Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 2019 19 Allir í golf í Borgarbyggð SK ES SU H O R N 2 01 9 Næstkomandi laugardag þann 27. júlí ætlum við að bjóða upp á kynningu á golfi á Gullhamri (stuttvellinum) og Slaghamri (æfingarsvæðinu) milli klukkan 10.00 og 12.00. Að kynningu lokinni verður boðið í pylsupartý (kl. 12.00). Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir. Gullhamar, 8 holu stutt völlur leikinn. Slaghamar, æfingasvæði, leiðbeiningar og æfingar. Kennarar og aðstoðarfólk á staðnum. Unglinganefnd GB og Magnús Birgisson PGA kennari. Golfklúbbur Borgarness – Hamri gera þetta sjálf, án utanaðkomandi aðstoðar og er flutningur klúbb- hússins á hótelið mikill stuðning- ur til að láta allt ganga betur upp. Einnig tryggir sameiningin betur reksturinn hér á hótelinu og fyrir vikið verður til meiri virðisauki þar. Það eru mikil samlegðaráhrif sem eiga sér stað hér,“ segir jóhannes hæstánægður með breytinguna. Sjálfbær rekstur „Við förum mjög vel með pen- ingana og gerum mikið úr litlu,“ segir framkvæmdastjórinn sem hef- ur starfað hjá Golfklúbbi Borgar- ness síðan í lok árs 2006. Sumarið 2007 var völlurinn formlega tekinn í notkun sem 18 holu golfvöllur. Þegar ákvörðun lá fyrir um stækk- un vallarins var undirritaður tíu ára samningur við Borgarbyggð. Samningur þessi hljóðaði upp á 50 milljón króna framkvæmdastyrk, sem greiddur var á tíu ára tíma- bili og átti að dekka kostnaðinn við breytingarnar og stækkun vallarins. Golfklúbburinn tók lán fyrir öll- um framkvæmdum á sínum tíma og lauk stækkuninni á skemmri tíma. „Svo kemur þessi tími þar sem allt fjármálakerfið fór kollhnís í samfé- laginu, sem leiddi til þess að lánin ekki bara hækkuðu heldur stökk- breyttust. Við tókum svo slaginn við bankann á sínum tíma,“ rifjar jóhannes upp. „Það sem við höfum verið að berjast fyrir alveg frá hruni og frá því við fórum í þessa skulda- leiðréttingu er erfið lausafjárstaða. Það er ekki sama myndin að reka golfklúbb í hagnaði ef lausafjárstaða er ekki góð. Þetta er allt saman að koma núna,“ bætir hann við bjart- sýnn. „Það er ágætis kostur að vera sjálfbær en það er ótrúlega mikið álag á starfsfólk og sjálfboðaliða að halda þessu svona áfram. Þrátt fyr- ir allt, þá skilum við alltaf rekstrin- um með hagnaði. Frá hruni höfum við verið í miklum aðhaldsaðgerð- um en tekist á sama tíma að auka gæði vallarins. Golfklúbbur Borg- arness er skuldlaus í dag.“ jóhannes kemur einnig inn á það hversu þakklátur hann er fyrir það hvað klúbburinn á góða að og seg- ir hann marga félaga gefa stöðugt aftur til klúbbsins með einum eða öðrum hætti. „Það er til dæmis einn félagi sem gefur klúbbnum 10.000 krónur fyrir hvert tré sem er gróð- ursett á vellinum, það er ómetan- legt. Einnig eru fyrirtæki hér í hér- aði sem styðja myndarlega við okk- ur og eiga miklar og góðar þakkir skyldar,“ bætir hann við. Ekki bara einhverjir karlar í golfi Golfklúbburinn hefur markvisst verið að kynna starfsemi sína bet- ur fyrir Borgfirðingum og Mýra- mönnum og vill klúbburinn að allir viti að þeir séu velkomnir á Ham- arsvöll í Borgarnesi. jóhannes segir að oft hefur vantað svolítinn skiln- ing á starfseminni sem fram fer á golfvellinum en hann er vongóð- ur að þessi skilningur muni koma á endanum. „Það er eins og það sé eitthvað tabú yfir þessu, því miður. Það er eins og fólk haldi að þetta séu bara einhverjir karlar uppi á golfvelli að spila golf. En það er alls