Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 2019 15 Handverksmaðurinn Philippe Ric- art, sem rekur handverksstofuna sína að Háholti 11 á Akranesi, sit- ur sjaldan auðum höndum en hann hefur verið iðinn við vefnað í nær 40 ár. Á þessu ári gerði hann sér lít- ið fyrir og setti sér það markmið að hanna og spjaldvefa nýtt bókamerki í hverri viku allt árið og byrjaði sam- viskusamlega í janúar. Bókamerkin birtir hann vikulega á fésbókarsíð- unni, Handverksstofa. „Ég var bú- inn að ganga með þessa hugmynd í einhvern tíma. Það er áskorun að hugsa stöðugt um ný mynstur til að gera í hverri viku, en ég reyni að hafa eitthvað þema þegar það á við með hverju bókamerki. Til dæmis þá gerði ég sérstakt hjartamynstur fyrir Valentínusardaginn í febrúar, blómamynstur fyrir Konudaginn og svo þjóðhátíðarbókamerki fyrir 17. júní. Það er endalaust hægt að gera eitthvað nýtt og ég vildi sýna það með þessari áskorun,“ útskýr- ir Philippe og segir það vera svo- lítið kapp að finna nýtt og frumlegt mynstur í hverri viku. Sótti námskeið í vefnaði Philippe sótti námskeið í vefnaði hjá Guðrúnu Vigfúsdóttur veflist- arkonu í byrjun níunda áratugarins þar sem hann lærði listina að vefa. Hún hélt svo aftur námskeið ári seinna sem hann ætlaði að sækja en þá var orðið fullbókað. Bauð hún honum þá lærlingsstöðu í staðinn á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur hf. sem hún sjálf rak á ísafirði þar sem hann sinnti ýmsum verkefnum fyrir stofuna. Hjá Guðrúnu öðlað- ist Philippe mikla reynslu við vefn- að enda var vefstofa Guðrúnar vel þekkt um land allt og út fyrir lands- steinana og vöktu handofnar vörur vefstofunnar mikla athygli, ekki síst listilega hannaðir glæsikjólar. Spjaldvefnaðurinn Philippe kynntist upphaflega spjald- vefnaði í tímariti Heimilisiðnað- arfélags íslands, Hugur og hönd, snemma á níunda áratugnum. Þar voru nákvæmar lýsingar á spjald- vefnaði og honum fannst þessi teg- und vefnaðar forvitnileg. Sjálfur fór Philippe að prófa sig áfram og hef- ur verið að spjaldvefa síðan. Hann byrjaði þá að vefa lyklakippur og bókamerki sem minjagripi fyrir ferðamenn sem komu til ísafjarð- ar og voru munirnir seldir í versl- un vefstofunnar. Þetta voru fallegir minjagripir fyrir ferðamenn og afar hentugir þar sem þeir voru léttir í farangri. Spjaldvefnaður er afar göm- ul vefnaðartækni sem má rekja til Miðausturlanda og barst til íslands með landnámsmönnum. Spjald- vefnaður hefur verið stundaður alla tíð síðan og er meðal elstu list- greina íslendinga. Philippe er hvergi nærri hættur að framleiða bókamerki og lykla- kippur og hefur auk þess spjaldof- ið tauma, hundaólar og axlabönd svo fátt eitt sé nefnt. Einnig vefur Philippe teppi, trefla og sjöl í vef- stólnum sínum á Akranesi. Verk sín selur hann í ýmsum verslunum hér á landi. glh Á laugardaginn síðasta fór blaða- maður Skessuhorns, sem jafnframt starfar sem ljósmyndari um helgar, út á Snæfellsnes til þess að mynda brúðkaupsdaginn hjá bændunum og ábúendum á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þetta voru þau Sigurbjörg Ottesen og Gunn- ar Guðbjartarson sem gengu í það heilaga. Athöfnin og veislan var í bragga á bænum, en að sögn Sibbu, eins og hún er jafnan kölluð, þá voru ófáar ferðirnar farnar á haug- ana með alls kyns dót úr braggan- um til að rýma til fyrir veislunni. Sagði hún í undirbúningnum að um langþráða tiltekt hafi verið að ræða. Bragginn var skreyttur með ljósaseríum allt í kring og rauðamöl sett sem undirlag. Bekkjum með áföstum borðum var raðað sitthvor- um megin til hliðanna svo gang- ur myndaðist sem leiddi að sviði sem staðsett var í öðrum endan- um andspænis innganginum. Borð voru skreytt með dúkum, blómum og kertum og var erfitt að ímynda sér að nokkuð annað en brúðkaups- salur hefði nokkurn tímann verið í bragganum. Undirbúningur fór fram heima hjá Sibbu og Gunna þar sem mynd- aðist hálfgerð færibands vinna við hárgreiðslur og förðun, allt frá brúðinni til hringabera. Brúðgum- inn lét sér þó nægja klippingu og fékk að sleppa við förðun. Klæddu brúðhjón sig í sitt fínasta púss en héldu hefðbundnum hætti þrátt fyrir að vera að fara að gifta sig. Þau fóru í fínu fötunum og ráku kýrnar til mjalta fyrir athöfn enda alvöru bændur á ferð. Um 160 manns voru saman komnir til að samgleðj- ast brúðhjónunum sem voru gefin saman af séra Guðjóni Skarphéð- inssyni, fyrrverandi sóknarpresti á Staðastað. Veisluhöld tóku svo við þar sem boðið var meðal annars upp á íslenskt nauta- og lambakjöt og nokkrir tóku til máls og sögðu skemmtisögur af nýgifta parinu langt fram eftir kvöldi. glh/ Gunnhildur Lind Photography Philippe sýnir hér listina að spjaldvefa. Hannar eitt bókamerki á viku í eitt ár Philippe á handverksstofu sinni á Akranesi. Allskonar útgáfur af bókamerkjum. Sigurbjörg Ottesen og Gunnar Guðbjarnarson giftu sig á laugardaginn. Hér eru þau hjá kúnum sem troðjúgra biðu mjalta. Sveitabrúðkaup á Snæfellsnesi Hjónin Sibba og Gunni smala kúnum heim til mjalta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.