Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 201916 Starfsmenn Malbikunar Akureyrar ehf. hafa verið við malbikun á Hell- issandi, í Rifi og Ólafsvík í blíðviðr- inu undanfarna viku. Þar hafa þeir malbikað bæði fyrir Snæfellsbæ og Vegagerðina. „Við létum taka íbúa- götur og göngustíga á Hellissandi, íbúagötu í Rifi sem og hafnarsvæð- ið þar. Síðan var malbikað í Ólafs- vík, bæði íbúagötur og göngustígar ásamt hafnarsvæðinu þar. Að lokum tók Vegagerðin það sem átti eftir að malbika af Ólafsbrautinni, þjóð- veginum í gegnum Ólafsvík. Þeir malbikuðu sitt hvorum megin fyrir tveimur árum en kláruðu núna rest- ina, um 500 metra kafla í gegnum miðbæ Ólafsvíkur,“ segir Kristinn jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, í samtali við Skessuhorn. „Síðan er núna verið að malbika fyrir einstak- linga og fyrirtæki, bílaplön, inn- keyrslur og slíkt,“ bætir hann við. „Að því búnu fer malbikunargeng- ið í þjóðgarðinn og tekur bílaplan- ið á Malarrifi og síðan skilst mér að ferðinni sé heitið í Grundarfjörð og Stykkishólm,“ segir hann. Kristinn segir að vinnan hafi gengið eins og best verður á kos- ið. „Það er ekki hægt að fá betra veður í þetta, logn og sól eru al- veg kjöraðstæður til að leggja mal- bik. Eini ókosturinn, sem er eigin- lega ekki ókostur, er að við þurftum að hafa göturnar aðeins lengur lok- aðar af því að það er búið að vera svo gott veður. Malbikið er örlítið lengur að kólna í sól og blíðu,“ segir hann. „En allir íbúarnir hafa tekið þessu afskaplega vel og sýnt lokun- unum mikinn skilning. Ég hélt það gæti orðið strembið á sunnudaginn þegar loka þurfti Ólafsbrautinni og opna hjáleið, því það er búin að vera alveg ofboðslega mikil umferð á Nesinu núna, svoleiðis að maður hefur sjaldan séð annað eins. En það varð ekkert vesen og gekk eins og best verður á kosið,“ segir Krist- inn jónasson að endingu. kgk/ Ljósm. Snæfellsbær. Fjórða umferð íslandsmótsins í torfæru, Bílanaustartorfæran, var ekin í blíðskaparveðri í gryfjunum við Fellsenda í Akrafjalli síðastlið- inn laugardag. Þór Þormar Pálsson á THOR bar sigur úr býtum í flokki sérútbúinna bíla með 1315 stig. Skúli Kristjáns- son á Simba varð annar með 1282 stig og Aron Ingi Svansson á Stormi þriðji með 1260 stig. Þór Þormar leiðir baráttuna um íslandsmeist- aratitilinn þegar ein umferð er eft- ir. Hann hefur 62 stig samtals, en Haukur Viðar Einarsson á Heklu er ekki langt undan með 58 stig í öðru sæti. Þriðji er Geir Evert Grímsson á Sleggjunni með 42 stig. í flokki götubíla voru Óskar jóns- son á úlfinum og Óskar V. Björns- son á Pjakknum jafnir í 1. sætinu með 1420 stig hvor. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum hafnaði í þriðja sæti með 1370 stig. Stein- grímur og Óskar há harða baráttu um íslandsmeistaratitilinn í götu- bílaflokki. Steingrímur leiðir með tveimur stigum fyrir lokaumferðina með 72 stig gegn 70 stigum Ósk- ars. Metfjöldi áhorfenda Það var Torfæruklúbbur Suður- lands sem annaðist keppnishaldið. Helga Katrín Stefánsdóttir, for- maður klúbbsins, segir allt hafa gengið eins og best verður á kos- ið. „Keppnin gekk ljómandi vel í blíðskaparveðri. Brautirnar voru mjög góðar og áhorfendur fengu að sjá mikil tilþrif, eins og sést hafa á myndum og myndböndum frá keppninni,“ segir Helga í sam- tali við Skessuhorn og bætir ánægð við að metfjöldi áhorfenda hafi fylgst með keppninni. „Aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt síðan Tor- færuklúbbur Suðurlands byrjaði að halda keppnina á þessu svæði fyr- ir fjórum árum síðan,“ segir hún. „Allt saman var þetta eins og best verður á kosið og við skipuleggj- endur og keppnisstjórn erum í skýjunum með hvað þetta gekk vel allt saman,“ segir Helga Katrín að endingu. kgk/ Ljósm. Heiða Björg Jónasdóttir. Malbikað í blíðunni í Snæfellsbæ Malbikað í Ólafsvík um helgina. Starfsmenn Malbikunar Akureyrar við vinnu sína á hafnarsvæðinu í Rifi. Verið að malbika á hafnarsvæðinu í Ólafsvík. Stund milli stríða á Hellissandi. Auk malbikunarframkvæmda á vegum Snæfellsbæjar var lokið við malbikun Ólafsbrautar á vegum Vegagerðarinnar, þar sem þjóð- vegurinn liggur í gegnum Ólafsvík. Tilþrifamikil torfæra í Akrafjalli Þór Þormar veltur. Óskar Jónsson á Úlfinum bar sigur úr býtum í götubílaflokki. Aron Ingi Svansson á Stormi stekkur á barðinu efst í einni brautinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.