Skessuhorn - 25.09.2019, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 201910
Kaupfélag Borgfirðinga opnaði í
gær nýjan veitingastað og dagvöru-
verslun við Digranesgötu í Borgar-
nesi. Hlaut hann nafnið Food Sta-
tion. Guðrún Sigurjónsdóttir for-
maður stjórnar KB bauð gesti vel-
komna en þvínæst klippti Mar-
grét Katrín Guðnadóttir kaup-
félagsstjóri á borða og opnaði stað-
inn formlega. Með nafngiftinni er
vísað til eðlis og áherslna í rekstri
staðarins. Veitingastaðurinn og lít-
il dagvöruverslun er í nýju þús-
und fermetra húsi sem kaupfélag-
ið lét byggja og er nú að mestu til-
búið að innan sem utan. Kaupfélag-
ið á þó enn eftir að ráðstafa 300 fm
rými sem innangengt er í úr and-
dyri hússins. Segir Margrét Katr-
ín að þetta rými sé nú til leigu fyr-
ir áhugasama, annað hvort fyrir
rekstur verslunar eða þjónustu af
einhverju tagi. Á Food Station er
pláss fyrir 120 manns í sæti í stíl-
hreinu og björtu húsnæði. Salernis-
aðstaða er einnig mjög rúmgóð og
nútímaleg og segir Margrét Katr-
ín það vissulega hafa verið óvenju-
legt í nýbyggingum að klósettin
voru tilbúin fyrst, löngu áður en
aðrar innréttingar komu til lands-
ins. Salerni eru 32 talsins fyrir við-
skiptavini og er að sögn Margrétar
lögð áhersla á að hægt sé að taka
við stórum hópum fólks í einu og
að sjaldnast þurfi því að myndast
biðraðir á salernin. Fyrirkomulag-
ið er þannig að rukkað er 200 krón-
ur inn á salernin í gjaldhliði og fær
fólk kvittun í hendur við greiðslu.
Viðskiptavinurinn getur síðan val-
ið hvort hann notar 200 krónurn-
ar sem innborgun í það sem keypt
er, eða fer út án þess að eiga frek-
ari viðskipti. „Þetta er fyrirkomu-
lag sem mun ryðja sér til rúms í
rekstri salerna í ferðaþjónustu bæði
hér heima og um heim allan. Hing-
að eru allir velkomnir, hvort sem er
til að eiga einungis pissustopp, eða
að eiga við okkur frekari viðskipti,“
segir kaupfélagsstjórinn.
Ítrekað þurft að
fresta opnun
Matreiðslumeistarinn Birkir Snær
Guðlaugsson var í júní síðast-
liðnum ráðinn verslunarstjóri í
Food Station. Hann hefur dágóða
reynslu úr veitingageiranum og
kveðst bjartsýnn á að rekstur Food
Station muni eiga eftir að ganga
vel. Hefur hann frá því hann byrj-
aði tekið virkan þátt í innrétting-
um á húsnæðinu, hönnun staðarins
og undirbúningi í samráði við for-
svarsmenn kaupfélagsins. „Þetta er
búið að vera mjög skemmtilegt og
lærdómsríkt ferli fyrir mig. Ég hélt
í upphafi að ég væri að fara beint
í að setja saman matseðil og slíkt,
en þá hafði tafist verulega að hægt
væri að ljúka smíði inni í húsinu. Í
fyrstu var ég því t.d. að velja flísar
á veggi og hef þannig náð að setja
mitt mark á hönnun staðarins. Að
undanförnu höfum við svo verið að
setja saman matseðil og gera klárt
fyrir opnun,“ segir Birkir Snær sem
fagnar því að nú sé loks búið að
opna. Birkir afgreiddi viðskiptavini
í hádeginu í gær um steiktar kóte-
lettur með tilheyrandi en samfelld
biðröð var í kræsingarnar fram yfir
hádegi.
Margrét Katrín viðurkennir að
verulegar tafir hafi orðið á því að
hægt væri að opna staðinn. „Und-
irbúningurinn á þessu ári hef-
ur gengið brösuglega. Í fyrstu var
markið sett á að opna í maí en það
gekk ekki eftir. Eftir það hefur ver-
ið stefnt á einar fjórar dagsetningar
og 24. september er sjötta og síð-
asta dagsetningin hjá okkur. Það
má kannski segja að það sé tákn-
rænt að við opnum nú á þriðju-
degi og erum alls ekkert hrædd við
gamla hjátrú. Við vonum allavega
að við séum búin að taka út allan
hjátrúar- og þrautapakkann,“ segir
hún og hlær.
Ástæða tafanna var afgreiðsla
innréttinga sem aftur leiddi til þess
að verkskipulag iðnaðarmanna sem
ætluðu að setja þær upp riðlaðist og
þeir voru þá orðnir fastir í öðrum
framkvæmdum. „Við erum hins
vegar vongóð nú þegar allt er að
smella saman. Það getur verið kost-
ur að byrja að hausti og hafa þann-
ig rúman tíma og næði til að þróa
staðinn í endanlega mynd, svo sem
í vöruvali og þjónustu,“ segir Mar-
grét Katrín.