ekki svoleiðis og það er svo- lítil áskorun fyrir okkur að breyta þessu viðhorfi. Hingað koma félagsmenn, konur, karlar og börn sem spila golf og njóta náttúrunn- ar. Hamarsvöllur er til dæmis sér- staklega kvennavænn völlur og það er mjög mikið af konum sem sækir hingað,“ útskýrir jóhannes og horf- ir út á verönd við hótelið þar sem hópur golfkvenna spjallar og hlær og er hópurinn augljóslega að eiga góða stund saman í sumarblíðunni í Borgarnesi. „Það eru margir hópar sem koma hingað, stórir sem smá- ir. Við erum til dæmis með rúmlega fimmtíu viðburði á þessu sumri. Svo er Hamarsvöllur rómaður fyr- ir snyrtimennsku, hann er sagður mjög fallegur og fjölbreyttur golf- völlur. Við horfum ekki á þennan völl sem einhvern keppnisvöll því stærsti hluti golfhreyfingarinnar er 50+ og það er okkar kúnnahópur,“ segir jóhannes. Lýðheilsustarfsemi Hamarsvöllur er einnig athvarf fyrir mikilvægt eldri borgarastarf en 40-50 manna hópur úr Borg- arbyggð æfir reglulega pútt á flöt- inni upp við gamla bæinn og not- ar Hamarshúsin sem félagsheimili. „Fæstir í þessum hópi eru félagar í GB en við bjóðum alla velkomna að nota þessa frábæru aðstöðu sem er í boði að Hamri, þeim að kostnað- arlausu.“ Nokkrum sinnum á sumri fær þessi hópur gesti úr nágranna- byggðarlögum til að keppa við sig og er þá oft þröngt á þingi „á hóln- um“ að sögn jóhannesar. Eldri borgarar hafa einnig ókeyp- is aðgang að inniæfingarsvæði GB í Eyjunni sem staðsett er úti í Brák- arey og hittast þar reglulega í hverri viku frá október til apríl. Framtíðarsýn Mikill fjöldi ferðamanna og íslend- inga aka í gegnum Borgarnes og héraðið ár hvert og telur jóhann- es vel hægt að fá þennan fjölda til þess að stoppa oftar í Borgarnesi frekar en að keyra í gegnum bæ- inn. Margir af þeim sem aka í gegn stoppa einungis við bensínstöðv- arnar í bænum, fylla á bílana sína, létta af sér og halda svo leið sinni áfram. jóhannes segir nauðsynlegt að finna styrkleika samfélagsins og nýta þá til fulls til þess að fá fólk til að staldra við. „Það er ótrúlegt að horfa upp á umferðina hérna, fleiri þúsundir bíla brenna fram og til baka og nánast enginn þeirra stopp- ar við í Borgarnesi, mögulega örfáir á tjaldsvæðinu. Það er margt hægt að gera ef menn hugsa aðeins út fyrir boxið og sjá tækifærin,“ segir jóhannes og bætir jafnframt við að nauðsynlegt sé að vita hvert sé ver- ið að stefna í móttöku ferðamanna. „Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara, hvernig ætlarðu að komast þangað,“ spyr hann. Margt hægt að gera jóhannes segir að það sé margt sem hann vilji gera á Hamarsvelli til þess að gera hann ennþá betri en hann vill taka fram að margar af þessum breytingum gætu samnýst fleiri að- ilum í samfélaginu. „Það væri gam- an að taka tvær brautir af vellin- um sem eru svolítið barn síns tíma, koma með tvær aðrar brautir á öðr- um stað svo við gætum látið hótel- ið vera alveg miðlægt á vellinum og þannig skapað meira rými í kring- um það. Þá myndum við hafa gott pláss og nóg svæði þar sem við gæt- um útbúið svokallaðan ljúflings- völl sem er par þrjú holu völlur. Það væri þá flottur níu holu golf- völlur sem allir bæjarbúar og aðr- ir gestir gætu notað án endurgjalds. Nú þegar er þessi æfingavöllur, sem heitir Gullhamar, ókeypis öll- um. Einnig sárvantar okkur véla- skemmu. Við erum með sextíu fer- metra til að hýsa allan okkar véla- kost. í dag erum við að geyma vél- arnar í gámum út um hvippinn og