Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 201912 í síðustu viku sagði Skessuhorn frá því þegar vaskur Flandrahóp- ur úr Borgarnesi tók þátt í Lauga- vegshlaupinu 13. júlí síðastliðinn. Laugavegshlaupið er 55 km utan- vegarhlaup þar sem lagt er af stað frá Landmannalaugum og hlaupið áleiðis í Þórsmörk þar sem marklín- an eftirsóknarverða bíður hlaupag- arpa. Nítján manna hópur á vegum hlaupahópsins Flandra úr Borg- arnesi tók þátt í hlaupinu, sumir hverjir að fara aftur en aðrir í fyrsta skipti. Elín Davíðsdóttir, Flandr- ari og hlaupagarpur, fór sitt fyrsta Laugavegshlaup í ár og lýsir upplif- uninni sem algjörum draumi. „Ég vildi gera eitthvað stórt og krefjandi og skora almennilega á mig á árinu þar sem ég fagnaði 50 ára afmæl- inu mínu í ár,“ sagði Elín í samtali við blaðamann Skessuhorns þeg- ar hún rifjar upp hvað varð til þess að hún skráði sig í hlaupið. í upp- hafi árs var opnað fyrir skráningu í þetta vinsæla hlaup og varð uppselt á nokkrum tímum. Elín, ásamt öðr- um Flöndrurum, nældi sér í pláss í hlaupinu og að skráningu lokinni í byrjun árs var ekki aftur snúið. Hlaupið fyrir upplifunina Undirbúningur hófst samstundis og skráning lá fyrir en Elín setti sér það markmið strax í upphafi að fyrst og fremst að fara í hlaupið með það að hugarfari að njóta reynslunnar og hafa gaman. „Strákarnir höfðu margir farið þetta áður. Ég og Inga Dísa fengum hlaupaprógramm hjá Stefáni. Hann býr yfir gífurlegri reynslu hvað svona utanvegahlaup varðar og notuðum við prógramm- ið frá honum sem leiðarvísi í undir- búningi fyrir hlaupið. Við fengum mikinn stuðning frá Stefáni sem hvatti okkur ótrauðar áfram, enda vel vanur svona hlaupum. Annars var svosem ekkert ákveðið plan, þannig séð. Við Flandrahópurinn höfum verið vön að hlaupa þrisvar í viku en fyrir Laugavegshlaupið þá bættum við fjórðu hlaupaæfingunni við,“ segir Elín. Elín og Inga Dísa gerðust æf- ingafélagar í aðdraganda hlaupsins. Á undirbúningstímanum þá hlupu þær Skarðsheiðina og hjá Hreða- vatni í jafnaskarð auk þess sem nokkrar ferðir voru farnar upp og niður Hafnarfjallið. Á þessum tíma komu efasemdir af og til upp í huga Elínar, að kannski mögulega væri þetta of stór biti að taka, að hlaupa 55 km um hálendi íslands. „Það var oft á æfingatímabilinu að ég hugs- aði, nei, ég get þetta aldrei, og íhug- aði að hætta við. En einhvern veg- inn eftir hverja einustu æfingu þá náði maður að hrista þetta af sér.“ í hlaupið fór Elín ásamt Flandra- félögum sínum, eins vel undirbúin og hún gat, og leyndi sér ekki fiðr- ingurinn hjá hópnum sem hittist aðfararnótt hlaupadagsins á bens- ínplani í Borgarnesi áður en lagt var af stað austur fyrir fjall. Miklu meira en að hlaupa Hópurinn lagði af stað um hálf fjög- ur, aðfararnótt 13. júlí, og leyndi sér ekki fiðringurinn í mannskapnum. „Það voru allir með galsa þarna um morguninn. Maður reyndi að sofa eitthvað á leiðinni en það var varla hægt fyrir spenningi. Svo allt í einu er komið að hlaupinu, sem maður var búinn að bíða svo lengi eftir.