Skessuhorn - 25.09.2019, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 20198
Garnaveiki í
Tröllaskaga
SKAGAFJ: Garnaveiki hefur ver-
ið staðfest á sauðfjárbúinu Brúna-
stöðum í Fljótum. Garnaveiki hef-
ur ekki greinst í tröllaskagahólfi frá
árinu 2008. Garnaveiki er ólækn-
andi smitsjúkdómur í jórturdýrum,
en með bólusetningu er hægt að
verja sauðfé fyrir sjúkdómnum og
halda smitálagi í lágmarki. Á bæj-
um sem garnaveiki greinist á gilda
ýmsar takmarkanir sem lúta að því
að hindra smitdreifingu. -mm
Settar varaseðla-
bankastjórar
RVK: Rannveig Sigurðardóttir og
Unnur Gunnarsdóttir hafa ver-
ið fluttar í starf varaseðlabanka-
stjóra. Ný lög um Seðlabanka Ís-
lands kveða á um að skipaðir verði
þrír varaseðlabankastjórar til fimm
ára í senn. Einn þeirra skal leiða
málefni er varða peningastefn-
una, annar málefni sem varða fjár-
málastöðugleika og sá þriðji mál-
efni fjármálaeftirlits. Bráðabirgða-
ákvæði nýju laganna gera ráð fyr-
ir að embætti núverandi aðstoð-
arseðlabankastjóra verði lagt nið-
ur og heimilt að flytja hann í nýtt
embætti varaseðlabankastjóra án
auglýsingar. Einnig er gert ráð
fyrir því þegar sameingin Seðla-
banka Íslands og Fjármálaeftirlits-
ins öðlist gildi um áramót að for-
stjóri Fjármálaeftirlits megi flytja í
nýtt starf varaseðlabankastjóra án
auglýsingar. Rannveig, sem áður
var aðstoðarseðlabankastjóri, hef-
ur þannig verið flutt í nýtt emb-
ætti varaseðlabankastjóra peninga-
stefnu frá áramótum og Unnur
verður varaseðlabankastjóri fjár-
málaeftirlits, en hún hefur til þessa
verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
-kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
14.-20. september
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes: 4 bátar.
Heildarlöndun: 21.153 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 13.256 kg
í tveimur löndunum.
Arnarstapi: 1 bátur.
Heildarlöndun: 2.464 kg.
Mestur afli: Kvika SH: 2.464 kg
í einum róðri.
Grundarfjörður: 5 bátar.
Heildarlöndun: 286.764 kg.
Mestur afli: Hringur SH: 68.088
kg í einni löndun.
Ólafsvík: 12 bátar.
Heildarlöndun: 115.771 kg.
Mestur afli: Gunnar Bjarnason
SH: 22.950 kg í fjórum róðrum.
Rif: 6 bátar.
Heildarlöndun: 85.424 kg.
Mestur afli: Saxhamar SH:
27.892 kg í þremur löndunum.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 72.044 kg.
Mestur afli: Leynir SH: 40.146
kg í fimm róðrum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Hringur SH - GRU: 68.088
kg, 18. september.
2. Sigurborg SH - GRU: 63.297
kg, 16. september.
3. Farsæll SH - GRU: 47.919
kg, 17. september.
4. Helgi SH - GRU: 45.004 kg,
16. september.
5. Kap II VE - GRU: 39.253 kg,
15. september.
-kgk
Höfðar mál gegn
ríkinu
AKRANES: Á ríkisstjórnarfundi
í gær var tekin fyrir beiðni Lilju
Alfreðsdóttur menntamálaráð-
herra til Katrínar Jakobsdóttur
forsætisráðherra um að sú síðar-
nefnda feli öðrum að skipa í emb-
ætti skólameistara Fjölbrauta-
skóla Vesturlands, á grund-
velli auglýsingar þar um. Kjarn-
inn greindi í gær frá málinu, en
fjölmiðillinn kallaði eftir svari
ráðuneytisins um ástæður þess-
arar óvenjulegu beiðni. Í frétt
Kjarnans kemur fram að Ágústa
Elín Ingþórsdóttir skólameist-
ari FVA hafi höfðað mál á hend-
ur íslenska ríkinu vegna þeirr-
ar ákvörðunar menntamálaráð-
herra að auglýsa starfið laust til
umsóknar frá og með næstu ára-
mótum. Héraðdómur Reykjavík-
ur mun taka málið upp en ríkis-
lögmaður fer með málsvörn fyr-
ir hönd ríkisins og mun mennta-
málaráðherra ekki tjá sig um mál-
ið á meðan á vinnslu þess stend-
ur, samkvæmt svari ráðuneytisins
við fyrirspurn Kjarnans. Skipun-
artími skólameistara FVA rennur
út um næstu áramót. Fjórir sóttu
um starfið, þar á meðal núverandi
skólameistari. -mm
Opnunartími
Kjörbúðar í Búð-
ardal styttur
DALABYGGÐ: Opnunartími
Kjörbúðarinnar í Búðardal hefur
verið styttur. Miði á hurð beið við-
skiptavina verslunarinnar í byrjun
síðustu viku þar sem greint var frá
styttingu opnunartímans. Þar kom
fram að frá og með 16. september
verður opið frá 9:00 til 18:00 mánu-
dag til fimmtudags, en frá 9:00 til
19:00 á föstudögum eins og áður var
alla virka daga. Á laugardögum verð-
ur óbreyttur opnunartími frá 10:00
til 18:00 en á sunnudögum frá 12:00
til 17:00, en áður var opið til 18:00
á sunnudögum. Samtals styttist opn-
unartími verslunarinnar því um fimm
klukkustundir á viku; fjórar klukku-
stundir á virkum dögum og eina um
helgar. „Ástæðurnar [fyrir styttingu
opnunartíma; innsk. blms.] eru þær
að við finnum fyrir verulegum sam-
drætti í ferðaþjónustu og erum að
bregðast við því þegar við styttum
opnunartímann með þessum hætti.
