Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 201918 Mikil golfmenning ríkir á Ís- landi og fer golfspilurum fjölg- andi eins og lesa má í annarri frétt hér í blaðinu í dag. Fjöld- inn allur af Íslendingum stund- ar sportið af mikilli ástríðu all- an ársins hring, en aðalvertíð- in er þó á sumrin. Hamarsvöll í Borgarnesi sækja þúsundir kylf- inga hvert einasta sumar en að- sókn á völlinn hefur farið stig- vaxandi síðustu ár, meðal annars vegna stækkunar vallarins úr níu holum í átján og vegna flutnings klúbbhússins úr gamla Hamars- húsinu í Hótel Hamar síðast- liðið sumar. Flutningurinn gjör- breytir þeim möguleikum að taka á móti hópum og fyrirtækj- um sem halda vilja mót á eigin vegum á vellinum eða sem vilja halda eigin stórmót en á Ham- arsvelli voru um 220 manns að keppa á móti um liðna helgi svo dæmi sé tekið. í ár er annað golftímabilið frá því þessi breyting var gerð, þ.e. eftir að Icelandair Hótel Hamar og Golf- klúbbur Borgarness ákváðu að sam- eina krafta sína og færa klúbbhúsið úr gömlu Hamarshúsunum í hús- næði hótelsins. Sjá má stóraukn- ingu á komu gesta á völlinn og al- menna ánægju með ákvörðunina að sögn framkvæmdastjórans. „Þetta er rosaleg lyftistöng fyrir golfklúbbinn og hótelið að sameina þetta svona, áhrifin eru svo mikil,“ sagði jóhannes Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Borgar- ness, þegar blaðamaður Skessu- horns kíkti við á völlinn og spurði út í hvaða áhrif sameiningin hefur haft á rekstur og aðsókn á völlinn. Rætt var um það ásamt þeim tæki- færum sem nauðsynlegt er að grípa á lofti og mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn. Gríðarleg aðsókn á völlinn „í dag eru um það bil 7.700 kylfing- ar sem hafa leikið hring á vellinum það sem af er sumri,“ segir jóhann- es ánægður með tölurnar. „1.480 hringir hafa verið spilaðir af fé- lögum klúbbsins og hringir spilaðir í mótum eru um 1.800. Þetta þýðir að yfir helmingurinn eru almennir gestir sem koma á völlinn og spila á honum,“ bætir hann við. Hamarsvöllur var opnaður fyrir almenningi í lok apríl í vor og hefur völlurinn verið vel bókaður flesta daga en er yfirleitt fullbókaður um helgar, frá föstudegi til sunnu- dags. Framkvæmdastjórinn seg- ir mikla aukningu á aðsókn miðað við í fyrrasumar, en að veðrið spili einnig stóra rullu í því dæmi, sem og sameining klúbbhússins og hót- elsins. „Ég finn mikinn mun eftir breytinguna. Það er kannski ekki alveg að marka síðasta sumar þar sem veðrið var okkur ekki hliðhollt. Þrátt fyrir það náðum við að skila rekstrinum með hagnaði. í fyrra voru um 2.100 hringir komnir á þessum tíma svo þetta er rúmlega þreföld aukning í ár. Núna er þetta eins og þetta á eðlilega að vera, sem er bara sprenging.“ Einn sinnar tegundar á landinu jóhannes lýsir sameiningunni sem frábærum samruna hagsmuna þar sem klúbburinn og hótelið njóta bæði góðs af. Næturgestir hótelsins fara flestir snemma á morgnana af hótelinu að skoða landið og koma síðan seint inn á daginn, kannski rétt fyrir kvöldmat, sem þýðir að stór hluti dagsins á hótelinu er laus fyrir aðra starfsemi. „Hér eru starfsmenn, þjónar og kokkar, svo það var tilvalið að sam- eina þetta svona, fá alla umferð kylfinga sem kemur hingað á svæð- ið til þess að spila golf, í gegnum hótelið. Um leið hækkar þjónustu- stigið fyrir þá sem leika völlinn og þiggja okkar þjónustu góðfúslega. Það er enginn golfklúbbur á land- inu með þetta þjónustustig sem við erum að bjóða upp á, ég get lofað þér því. Þegar aðstaðan er orðin eins góð og hún er, að erlendri fyr- irmynd, þá kemur fólkið,” útskýrir jóhannes. í dag sér starfsfólk hótelsins um alla skráningu inn á völlinn. Með því móti er aukið svigrúm fyrir klúbbinn sem þyrfti annars að hafa manneskju í fullu starfi á skrifstof- unni að taka við vallargjöldum. í staðinn getur klúbburinn haft sína starfsmenn til að hlúa að vellinum sjálfum við slátt og almenna um- hirðu. „Náum að láta þetta ganga“ Golfklúbbur Borgarness hefur frá upphafi verið undirmannaður og það er því með ólíkindum hvern- ig völlurinn hefur náð að komast á þann stall sem hann er í dag miðað við takmarkaðan fjölda starfsfólks og skort á fjármagni og tækjum sem klúbburinn hefur búið við í gegn- um tíðina. í dag eru átta manns sem starfa hjá golfklúbbnum en samkvæmt framkvæmdastjóranum væri eðlilegur fjöldi starfsfólks fyrir völl eins og Hamarsvöll að minnsta kosti tólf manns. „Við náum ein- hvern vegin að láta þetta ganga upp. Miðað við aðra átján holu velli á íslandi þá erum við að tala um að það eru yfirleitt 14-16 starfsmenn á þessum stærstu og vinsælustu völl- um landsins. Hamarsvöllur er vel á pari við þessa velli hvað aðsókn varðar og gæði,“ segir jóhannes. „Við höfum síðustu ár náð að Gríðarleg aðsókn kylfinga á Hamarsvöll í Borgarnesi Jóhannes Kristján Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbb Borgarness, ræðir um golfsumarið Jóhannes Kristján Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Horft frá gamla bænum niður eina brautina á Hamarsvelli í áttina að Hafnarfjalli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.