Nafngiftin með vísan
í áherslurnar
Fyrir Borgfirðinga og gamla kaup-
félagsmenn gæti nafngift nýja stað-
arins vafist fyrir einhverjum. Að-
spurð segir Margrét Katrín að
nafnið kunni að hljóma framandi í
fyrstu. „Við ætlum á Food Station
að leggja áherslu á hollan og fljót-
legan valkost við veginn sem höfð-
að getur bæði til heimafólks og
ferðafólks sem á leið hér í gegnum
Borgarnes,“ segir hún. Lögð verð-
ur áhersla á hollan skyndimat, en
auk þess mat úr héraði. „Við verð-
um með salatbar af matseðli, bo-
ost drykki, íslenska kjötsúpu og al-
mennt eins mikið hráefni úr héraði
og kostur er. Þá verðum við með
smurt brauð, samlokur og nýbakað
á staðnum. Í salatbarnum geta gest-
ir valið úr mörgum réttum af mat-
seðli. Hér verður fyrirkomulag-
ið þannig að þú ferð í röð, pantar
og rétturinn er settur saman á svip-
stundu og afgreiddur á meðan þú
bíður. Viðskiptavinir þurfa ekki að
taka númer eða slíkt, hér verður allt
í sjálfsafgreiðslu. Eftir að viðskipta-
vinir hafa valið sér mat, drykki
eða aðra vöru í versluninni fara
þeir á kassa og greiða. Með þessu
móti ætlum við að leggja áherslu
á snögga þjónustu og þannig má
segja að tilvísunin sé í nafngift stað-
arins, ekki ósvipað og á lestarstöð
þar sem allt gengur hratt fyrir sig.
Auk þess munum við bjóða upp á
rétt dagsins í hádeginu og ætlum
okkur að höfða til þeirra fjölmörgu
sem hér starfa og þurfa að fá hollan
og góðan mat í hádeginu.“
Aukin fjölbreytni
styrkir heildina
Margrét Katrín segir að upphaflega
hafi það ekki verið ætlun Kaup-
félags Borgfirðinga að vera sjálft
með starfsemi í húsinu. Ákveð-
ið var að byggja það með von um
að rekstrarðilar tækju húsið á leigu.
Eftirspurn hafi hins vegar ver-
ið engin og því hafi mótast þessi
hugmynd um að kaupfélagið hæfi
sjálft rekstur í húsinu. „Við fórum
einfaldlega að velta því fyrir okk-
ur hvað vantaði í þjónustuna hér í
Borgarnesi og þetta varð niðurstað-
an. Hér verður hollur matur í boði
og afgreiddur hratt, ekki ósvipað og
við þekkjum frá veitingastað Ikea í
Garðabæ. Ferðafólki er að fjölga á
Vesturlandi og við teljum að pláss
sé fyrir stað með þessar áherslur
hér í Borgarnesi. Húsið okkar er
einungis 30 metra frá þjóðvegin-
um og við munum leggja áherslu á
að ná til ferðafólks. Einnig bjóðum
við upp á mat fyrir heimafólk og
raunar alla sem vilja leggja áherslu
á hollustu í mataræði. Kaupfélag-
ið er í grunninn ekki hagnaðardrif-
ið félag, heldur er hlutverk þess að
efla atvinnustig og þjónustu í hér-
aði, skapa atvinnu og styðja þann-
ig við aðra atvinnustarfsemi. Aukin
þjónusta og fjölbreytni getur ekki
annað en aukið bæði styrk kaup-
félagsins en einnig sýnileika og
styrk samfélagsins í heild. Nú höf-
um við opnað en ég legg áherslu
á að við munum þróa þessa versl-
un og veitingasölu eftir óskum við-
skiptavina. Hér munu einnig verða
settar upp hraðhleðslustöðvar fyr-
ir rafbíla, en líklega erum við hér
að opna fyrstu bensínlausu bensín-
stöðina við þjóðveginn,“ segir Mar-
grét að endingu.
Opnunartími Food Station í vet-
ur verður frá klukkan 9 til 21 alla
daga. Ferðaskrifstofur og ferða-
skipuleggjendur geta auk þess pant-
að opnun utan þess tíma, svo sem
vegna norðurljósaferða.
mm
Glæsilegar veislutertur frá Geirabakaríi voru í boði við opnun staðarins.
Nýr veitingastaður opnaður í Borgarnesi
Food Station verður hraðveitingastaður með hollustu að leiðarljósi
Food Station við Digranesgötu í Borgarnesi.
Birkir Snær Guðlaugsson verslunarstjóri og Margrét Katrín Guðnadóttir við merki
nýja staðarins.
Margrét Katrín kaupfélagsstjóri klippti á borða og bauð gesti velkomna.
Horft yfir salinn á nýja staðnum.