Auk þess sem kostnaður hefur auk-
ist talsvert í rekstri Kjörbúðanna, rétt
eins og hjá öðrum fyrirtækjum und-
anfarin misseri. Með því að grípa til
styttingar opnunartíma á að koma
í veg fyrir að sá kostnaður færist út
í vöruverð,“ segir Heiðar Róbert í
samtali við Skessuhorn. „Við met-
um það svo að viðskiptavinir okk-
ar kunni að meta slíkar breytingar.
Sömuleiðis gerir umrædd hagræðing
okkur kleift að halda fjölda starfs-
fólks í verslunum óbreyttum. Eins
styðja þessar aðgerir við stefnu fyr-
irtækisins um að gera Kjörbúðina að
sífellt fjölskylduvænni vinnustað og
við finnum ekki fyrir öðru en ánægju
meðal okkar starfsfólks að verslun-
um loki nú fyrr á kvöldin,“ segir Ró-
bert. -kgk
Nýverið greindist lungnasjúkdóm-
ur hjá unglingi hér á landi þar sem
grunur leikur á að veikindin tengist
notkun á rafrettum. Birtingarmynd
sjúkdómsins svipar til þess sem lýst
hefur verið í Bandaríkjunum. Við-
komandi er nú á batavegi. Frá þessu
er greint í tilkynningu frá land-
lækni þar sem birtar eru ábending-
ar til almennings, skólastjórnenda
og lækna vegna gruns um skaðleg
áhrif rafrettunotkunar.
„Flest er enn á huldu um faraldur
alvarlegra lungnasjúkdóma í Banda-
ríkjunum,“ segir í tilkynningu frá
landlækni. „tilkynnt tilfelli eru yfir
500 og tengjast öll notkun á raf-
rettum. Vitað er að stór hluti þeirra
sem veikst hafa hafi notað rafrettu-
vökva sem innihélt afleiður kanna-
biss en svo virðist sem að veikindin
séu ekki einungis bundin við það. Í
ljósi þess að þekkingu um notkun á
rafrettum er áfátt og vaxandi notk-
unar barna og ungmenna á rafrett-
um, vill landlæknir taka eftirfarandi
fram:
Börn eiga ekki að nota rafrettur, 1.
hvaða nöfnum sem þær nefnast
og varar landlæknir sterklega við
því. Vitað er að fjöldi barna hefur
prófað rafrettur og umtalsverður
hluti notar þær að staðaldri, eða
um 10% ungmenna í 10. bekk.
Kannanir gefa til kynna að hlut-
fall barna sem notar rafrettu hafi
farið hratt hækkandi undanfar-
in ár. Foreldrar eru hvattir til að
ræða þetta mál við börn sín.
Skólastjórnendur og kennarar 2.
eru hvattir til að framfylgja banni
við notkun rafretta á skólalóð-
um.
Þeim sem vilja hætta tóbaksreyk-3.
ingum er bent á að nota viður-
kennda meðferð við nikótínfíkn
að viðhöfðu samráði við lækni;
rafrettur eru ekki gagnreynd
meðferð. Ekki er þó mælt með
að fólk snúi frá rafrettum og aft-
ur að tóbaksreykingum sem eru,
miðað við núverandi þekkingu,
skaðlegri.
Þeir sem velja að nota rafrett-4.
ur eru hvattir til að kaupa tæki
og efni einungis af viðurkennd-
um söluaðilum. Hámarksstyrk-
leiki nikótínvökva er lögum sam-
kvæmt 20 mg/ml og notendur
rafretta sterklega varaðir við því
að blanda vökva sjálfir.
