Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 2019 9
ískofinn í Stykkishólmi var opn-
aður á nýjan leik laugardaginn
13. júlí síðastliðinn. Svava Pét-
ursdóttir keypti rekstur vagnsins
ásamt Elvari Má Eggertssyni, eig-
inmanni sínum. Hún segir kaup-
in hafa borið brátt að. „Þetta var
skyndihugdetta,“ segir Svava létt í
bragði í samtali við Skessuhorn á
mánudaginn. „Kofinn er búinn að
vera á sölu síðan í vetur og hafði
enginn rekstur verið í sumar. Við
hugsuðum með okkur; „af hverju
ekki að prófa?“ og ákváðum að
slá til. Við opnuðum á laugardag-
inn fyrir viku, aðeins þremur dög-
um eftir að við tókum við rekstrin-
um,“ segir hún. „Það hefur geng-
ið svona líka glimrandi vel og við
fengið mjög góðar viðtökur þessa
rúmu viku sem við höfum verið
með opið,“ segir Svava. „Það kom
okkur raunar á óvart hversu vel var
tekið í þetta og hve vel hefur geng-
ið fyrstu vikuna. Tjaldsvæðið í
Stykkishólmi var fullt um helgina,
bærinn er ennþá alveg stappfull-
ur af fólki og bæði aðkomufólk og
heimamenn hafa verið duglegir að
láta sjá sig.Við erum búin að vera
alveg á haus í góða veðrinu und-
anfarið og líst rosalega vel á þetta
allt saman,“ segir hún ánægð. „Við
stöndum vaktina saman, ég og
maðurinn minn, á meðan við erum
að komast inn í þetta. Við eigum
stóra fjölskyldu líka, fimm börn og
það er nóg að gera. ískofinn verð-
ur svona fjölskyldurekstur, það er
hugsunin hjá okkur,“ segir Svava.
í ískofanum er hægt að fá belg-
ískar vöfflur, ís og kaffi; espresso,
americano, latte og cappuccino.
Kofinn er opinn alla daga vikunn-
ar, milli 14:00 og 21:00 á virkum
dögum en frá 13:00 til 21:00 um
helgar. „En ef veðrið er gott eins
og til dæmis í gærkvöldi þá teygj-
um við úr opnunartímanum. Þá
vorum við með opið til 22:00 og
það var stöðugt rennsli allt kvöld-
ið,“ segir Svava Pétursdóttir að
endingu.
kgk
Umtalsverð fjölgun er í golfhreyf-
ingunni á íslandi miðað við þau
gögn sem lágu fyrir í félagaskrá í
golfklúbbum landsins 1. júlí síðast-
liðinn. Golfsamband íslands hefur
tekið saman upplýsingar um breyt-
ingar í félagafjölda. Þar kemur m.a.
fram að um 4% heildaraukning er á
landsvísu, eða sem nemur um 700
kylfingum. Alls voru 17.859 kylf-
ingar skráðir 1. júlí síðastliðinn í
klúbbana og er þetta er mesta fjölg-
un félaga í áratug. Athygli vekur að
aukningin er mest hjá þeim allra
yngstu og elstu í hreyfingunni, 9
ára og yngri og 60 ára og eldri.
Rúmlega 60% allra kylfinga eru
búsettir á höfuðborgarsvæðinu.
Aukningin er mest á því svæði en
einnig á Suðurlandi en 76% skráðra
kylfinga búa á þessum svæðum.
Einnig fjölgaði golfspilurum á Suð-
urnesjum og á Vesturlandi um 6%.
Breytingar hjá
Vesturlandsklúbbunum
Breytingar í félagatali golfklúbb-
anna á Vesturlandi eru afar mis-
munandi. Mest fjölgun var hjá Gkl.
jökli í Snæfellsbæ, eða 37%. Þá
fjölgaði um 17% í Gkl. Glanna í
Norðurársdal, 15% í Gkl. Staðar-
sveitar og 14% í Gkl. Borgarness á
Hamri. Félagafjöldi stóð í stað hjá
Golfklúbbnum Leyni á Akranesi,
Gkl. á Húsafelli og Gkl. Skriflu í
Reykholtsdal. 1% fækkun var hjá
Gkl. Mostra í Stykkishólmi og 8%
fækkun hjá Gkl. Vestarr í Grund-
arfirði.
mm
Svipmynd úr safni frá Garðavelli undir Jökli. Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Fjölgun er í röðum
golfspilara á landsvísu
Biðröð eftir ís hjá Svövu Pétursdóttir í Ískofanum í veðurblíðunni í Stykkishólmi. Ljósm. sá.
Búið að opna
Ískofann í Stykkishólmi
Nýir eigendur teknir við rekstrinum