Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 201910 „já, við erum í Brennunni og það gengur frekar rólega í laxinum, en þess betur í sjóbirtingnum,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir en Brenn- an hafði þá gefið 130 laxa í sum- ar og fjöldan allan af sjóbirtingi. „Brennan er svakalega lituð þessa dagana í hlýindunum, en laxinn er að sýna sig en hefur ekki veiðst síð- ustu daga. En við erum að fá flotta sjóbirtinga. Við ætlum náttúrlega að ná í lax áður en við hættum að veiða hérna,“ bætti Harpa við. Tíðindamaður hitti tvo veiði- menn við Gljúfurá síðastliðinn fimmtudag og þar var verulega ró- legt, en aðeins höfðu þá veiðst 15 laxar í ánni. gb Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson, forstjóra Elkem ís- land, sem framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. Veitur eru stærsta veitu- fyrirtæki landsins og dótturfyrir- tæki Orkuveitu Reykjavíkur. Sam- kvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu mun það skýrast von bráðar hvenær Gestur hefur störf. „Það er mikil tilhlökkun að til- heyra brátt öflugu teymi hjá traustu fyrirtæki með skýra og metnaðar- fulla framtíðarsýn um þá mikilvægu lífsgæðaþjónustu sem fyrirtækið veitir einstaklingum, fjölskyldum, fyrirtækjum og stofnunum. Orku- skiptin framundan, orkusparnaður, orkuframboð hverju sinni, hrein- leiki vatnsins, gæði fráveitunnar og alls kyns áskoranir í umhverfismál- um eru og verða daglegt viðfangs- efni þess öfluga teymis sem starfs- fólk Veitna myndar. Á sama tíma horfi ég með þakklæti til þeirrar reynslu sem starfið hjá Elkem hef- ur veitt mér og með söknuði til alls þess frábæra starfsfólks sem mér hefur hlotnast sá heiður að vinna með á þeim vettvangi,“ segir Gest- ur Pétursson. mm Það sem af er veiðitímanum hafa veiðst nokkrir hnúðlaxar á nokkr- um stöðum á landinu. Einn slíkur kom á land úr Hvítá í Borgarfirði um helgina, nánar tiltekið á Flóða- tangasvæðinu skammt frá ármótum Norðurár og Hvítár. úlfar Reynis- son var við veiðar í Hvítá þegar fisk- urinn tók. „Við fengum fiskinn á Flóðatanganunum í Hvítá, neðst við ármótin,“ sagði úlfar. Auk hnúð- laxins fengum við hefðbundinn lax og tvo sjóbirtinga. Hnúðlaxinn tók rauða Franses,“ bætti úlfar við. Hnúðlax hefur m.a. veiðst í sumar í Soginu, Ölfusá og norður í Mikla- vatni í Fljótum. Virðist sem hnúð- laxi sé að fjölga og hann orðinn býsna útbreiddur í ám landsins. gb Víkingur AK kom til Vopnafjarðar síðdeg- is á fimmtudaginn með um 790 tonn af makríl. Þetta var önnur veiði- ferð skipsins á vertíð- inni, en áður hefur Ven- us NS landað í tvígang á Vopnafirði þannig að makrílvinnsla skipa HB Granda er komin í fullan gang fyrir aust- an. ,,Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi á fréttavef fyrirtækisins, en hann segir þó erfitt að ráða í ver- tíðarbyrjunina. ,,Hitaskilin eru nú mun vestar en fyrri ár en við höf- um mest verið að veiðum suður af Vestmannaeyjum. Sjávarhitinn er um 11-12 gráður og aflinn hefur sveiflast mjög mikið. Stundum höf- um við fengið góð hol en svo lítið sem ekkert þess á milli. Við hefðum gjarnan viljað finna mak- ríl í veiðanlegu magni austar en menn hafa ekki gefið sér nægan tíma til að leita nægilega vel. Svo liggur munurinn milli ára e.t.v. í því að sumarið í ár er mun bjartara og hlýrra en sumarið í fyrra,“ sagði Hjalti Einarsson. Líkt og undanfarin ár gengur makríllinn upp með vestur- og austur- strönd landsins. Vart hef- ur orðið við makríl inni á höfnum á Suðurnesjum en ekki hefur heyrst af því að uppsjávarskip hafi fengið afla vestan við landið eða á Faxa- flóa. mm Stjórn HB Granda hefur samþykkt að leggja það til, fyrir hluthafafund í félaginu um miðjan næsta mán- uð, að breyta nafni og vörumerki félagsins í Brim og Brim Seafood. „Nýtt vörumerki og nafn þjóna vel tilgangi félagsins sem er að mark- aðssetja og selja afurðir, sem félagið veiðir og vinnur, á verðmætum al- þjóðamörkuðum. Nafni félags- ins var síðast breytt fyrir 15 árum og vísaði þá til sameiningar tveggja félaga, Haraldar Böðvarssonar og Granda, sem áður varð til við sam- einingu ísbjarnarins og Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Breytingarn- ar