“ Keppendur lögðu af stað í sól- skinsveðri frá Landmannalaugum í áttina að Þórsmörk um klukkan níu á laugardagsmorgni. Þeir allra hröðustu hlupu leiðina á fjórum tímum en yfirleitt er fólk að ganga þessa leið á þremur til fjórum dög- um. Elín kláraði hlaupið á átta tím- um og var himinlifandi með árang- urinn en eins og fyrr segir þá var hún fyrst og fremst að hlaupa fyrir upplifunina. „Þetta var svo miklu meira en bara að hlaupa. Nátt- úran þarna er eitthvað allt annað, hún er ekki venjuleg. Það opnað- ist alltaf nýr heimur fyrir manni því lengra sem maður hljóp. Allt í einu er maður kominn í hita af hverum í kringum sig, svo eru langir svart- ir sandar á stórum köflum og áður en maður veit af opnast fyrir manni dalur og þá tekur við manni gróð- ur. Það er erfitt að lýsa þessu,“ rifjar Elín upp. Hlauparar enduðu hlaup- ið í Þórsmörk þar sem fjölskylda, vinir og aðstandendur tóku á móti hverjum og einum, þá gátu kepp- endur farið í sturtu, hvílt sig og fengið sér næringu. Sigurtilfinning Þrátt fyrir að hafa litla sem enga reynslu af fjallvegahlaupum þá kveðst Elín hlaupið hafa gengið fumlaust fyrir sig en sumir þurftu að draga sig úr keppni hvort sem það var vegna meiðsla eða að þeir náðu ekki tímamörkunum. „Þegar ég var komin 38 kílómetra áleið- is, þá kom hugsun í kollinn, Guð minn góður, það er svo ótrúlega mikið eftir, ætla ég að klára þetta,“ segir hún og hlær. „Það var akk- úrat þegar ég fékk pínu krampa í kálfana. Ég tók bara skynsemina á þetta og hægði á mér í staðinn fyrir að stoppa. Svo fór maður yfir ár á leiðinni og það var svo gott að geta kælt kálfana í köldum straumn- um. Manni langaði hálfpartinn að leggjast niður og kæla sig. Það var náttúrlega æðislegt veður allt hlaupið en á köflum of heitt,“ bæt- ir hún við. Þrátt fyrir krampa í kálfa þá gekk hlaupið smurt fyrir sig og náði Elín í mark á prýðis- tíma. „Ég var ekki eins búin á því og ég hélt ég myndi verða þegar ég kom í mark, mér fannst ég eiga meira eftir. Svo hellist yfir mann adrenalín- og einhvers konar sig- urtilfinning þegar maður kemur loksins í mark. Maður fyllist gleði, hamingju og stolti.“ Bekkjarpartý við marklínuna Þegar í mark var komið biðu gaml- ar bekkjarsystur úr Borgarnesi eftir Elínu. Ein þeirra, Guðrún Harpa Bjarnadóttir hafði verið að hlaupa Fimmvörðuháls og kom óvænt til að taka á móti Elínu við marklín- una en önnur bekkjarsystir þeirra beggja, Guðný Guðmundsdóttir, var að taka þátt í Laugavegshlaup- inu alveg eins og Elín. Myndaðist hálfgert bekkjarpartý við marklín- una þegar allar voru búnar að skila sér á leiðarenda og var kampavíns- flaska tekin upp til að fagna áfang- anum og endurfundunum. „Það var geggjað! Við skáluðum gömlu vinkonurnar í kampavíni, ég, Guð- rún Harpa og Ásdís, það var æðis- legt að hitta þær. Svo verður mað- ur bara hálf klökkur eftir svona erfiði.“ í gegnum allt ferlið segist Elín hafa fengið ómetanlegan stuðning frá fjölskyldu sinni og að hún hafi reynst sér mikil hvatning í gegnum allan undirbúningstímann. „Dóttir mín hringdi stuttu eftir að ég kom í mark til að segja mér hvað hún væri stolt af mér. Maður var bara næstum því farinn að gráta.“ í rútunni heim voru allir Flandr- arar í sæluvímu að sögn Elínar og deildu hlaupararnir upplifun sinni á milli sín. „Það myndast svo sterk samheldni eftir svona þraut. Við fórum öll saman, kláruðum þetta saman og samgleðjumst öll hvert með öðru.