Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 2019 11 Við Borgarbrautina í Borgarnesi var ný gangstétt hægt og rólega að taka á sig mynd í liðinni viku. Vakti at- hygli vegfarenda að einungis ungar stelpur voru þar að störfum. Þessar öflugu stelpur eru starfsmenn Sigur- garða sf. á Laufskálum í Borgarfirði sem er rótgróið skrúðgarðyrkjufyr- irtæki sem býður ýmsa þjónustu við lóðir, innkeyrslur og athafnasvæði í samfélaginu. Verk fyrirtækisins má sjá víða um land enda er starfssvæðið býsna stórt um Vesturland og Vest- firði en auk þess austur í Bláskóga- byggð og á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Fagna margir Borg- nesingar framkvæmdunum við Borg- arbrautina en gangstéttin sem fyrir var var orðin ansi lúin og hrópaði á lagfæringar. Vinnufélagarnir og vin- konurnar Klara Ósk Kristinsdóttir, Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir, Inga Rósa jónsdóttir og Erla Ágústs- dóttir voru að störfum þegar blaða- maður Skessuhorns kíkti við í vik- unni sem leið og gáfu þær sig á stutt tal við blaðamann. Ferðamenn undrast „Það er búið að ganga rosalega vel,“ sagði Klara Ósk um verkið og horf- ir upp eftir nýju stéttinni. „Þegar við erum búnar hérna þá höldum við áfram niður eftir,“ bætir hún við og horfir niður Borgarbrautina í áttina að Hyrnutorgi. Stelpurnar, sem allar eru Borgnesingar, hafa ekki einung- is vakið athygli fyrir vel unnin störf heldur fá þær töluverða athygli út á það að vera konur. Konur í starfi sem margir vilja halda fram að sé einung- is fyrir karla. „Við erum svolítið til sýnis hérna við aðalgötuna í bænum, í hálfgerðu fiskabúri. Það getur ver- ið óþægilegt og ekki,“ útskýrir Klara. „Það eru sérstaklega ferðamönnum sem finnst þetta óhefðbundið, að sjá ungar konur leggja hellur. Það var til dæmis einn maður frá Asíu sem staldraði við og spurði okkur hvern- ig við færum að því að vinna svona starf og sagði okkur að í sínu heima- landi þá sæjust ekki konur í svona störfum, slík störf væru eingöngu fyrir karla. Sumir hafa hreinlega stoppað til að taka sjálfu með okk- ur og aðrir hafa virkilega hægt á sér í bílunum sem ekið er hérna framhjá til þess að taka myndir af okkur að störfum. Það getur verið óþægilegt. Einn var svo djarfur að hann opnaði rennihurðina á bílnum sínum og tók eina mynd á ferðinni niður brekk- una hérna. Við myndum miklu frek- ar vilja að fólk spyrði okkur áður en þau tæki myndir af okkur.“ Mæla, saga, leggja og sanda Klara Ósk hefur unnið hjá Sigur- görðum síðastliðin fjögur sumur og er verkstjóri í sínum hópi. Hún er þó hógvær að kalla sig yfirmann og segir að þær vinkonur vinni fyrst og fremst saman sem heild. Á vet- urna býr hún á Akureyri þar sem hún stundar nám í lögfræði við Há- skólann á Akureyri. Ester Alda hefur starfað hjá fyrirtækinu í þrjú sumur en á veturna stundar hún nám í Hol- landi. Inga Rósa og Erla eru nýjasta viðbótin í teyminu og eru þær báðar í Menntaskóla Borgarfjarðar. Allar eiga stelpurnar það sameiginlegt að hafa engan sérstakan bakgrunn haft í hellulögn og segir Klara Ósk að öll handtök hafi þær lært í starfinu. Ekki er að sjá annað en fagleg vinnubrögð þegar nýja stéttin er skoðuð. Þær sjá um að mæla út stéttina, leggja hell- urnar, saga þær ef þörf krefur og sópa svo sandi yfir að endingu til að hell- urnar festi sig rækilega á sínum stað. „Okkur er sett verkefni í vinnunni og við reynum að vinna verkin vel, eins og til dæmis þessa stétt. Við get- um vel unnið þetta eins og strákar, alveg eins og strákar geta allt sem við getum, þetta á ekki að vera ann- að hvort eða. Svo er þetta bara svo rosalega skemmtilegt, dagurinn þýt- ur hjá í svona útivinnu,“ segir Klara að endingu. glh Klara Ósk sagar hér eina helluna svo hún smellpassi á sinn stað í gangstéttinni. Fegra bæinn um eina hellu í einu Öflugar í hellulögn í Borgarnesi Vinnufélagar, vinkonur og Borgnesingar. Erla, Klara Ósk, Ester Alda og Inga Rósa. Inga Rósa við frágang að sópa sandi í raufarnar á milli hellnanna. Ester Alda passar hér að hellurnar séu beinar og í réttri línu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.