Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 20198 Aflatölur fyrir Vesturland 13.-19. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 16 bátar. Heildarlöndun: 45.511 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 27.155 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 10 bátar. Heildarlöndun: 26.067 kg. Mestur afli: Bárður SH: 11.648 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 20 bátar. Heildarlöndun: 398.686 kg. Mestur afli: Breki VE: 123.729 kg í einni löndun. Ólafsvík: 34 bátar. Heildarlöndun: 32.377 kg. Mestur afli: Björn Kristjóns- son: 1.661 kg í tveimur róðr- um. Rif: 17 bátar. Heildarlöndun: 22.759 kg. Mestur afli: Valdimar SH: 2.660 kg í fjórum róðrum. Stykkishólmur: 20 bátar. Heildarlöndun: 102.936 kg. Mestur afli: Blíða SH: 17.187 kg í sex löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Breki VE - GRU: 123.729 kg. 15. júlí. 2. Hringur SH - GRU: 67.181 kg. 16. júlí. 3. Steinunn SF - GRU: 66.367 kg. 17. júlí. 4. Helgi SH - GRU: 44.144 kg. 16. júlí. 5. Friðrik Sigurðsson ÁR - GRU: 30.465 kg. 16. júlí. -kgk Héraðið, ný íslensk kvikmynd eft- ir leikstjórann Grím Hákonarson, verður frumsýnd miðvikudaginn 14. ágúst í bíóhúsum um allt land. Grímur leikstýrði m.a. hinni marg- verðlaunuðu kvikmynd Hrútum og heimildamyndunum Hvelli og Litlu Moskvu. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, mið- aldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveit- inni. Kvikmyndin Héraðið var að- allega tekin upp á Rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum, á Hvamms- tanga og Blönduósi. Arndís Hrönn Egilsdóttir fer með hlutverk Ingu í myndinni. Hún hef- ur meðal annars leikið í sjónvarps- þáttunum Pressu og Föngum og í kvikmyndinni Þröstum en hún var tilnefnd til Edduverðlaunanna fyr- ir hlutverkið í þeirri síðastnefndu. Með önnur hlutverk í myndinni fara þau Sveinn Ólafur Gunnars- son, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Myndin er íslensk-, dönsk-, þýsk-, og frönsk samframleiðsla en aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar jónsson hjá Netop Films, sem framleiddi bæði Hrúta og Undir trénu. mm Héraðsdómur Vesturlands verð- ur lokaður frá 1. júlí til og með 30. ágúst vegna framkvæmda við hús- næði dómsins. Verið er að breyta því og stækka skjalageymslu í hús- inu. Að sögn Guðfinns Stefánsson- ar, aðstoðarmanns héraðsdómara Vesturlands, þá var ákveðið að loka skrifstofunni á meðan sumarleyfi stæðu sem hæst og gefa verktök- um á sama tíma nóg svigrúm til að ljúka verkinu. Allur daglegur rekst- ur er þó enn í fullum gangi og öll- um fyrirspurnum sem berast stofn- uninni er svarað þrátt fyrir fram- kvæmdirnar. glh Olíuverzlun íslands hefur kolefn- isjafnað allan rekstur félagsins en um er að ræða akstur, flug og dreif- ingu eldsneytis til viðskiptavina félagsins um allt land. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landgræðsl- una en Olís og Landgræðslan hafa átt í samstarfi undanfarin 30 ár og undirrituðu sl. föstudag samstarfs- samning til næstu fimm ára. -fréttatilkynning Liðsmenn í Slökkviliði Borgar- byggðar voru kallaðir út á sjötta tímanum síðdegis þriðjudaginn 16. júlí vegna olíumengunar við elds- neytisdælur Orkunnar á Brúar- torgi í Borgarnesi. Einn viðskipta- vinur hafði gleymt að taka dæl- una úr stútnum áður en hann ók af stað eftir að hafa dælt olíu á bíl- inn. „Olíugildrur eru á bílastæðun- um við dælurnar og þær tóku við megninu af olíunni sem fór niður. Slökkviliðsmenn komu á staðinn og dreifðu lífrænum hreinsiefnum yfir það sem var á planinu, en þau brjóta niður olíuna. Hreinsiefnin voru lát- in vinna í smá stund og síðan skol- að niður í olíugildrurnar. Þær verða síðan tæmdar,“ segir Bjarni Þor- steinsson slökkviliðsstjóri í samtali við Skessuhorn. Að sögn Bjarna var ekki lokað fyrir umferð framhjá dælunni al- veg um leið og óhappið varð. Því barst aðeins af olíu með bílum sem óku um svæðið þar til slökkvilið kom á vettvang. „Slíkt getur skap- að hættu, ekki bara eldhættu held- ur líka hálku. Olía og bleyta fer alls ekki saman, heldur verða eins og ísing á götunni. Því þarf að þrífa eins vel og hægt er, kústa og skafa, þannig að engin slikja verði eftir neins staðar,“ segir hann. „En þrif- in tókust bara mjög vel til og sex slökkviliðsmenn höfðu lokið við að hreinsa svæðið rúmum tveim- ur klukkustundum eftir að útkallið barst,“ segir Bjarni að endingu. kgk Brúnn hrafn stofnar til sambúðar Verið er að breyta dómstólnum og stækka skjalageymslu í húsnæði Héraðsdóms Vesturlands í Borgarnesi. Héraðsdómur Vesturlands lokaður Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís og Árni Bragason landgræðslustjóri. Olís kolefnisjafnar Héraðið frumsýnt í bíóhúsum 14. ágúst Slökkviliðsmenn að störfum á við eldsneytisdælurnar. Ljósm. bhs. Ók af stað með dæluna í stútnum Hvítir hrafnar eru afar sjaldgæfir á íslandi enda segir máltækið; „Sjald- séðir eru hvítir hrafnar“. Síðast er vitað um hvítan hrafn við Stokks- eyri á Suðurlandi í byrjun árs 2003. Brúnir hrafnar eru sömuleiðis afar fátíðir. Hrafn með þann lit hef- ur þó verið á flækingi í Borgarfirði á liðnum árum. Meðal annars hef- ur hann sést í Andakíl og sömuleið- is í Flókadal. Nú í vor hefur brúnn hrafn haldið til í landi Kambshóls í Svínadal og að líkindum er um sama fugl að ræða. Að sögn Hallfreðs Vil- hjálmssonar bónda sást brúni hrafn- inn fyrst á bænum fyrir um þrem- ur árum. Frá því í vor hefur hann (eða hún) verið á ferð með fullorðn- um svörtum hrafni og tveimur ung- um. Meðfylgjandi mynd náðist af hrafnaparinu í vikunni þar sem það tyllti sér á grindverk við Kambshól. mm/ Ljósm. Kristný Vilmundardóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.