“ Örlítið stíf í lærunum Eftir 55 kílómetra utanvegarhlaup um hálendi íslands má ætla að það komi einhverjar harðsperrur í lúna vöðva eða að önnur svipuð þreytu- merki í líkamanum geri vart við sig. Elín segist hafa verið furðu- góð í skrokknum eftir hlaupið. „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu eftir á. Kannski örlítið stíf í lærun- um en engar harðsperrur eða slíkt. Ég hélt ég yrði að drepast, ég fékk ekki einu sinni eina blöðru! Ég er greinilega betur á mig komin en ég hélt,“ segir Elín og hlær. Þó svo að það voru engin augljós merki um þreytu í skrokknum þá segir Elín nauðsynlegt og mikilvægt að hvíla sig vel eftir svona og fór hún sjálf í heita pottinn og í nudd til að hlúa að líkamanum. „Það er mik- ið lagt á líkamsstarfsemina í svona hlaupi, á vöðvana jafnt og líffærin eins og hjartað og lungun. Mað- ur þarf að hvíla sig þó svo maður sé í góðu formi. Það er mælt með tveimur vikum að leyfa kerfinu að jafna sig en samt fara út að ganga og gera eitthvað smá til að stirðna ekki alveg upp,“ segir Elín sem fór og hljóp fjóra kílómetra nokkrum dögum eftir Laugavegshlaupið til að liðka sig. Í besta formi lífs síns Elín segist vel geta hugsað sér að fara aftur í svona hlaup en fer þó rólega í að vera með hástemmd- ar yfirlýsingar og ætlar frekar að leyfa þessu að þróast náttúrulega. „Ég er ekki alveg búin að hugsa svo langt en ég væri geggjað til í að fara aftur núna. Það er spurn- ing hvort maður skori aftur á sig á sextugsárinu,“ segir hún og bros- ir. Elín byrjaði fyrir alvöru að hlaupa haustið 2013 en vorið áður hafði hún sótt byrjendanámskeið hjá Flandra í Borgarnesi. Sjálf hafði hún æft körfubolta og fót- bolta með Skallagrími í barnæsku og prófað alls konar þolfimi- og hreyfitíma í íþróttahúsinu í Borg- arnesi en ekkert hafði höfðað til hennar eins og hlaupið gerði. „Ég fann fljótt að hlaupið átti vel við mig. Sumir hafa spurt hvort mað- ur sé ekki búin að hlaupa nóg, en manni langar ekkert að hætta, þetta er svo gaman. Mig langar að fara út og hreyfa mig, ég geri þetta ekki af því ég þarf þess, ég fer út að hlaupa því mig langar til þess, það er tvennt ólíkt. Ég sit inni all- an daginn á rassinum og þetta er mitt tækifæri til þess að fara út og hreyfa mig. Það er æðislegt,“ bætir hún við ákveðin. Frá því Elín byrjaði að hlaupa kveðst hún vera orkumeiri en segist jafnframt hafa verið virki- lega lánssöm með að hafa aldrei meiðst á þessum tíma. „Ég hef verið ótrúlega heppin með að hafa aldrei fundið fyrir verkjum, lík- lega er ég bara með ágætis skrokk upp úr þessu. Ég er í algjörlega besta formi lífs míns og mér líð- ur ofboðslega vel í líkamanum. Á meðan maður getur, þá er maður í þessu,“ segir Elín að endingu. glh/ Ljósm. aðsendar. Bekkjarsysturnar úr Borgarnesi, Elín, Ásdís og Guðrún, skáluðu í kampavín að hlaupi loknu. Skoraði almennilega á sig á fimmtugsárinu Elín Davíðsdóttir er enn í sæluvímu eftir 55 km utanvegarhlaup um hálendi Íslands Elín Davíðsdóttir hljóp 55 kílómetra í tilefni af 50 ára afmæli sínu á árinu. Ljósm. glh. Æfingafélagarnir, Elín og Inga Dísa, fyrir hlaupið. Elín ásamt Flandrafélögum við ráslínuna í Landmannalaugum. Elín að koma í mark eftir 55 km í Þórs- mörk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.