hvappinn. Það væri til dæmis hægt að útbúa hjólhýsasvæði hérna sem og smáhýsasvæði. Þá væri hægt að gera þjónustuhús fyrir svæðið og samnýta það húsnæði bæði með golfklúbbnum og bænum,“ segir jóhannes en þess má geta að klúbb- urinn hefur nú þegar útbúið tólf tengingar fyrir húsbíla og hjólhýsi við Hamarsbæinn og er það liður í að bæta þjónustu við viðskiptavini. Vantar tenginguna við Borgarnes Framkvæmdastjórinn segir að fólk ætti að vilja koma á Hamarssvæð- ið, hvort sem það eru kylfingar eða aðrir. „Þetta á að vera fólkvang- ur. Það vantar, eins og hefur verið í umræðunni síðustu 20 ár, þennan göngu- og hjólreiðastíg frá Borgar- nesi og hingað uppeftir. Þannig gæti fólk komið hingað hvort sem það er gangandi, hlaupandi eða hjólandi. Það gæti ýmist komið á golfvöllinn, farið í hesthúsahverfið eða notið náttúrunnar í Einkunnum. Það væri til dæmis hægt að setja hjólaleigu hjá hótelinu þar sem gestir gætu leigt hjól, hjólað í Borgarnes og skilið það eftir þar og öfugt. Boð- ið er upp á slíkt á mörgum stöðum í Reykjavík,“ segir jóhannesi sem er uppfullur af alls konar hugmyndum fyrir svæðið. „Það væri einnig hægt að nýta svæðið hérna fyrir neðan fyrir hjólhýsa- og tjaldsvæði, þann- ig fengju gestir aðeins meira næði frá þjóðveginum. Það er ýmislegt hægt að gera til fá fólk til að stoppa og vera hérna og það þýðir peninga inn í samfélagið.“ Þegar kyngdi niður snjó í mars á þessu ári, þá var opnuð göngu- skíðabraut á Hamarsvelli og viðhélt klúbburinn henni á meðan snóinn tók ekki upp. Það voru margir sem nýttu sér þetta nýtilfundna vetrar- útivistarsvæði. jóhannes segir tækifærin vera endalaus til þess að fá fólk til að stoppa í Borgarnesi og nágrenni, spurningin er bara að nýta sér þau. „Við reynum að opna allar hurðir til að fá fólk hingað. Þú getur ímyndað þér hvað þetta svæði getur dregið að sér. Við þurfum að vera duglegri við að tala okkur upp.“ Tengls við íbúa Borgarbyggðar og unglingastarf í sumar hélt Golfklúbbur Borgar- ness golfdaga sem voru vel sóttir af klúbbfélögum og fleiri gestum. „Það var góð mæting á golfdagana og vöktu þeir almenna lukku. Við ætlum að hafa svona golfdag aftur laugardaginn 27. júlí næstkomandi. Það komu fimm nýir félagar út úr síðasta viðburði og erum við að gera allt sem við getum til að dreifa boðskapnum og fá fólk til okkar.“ Allt er þetta liður í því að fjölga félögum hjá klúbbnum. „Við erum einnig með hann Magnús Birgis- son, PGA golfkennara, hjá okkur. Hann sér um barna- og unglinga- starfið sem við erum stöðugt að reyna að efla. Til þess að geta eflt okkar barna- og unglingastarf þá er svo mikilvægt að fá þessa teng- ingu sem hjólreiða- og göngustígur myndi skapa. Þannig gætu börn og unglingar hjólað í öruggu umhverfi hingað uppeftir en án stígsins eru þau gjörsamlega háð foreldrum um að komast á svæðið.“ Hjá Magnúsi golfkennara býður GB opna golftíma, án endurgjalds fyrir alla klúbbfélaga og alla byrj- endur í golfi, hvort sem þeir eru í klúbbnum eða ekki. „Allir sem hafa áhuga geta prófað og nýtt sér þetta og mátað sig við golfið,“ segir jó- hannes að endingu en hægt er að kynna sér þetta framtak á heimasíðu klúbbsins, www.gbgolf.is. glh Margir eldri borgarar eru duglegir að mæta á púttvöllinn við gamla bæinn til æfinga og heilsuræktar. Veröndin á bakvið hótelið sem er jafnframt klúbbhúsið. Vinsælt er hjá kylfingum að tylla sér niður eftir 18 holur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.