Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Page 12

Skessuhorn - 25.09.2019, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 201912 Síðastliðinn föstudag afhenti Sig- urður Garðarsson hjá Hrafnhóli ehf. Reykhólahreppi formlega nýtt raðhús við Hólatröð. tryggvi Harðarson sveitarstjóri tók við hús- inu fyrir hönd sveitarfélagsins. Að- eins fjóra mánuði tók að reisa og ganga frá húsinu en í því eru þrjár íbúðir, tvær 86 fermetrar að stærð og ein 95 fm. Nýir leigjendur tóku svo síðar sama dag við lyklum að íbúðum sínum. tryggvi Harðarson segir á vef Reykhólahrepps að með þessu nýja raðhúsi fjölgi íbúðum á Reykhólum utan stofnana um 10% en ekkert íbúðarhúsnæði hafi verið byggt á Reykhólum í áratug. Hann segir að stefnt verði að því að selja íbúðirnar inn í sjálfseignarhúsnæð- isfélag. ,,Félagsmálaráðherra hefur verið og er að láta vinna úrlausnir fyrir sveitarfélög til að geta byggt ný hús á svæðum við erfiðar mark- aðsaðstæður. Ég bind miklar vonir við að sú vinna skili sér til hagsbóta fyrir sveitarfélög á landsbyggð- inni,“ sagði tryggvi. mm Löng hefð er fyrir því að sveitarfé- lagið Borgarbyggð veiti umhverf- isverðlaun þar sem veittar eru við- urkenningar fyrir snyrtimennsku. Hafa verðlaunin verið afhent á Sauðamessu að hausti en þar sem hátíðin hefur nú lagst af var boð- að til sérstakrar móttöku í Ráð- húsi Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag. Dagskránni stýrðu þau Gunnlaugur A Júlíusson sveitar- stjóri og Margrét Vagnsdóttir, for- maður umhverfis- og landbúnaðar- nefndar, en nefndin hefur það hlut- skipti að skoða tilnefnda staði og velja þá sem hljóta verðlaun. Aug- lýst var eftir tilefningum um snyrti- lega garða, bændabýli og atvinnu- húsnæði. Auk þess var að venju veitt sérstök viðurkenning til ein- staklings. Verðlaunahafar fengu að launum viðurkenningarskjal, rækt- arlega birkiplöntu frá Grenigerði auk glaðnings úr Ljómalind í Borg- arnesi. Þá fékk snyrtilegasta bænda- býlið sérstakt merki sem festa á við bæjarskiltið við heimreið að bæn- um. Stulli veitir afburða þjónustu Sérstök umhverfisverðlaun komu í hlut Sturlaugs Arnars Kristins- sonar, bílstjóra á sorpbíl Íslenska gámafélagsins. Starf hans er að aka um sveitir og safna ýmist sorpi og flokkuðum úrgangi til endur- vinnslu. Hefur Sturlaugur reynst bændum og búaliði einstaklega hjálpsamur og veitt afburða þjón- ustu í störfum sínum. Sturlaugur er fæddur og uppalinn á Kleifum í Gilsfirði, en hefur búið í Borgar- nesi frá 16 ára aldri. Norðurreykir í Hálsasveit Snyrtilegasta bændabýlið er Norð- urreykir í Hálsasveit þar sem hjón- in Kolbrún Sveinsdóttir og Bjart- mar Hannesson reka kúabú. Hafa þau byggt jörð sína myndarlega upp og snyrtimennska er hvar- vetna innan sem utan dyra. Í garði við íbúarhúsið eru eldri uppgerðar heyvinnuvélar sem setja skemmti- legan svip. HP pípulagnir í Brákarey Snyrtilegasta atvinnuhúsnæðið var valið verkstæðishús Hp pípulagna við Brákarbraut 18-20 í Borg- arnesi. Hp pípulagnir reka þeir Hilmir Auðunsson og páll Sigurðs- son. Fyrirtækið er rekið í endarými iðnaðarhúsnæðis í Brákarey og hóf starfsemi þar fyrir nokkrum árum. Arnarklettur 19 í Borgarnesi Loks var styrtilegasta lóð við íbúðarhúsnæði valin Arnarklettur 19 í Borgarnesi, endaíbúð í þriggja íbúða raðhúsi í Bjargslandi. Þar búa Bjarney Ingadóttir og Sigurð- ur Daníelsson. Hús og lóð ber fag- urt vitni snyrtimennsku og mikill- ar vinnu við umhirðu og garðrækt. Garðurinn er vel gróinn og þar er ræktað grænmeti í vermireitum, en sumarblóm og fjölær í bland við fallegan trjágróður í beðum við húsið. mm Yngsta húsið á Reykhólum og fjær er Læknishúsið, elsta hús staðarins. Ljósm. Reykhólahreppur. Nýjar íbúðir afhentar á Reykhólum Húsnæði HP pípulagna við Brákarbraut 18-20 í Borgarnesi. Umhverfisverðlaun Borgarbyggðar 2019 Verðlaunahafar ásamt fulltrúum Borgarbyggðar. F.v. Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri, Hilmir Auðunsson frá HB pípulögnum ehf, Bjarney Ingdóttir í Arnarkletti 19, Sturlaugur Arnar Kristinsson, Kolbrún Sveinsdóttir á Norðurreykjum og Margrét Vagnsdóttir, formaður umhverfis- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar. Norðurreykir í Hálsasveit er snyrtilegasta bændabýlið. Lóðin bakvið húsið við Arnarklett 19. Gullregn er meðal trjáplantna sem prýða garðinn við Arnarklett 19.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.