Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 2019 21 Grundarfjörður - miðvikudagur 24. júlí Bæjarhátíðin Á góðri stund fer fram í Grundarfirði þessa dag- ana og lýkur á sunnudag. Mynd- arleg dagskrá þar sem kennir ýmissa grasa; krítarkeppni, golf- mót, skylmingar, brekkusöngur, tónleikar, sölumarkaður, súpa, dansleikur og allt þar á milli. Ít- arlega dagskrá má finna í Fa- cebook-hópnum Á góðri stund í Grundarfirði. Akranes - miðvikudagur 24. júlí Álmaðurinn 2019 hefst kl. 19:00. Álmaðurinn er öðruvísi þríþraut þar sem hlaupið er upp á Akra- fjall, hjólað og synt í sjónum. Ræst er út frá íþróttasvæðinu við Jaðarsbakka. Nánar á Facebook- viðburði Álmannsins. Dalabyggð - miðvikudagur 24. júlí Tónleikar á Hótel Eddu á Laug- um í Sælingsdal kl. 20:30. Tveir af ástsælustu söngvurum lands- ins, þau Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, koma fram undir nafninu GÓSS. Með í för verður Guðmundur Óskar, bróðir Sigurðar og meðleikari Sigríðar úr hljómsveitinni Hjalta- lín. Snæfellsbær - fimmtudagur 25. júlí Víkingur Ó. fær Þrótt R. í heim- sókn í Inkasso deild karla í knatt- spyrnu. Leikið verður á Ólafsvík- urvelli frá kl. 19.15. Borgarbyggð - fimmtudagur 25. júlí Skallagrímur tekur á móti Augnabliki í 3. deild karla í knatt- spyrnu. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Reykhólahreppur - föstudagur 26. júlí Reykhóladagar hefjast með kassabílarallýi á Reykhólum kl. 15:00 og standa fram á sunnu- dag Fjölbreytt dagskrá í boði, dráttarvélafimi, þarabolti, kvöld- vaka, barnaball, dansleikur, markaður og fleira. Sunnudag- urinn er helgaður 200 ára minn- ingu Jóns Thoroddsens. Nánar í Skessuhorni vikunnar og á Fa- cebook-síðu Reykhóladaga. Borgarfjörður - föstudagur 26. júlí Hin árlega Reykholtshátíð verð- ur haldin 26. - 28. júlí. Opnunar- tónleikar hátíðarinnar hefjast kl. 20:00 þar sem Oddur Arn- þór Jónsson kemur fram ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdótt- ur. Nánar í Skessuhorni vikunn- ar. Akranes - sunnudagur 28. júlí Garðagangan á Akranesi 2019. Fjórir garðeigendur bjóða áhugasama gesti velkomna í garðana sína. Lagt verður af stað frá Brekkubæjarskóla kl. 11:00. Allir áhugasamir velkomnir. Nán- ar á Facebook-viðburði Garða- göngunnar. Akranes - sunnudagur 28. júlí ÍA mætir Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Akranesvelli. Á döfinni Til leigu í Borgarnesi Hús til leigu í Borgarnesi. Fjögur svefnherbergi, laus frá 1. septem- ber 2019. Allar upplýsingar í síma 848-7519. Íbúð óskast í Borgarnesi Íbúð óskast til langtímaleigu í Borgarnesi. Upplýsingar í síma 847-8842, Alda Björnsdóttir. Íbúð óskast á Akranesi Óska eftir íbúð til leigu á hag- stæðu verði á Akranesi. Upplýs- ingar í síma 832-9556, Guðjón. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR Nýfæddir Vestlendingar Reykholtskirkja Verið velkomin í Reykholtskirkju Hátíðarmessa á Reykholtshátíð 2019 Sunnudagur 28. júlí kl. 14, Ólafsmessa Síra Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti predikar Sóknarprestur þjónar fyrir altari ásamt síra Flóka Kristinssyni Viðar Guðmundsson organisti leikur á orgelið Félagar úr Reykholtskórnum syngja og tónlistarfólk Reykholtshátíðar leikur við athöfnina Messukaffi Allir hjartanlega velkomnir S K E S S U H O R N 2 01 9 / L jó sm . G uð la ug ur Ó sk ar ss on Að gefnu tilefni vill Matvælastofn- un hvetja alla til að stunda ábyrga hegðun varðandi snertingu við dýr, umhverfi þeirra og afurðir. Al- mennt hreinlæti og handþvottur er lykilatriði til að koma í veg fyrir að matvæli og fólk smitist. „Undanfarnar vikur hefur fólk sýkst af eiturmyndandi E. coli (STEC) bakteríu á bænum Efsta- dal 2 og tengist það heimsóknum á bæinn. Vitað er að E. coli bakterí- ur lifa í þörmum dýra og eru í öllu umhverfi þeirra og eru almennt meinlausar. í Efstadal er á ferð ein- staklega skæður stofn, E.coli O026 og gæti þessi stofn verið víðar og því ber ætíð að gæta fyllstu varúðar í allri umgengni við dýr og meðferð matvæla í nálægð við dýr. í þessu felst að þvo sér alltaf um hendur áður en matar er neytt og láta börn þvo sér eftir snertingu við dýr þar sem þau eru gjörn á að setja fing- ur oft í munn. Sótthreinsun með handspritti ein og sér er ekki nægj- anleg, ætíð skal þvo hendur fyrst,“ segir í tilkynningu. Til þess að sýkja fólk þá þarf bakterían að komast niður í melt- ingarveg um munn, svo sem með því að borða smituð matvæli eða sleikja óhreinar hendur. Sama á við um aðrar sjúkdómsvaldandi bakt- eríur sem geta verið til staðar í heil- brigðum dýrum. Vitað er að 60% sýkinga í fólki í heiminum eru sún- ur, en það eru sjúkdómar sem ber- ast milli manna og dýra. Umgengni við dýr getur haft jákvæð áhrif á heilsu og líðan manna en hafa skal í huga að smitefni getur borist á milli manna og dýra. mm Grís í Efstadal II í Bláskógabyggð. Ljósm. frá því fyrr í sumar. Benda á ábyrgar smit- varnir í tengslum við dýr 8. júlí. Stúlka. Þyngd: 3.734 gr. Lengd: 48 cm. Foreldr- ar: Kristín María Káradóttir og Björn Sólmar Valgeirs- son, Borgarnesi. Ljósmóð- ir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 9. júlí. Drengur. Þyngd: 3.896 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Guðný Ólafía Guðjónsdóttir og Vilhelm Snær Sævarsson, Patreks- firði. Ljósmóðir: Guðrún Fema Ágústsdóttir. 15. júlí. Stúlka. Þyngd: 4.096 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Kristjana Bjarna- dóttir og Björn Valdimars- son, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 16. júlí. Drengur. Þyngd: 4.206 gr. Lengd: 56 cm. Foreldrar: Brá Atladóttir og Guðmundur Margeir Skúlason, Hallkelsstaða- hlíð. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.