- stæðum við Kirkjufellsfoss, en lög- regla var þar um tíma til aðstoðar við umferðarstjórnun. mm Stappfullt á fjölförnum ferðamannastöðum Horft yfir tjaldsvæðið í Grundarfirði síðastliðið sunnudagskvöld. Ljósm. tfk. Hátt í fjögur þúsund ferðamenn komu með þremur skemmtiferðaskipum til Grundarfjarðar á mánudaginn. Ljósm. tfk. Á tjaldstæðinu í Stykkishólmi var yfirfullt um helgina. Ljósm. sá. Erill á bílastæðinu við Djúpalónssand. Ljósm. Þjóðgarðurinn/ Guðmundur Jensson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.