Einstaklingar sem nota rafrettur 5.
og fá einkenni frá lungum eins
og hósta, uppgang, mæði og verk
fyrir brjósti er ráðlagt að leita til
læknis. Önnur einkenni sem lýst
hefur verið í tengslum við raf-
rettunotkun í Bandaríkjunum
eru einkenni frá meltingarvegi,
líkt og ógleði, uppköst og niður-
gangur, þreyta, hiti og þyngdar-
tap.
Læknar eru beðnir að vera á 6.
varðbergi gagnvart slíkum ein-
kennum og spyrja skjólstæðinga
sýna um rafrettunotkun (leið-
beiningar verða birtar um hvað
skal spyrja). Læknar eru beðnir
að tilkynna tilvik þar sem grun-
ur er um veikindi tengd rafrett-
unotkun til landlæknis, í síma
510-1900. Ef margar tilkynning-
ar berast kemur til álita að virkja
sérstakan greiningarkóða.
Heilbrigðisyfirvöld munu skoða 7.
hvort gripið verði til viðbragða
vegna mikillar rafrettunotkunar
barna, t.d. með því að takmarka
bragðefni og umbúðir sem höfða
sérstaklega til þeirra.
Neytendastofa sem fer með eft-8.
irlit með rafrettum hefur verið
upplýst.
Embætti landlæknis vinnur að 9.
skipan vinnuhóps sem ætlað er
að skoða aðgerðir til að vinna
gegn faraldri rafrettunotkunar
hjá börnum.“
mm
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra
,hefur ákveðið að hrinda af stað
verkefnum sem ætlað er að vinna
gegn matarsóun hér á landi. Verk-
efnin eru liður í aðgerðaáætlun Ís-
lands í loftslagsmálum og verða í
umsjón Umhverfisstofnunar. Með-
al aðgerða er könnun á viðhorfi Ís-
lendinga til matarsóunar en sam-
bærilegar kannanir voru gerðar
árin 2015 og 2017. Þá verður efnt
til viðburðar um matarsóun þar
sem verður boðið upp á veiting-
ar úr illseljanlegum, „útlitsgölluð-
um“ en bragðgóðum matvörum í
þeim tilgangi að vekja athygli á hve
miklum matvælum við sóum ár-
lega. Auknu fjármagni verður veitt
í kynningu og fræðslu um matarsó-
un og rekstur vefsins matarsoun.is
tryggður áfram. Loks verður ráðist
í samstarfsverkefni með Matvæla-
stofnun og heilbrigðiseftirlitum
sveitarfélaga. Það verkefni felst í að
gera athugun á því hvar eftirlitsað-
ilar gera mögulega kröfur sem ekki
eru nauðsynlegar m.t.t. matvælaör-
yggis sem gætu ýtt undir matarsó-
un. Í framhaldinu verði gripið til
ráðstafana til að samræma eftirlitið
í því skyni að tryggja að einungis
verði gerðar þær kröfur sem nauð-
synlegar eru vegna matvælaörygg-
is. mm
Ýmis verkefni til að sporna gegn matarsóun
Landlæknir birtir ábendingar
vegna rafrettunotkunar
Bergey verður Runólfur SH
Eins og kunnugt er var togskip-
ið Bergey VE 544 selt Guðmundi
Runólfssyni hf. í Grundarfirði í
febrúar á þessu ári og verður skipið
afhent nýjum eiganda á næstu dög-
um. Mun það fá nafnið Runólfur
SH. Bergey var smíðuð í póllandi
2007 fyrir Berg-Hugin, dótturfélag
Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyj-
um, og hefur útgerð skipsins ávallt
gengið mjög vel. Síðustu daga hef-
ur skipið verið í slipp í Vestmanna-
eyjum þar sem gengið hefur verið
frá því til afhendingar. Meðal ann-
ars var málað yfir rauða litinn og er
skipið nú blátt að lit.
Engar aflaheimildir fylgja skip-
inu en það mun leysa af hólmi
Helga SH sem verður seldur. Guð-
mundur Smári Guðmundsson,
framkvæmdastjóri GRun sagði í
samtali við Skessuhorn fyrr á þessu
ári að ástæður fyrir skipakaupunum
væru einkum tvær. Í fyrsta lagi hafi
fyrirtækið tekið í notkun nýja og af-
kastamikla fiskvinnslustöð og því sé
brýnt að auka veiðigetu skipa þess.
Í öðru lagi mun nýja skipið leysa
af hólmi eldra og minna skip. „Við
trúum því að við séum að fá öflugt
og gott skip sem hentar okkar starf-
semi vel. Við eigum fyrir sambæri-
legt skip, Hring SH, og það verð-
ur hagkvæmt að gera þau út sam-
an. Hér ríkir því mikil ánægja með
þessi skipakaup,“ sagði Guðmund-
ur Smári.
mm
Bergey VE blámáluð í slippnum í Eyjum.
Ljósm. Síldarvinnslan/ Guðmundur Alfreðsson.