að þessu sinni undirstrika aukna áherslu félagsins á markaðs- og sölumál sem birtist m.a. í kaupum á sölufélögunum í Asíu,“ segir í til- kynningu frá HB Granda í kjölfar stjórnarfundar í dag. jafnframt samþykkti stjórn félagsins samninga um kaup á sölu- félögum í Asíu að fjárhæð 31,1 milljón evra. Tilgangur kaupanna er að styrkja sölu- og markaðs- starf félagsins á alþjóðamörkuðum, einkum í Asíu. Brim kom fyrst til sögunnar árið 2003 sem sjávarútvegsfélag Eim- skipafélagsins og átti þá Harald Böðvarsson, Skagstrending og út- gerðarfélag Akureyrar. Við samein- ingu útgerðarfélags Akureyrar, sem var þá komið í eigu útgerðarfélags- ins Tjalds, við úT ári síðar varð Brim nafnið á sameinaðu félagi. Á síðasta ári var nafni Brims breytt í útgerðarfélag Reykjavíkur sem hefur nú afhent HB Granda nafnið Brim til eignar og afnota. „Brim er einfalt og þjált nafn sem er ásamt vörumerkinu Brim Seafood þekkt á alþjóðamörkuðum fyrir sjávar- afurðir. Vörumerkið myndar þrjár öldur. Öldurnar tákna annars veg- ar brim, sem brýtur nýja leið í við- skiptum, og hins vegar mynda þær fisk, sem er tákn fyrir afurðir fyrir- tækisins. Blái liturinn stendur fyr- ir lit sjávarins og silfrið táknar þau verðmæti sem Brim skapar. Emil H. Valgeirsson Grafískur hönn- uður/FíT, Hvíta Húsið hannaði merkið.“ mm Tilkynnt hefur verið um lok sam- runa félaganna Loftorku Borgar- nesi ehf., Hraun - Sands og Steypu- stöðvarinnar. Eru félögin frá 1. janúar síðastliðnum rekin undir merkjum Steypustöðvarinnar. Eng- ar hugmyndir eru uppi um að dreg- ið verði úr starfsemi Steypustöðv- arinnar í Borgarnesi en þar hefur verkefnisstaða m.a. við húseininga- framleiðslu verið afar góð undan- farin ár. mm Veiðiþjófur var gripinn í Krossá á Skarðsströnd þriðjudaginn 16. júlí síðastliðinn. Trausti Bjarna- son, bóndi á Á og veiðivörður við Krossá, varð var við lítinn bláan bíl sem stöðvaði við ána um hálf tvö leytið og sá ungan mann með tösku stíga út. „Ég hélt að þarna væru á ferðinni leigutakarnir, sem ætluðu bara að ganga í veiðihúsið frá veg- inum. En síðan sá ég bílinn aka á brott á miklum hraða og manninn fara niður að ánni. Ég fer á stað- inn að kanna málið og þar er mað- urinn að veiða í rólegheitum und- ir brúnni,“ segir Trausti í samtali við Skessuhorn. „Ég veifa honum og hann kemur til mín. Þá kemur á daginn að maðurinn er Þjóðverji. Ég tala ekki þýsku en tókst að gera honum skiljanlegt að hann mætti ekki veiða í ánni án leyfis,“ segir Trausti og bætir því við að maður- inn hafi brugðist ókvæða við því og mótmælt harðlega. „Ég sagði hon- um að ég myndi þá bara hringja á lögregluna, en þá tók hann til fót- anna,“ segir hann. Við svo búið hafði Trausti samband við lög- reglu. Á meðan beðið var eftir lög- reglumanni frá Borgarnesi sást til mannsins við veiðar í ánni. „Hann var að veiða í rólegheitum þar til löggan kom. Fólk sem er í sumar- bústað hér frammi á dal sá hann fá fisk,“ segir Trausti. Verður sektaður Lögregla kom á staðinn rúmum tveimur klukkustundum síðar og hafði hendur í hári veiðiþjófsins. Að sögn jóns S. Ólasonar yfirlög- regluþjóns bar maðurinn því við að hann hefði leyfi til að veiða í ám og vötnum á íslandi á grundvelli veiði- korts sem hann hafði keypt í Þýska- landi árið 2015. Lagt var hald á veiðistöng manns- ins, urriða sem hann hafði veitt úr Krossá og tekin af honum skýrsla. Maðurinn á yfir höfði sér peninga- sekt, að sögn lögreglu. kgk Gestur Pétursson hverfur nú úr starfi forstjóra Elkem Ísland. Ljósm. úr safni. Gestur úr Elkem til Veitna Nafni HB Granda verður breytt í Brim Samruni Loftorku Borgarnesi og Steypustöðvarinnar Búið er að koma stórum skiltum fyrir á sökkulveggjum við Loftorku þar sem nafnið Steypustöðin blasir við vegfarendum um Vesturlandsveg. Ljósm. íg. Makrílveiðar fóru vel af stað Krossá á Skarðsströnd. Ljósm. anglers.is. Veiðiþjófur gripinn í Krossá Taldi fjögurra ára gamalt þýskt veiðikort gilda á Íslandi Úflar Reynisson með hnúðlaxinn úr Hvítá. Hnúðlax veiddist í Hvítá Stefán Sigurðsson og Ingibjörg Arnardóttir með flottan sjóbirting úr Brennunni. Ljósm. Harpa Hlín. Brennan hefur gefið vel í sumar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.