Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 25.09.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 201922 Í blíðviðrinu í gær mátti sjá smið- ina Þorberg E. Þórðarson og Egil S. Gíslason vinna við að skipta um járn á þakinu á heimili þess fyrr- nefnda á Akranesi. Væri það svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Egill lærði til smiðs hjá Þorbergi fyrir réttum 45 árum síðan, en Þorbergur rak um árabil trésmiðju Sigurjóns og Þor- bergs ásamt Sigurjóni Hannes- syni. Þarna voru þeir því sameinað- ir á nýjan leik við smíðarnar, lær- lingurinn og meistarinn, á falleg- um septemberdegi. „Ég byrjaði að læra þegar ég var 18 ára. Það eru komin 45 ár síðan. Þetta hefur ver- ið 1974,“ segir Egill. „Fína sumar- ið ´74, besta sumar sem hefur kom- ið þangað til síðasta sumar kom,“ segir Þorbergur. „Já, það var sól allt sumarið,“ rifjar Egill upp. „Ég var með tíu svona gutta með mér,“ seg- ir Þorbergur og bendir á Egil; „og það var sól upp á hvern einasta dag í tvo mánuði þar sem við vorum að byggja sumarbústaði uppi í Svigna- skarði,“ bætir hann við. Verkefni gærdagsins var sem fyrr segir að skipta um járn á þakinu heima hjá Þorbergi, en undanfar- ið hefur hann sinnt viðhaldi húss- ins. „Ég er búinn að hlaupa hérna upp og niður í heilan mánuð, 81 árs gamall,“ segir hann. „Still- ansana setti ég upp sjálfur, þeir ná hérna fyrir hornið á húsinu og upp á þriðju hæð, karlinn minn,“ segir hann. „Við tókum gluggana fyrst, svo fórum við í þakið og kantinn og erum núna í járninu. „Ég byggði þetta hús sjálfur árið 1961, þá 23 ára gamall. Þá áttum við þetta upp- steypt og skuldlaust,“ segir hann. „Þetta væri ekki hægt í dag,“ bæt- ir Egill við. „Ég var 23 ára og hún 18 ára. Við kláruðum þetta og svo fóru krakkarnir að koma, alveg meiriháttar,“ bætir Þorbergur við og brosir. Þorbergur hefur orð á því að honum þyki gaman að vinna í hús- inu sínu með gamlan lærisvein sér við hlið. En er lærisveinninn ekkert farinn að skipa meistaranum fyr- ir verkum? „Hann þorir því ekki,“ segir hann í sama mund og „ég hef aldrei þorað það,“ heyrist frá Agli og þeir hlæja félagarnir. „Þó karl- inn sé orðinn þetta gamall þá er hausinn alveg rétt skrúfaður á hann og snýr fram eins og tærnar,“ segir Þorbergur léttur í bragði um sjálf- an sig. „Á meðan það er svoleiðis, hausinn og tærnar fram og maður stendur uppréttur er ekki hægt að fara fram á meira,“ segir Þorbergur Þórðarson að endingu. kgk Stórrigningar hleyptu aðeins lífi í veiðina síðustu vikuna, en lítið var samt að koma af nýjum laxi í árn- ar sem enn er veitt í. Veiðimenn fengu fínar tökur af laxi sem greini- lega hafði frískast við aukið súrefni. ,,Það var gaman að fá fyrsta flugu- laxinn í Fluguklöppinni í Litlu Þverá,“ sagði María Gunnarsdótt- ir en hún veiddi tíunda laxinn sem kemur úr ánni í sumar og fiskur- inn hjá henni tók svarta Frances, þyngda. Veiðin hefur tekið kipp í Þveránni og núna eru komnir 1160 laxar á land sem bætir aðeins upp sumarið. Norðurá gaf aðeins 577 laxa þetta sumarið. Siggi Valla úr Kelfavík var að veiða þar undir það síðasta, rétt áður en áin fór í kakó í úrhellinu og flóðunum sem því fylgdu. „Ég fékk fiska áður en himnarnir opn- uðust,“ sagði Siggi Valla um veið- ina og vatnið. ,,Við fengum laxa í Hvolsá og Staðarhólsá, enda hefur rignt veru- lega og vatnið er flott þessa dagana í ánum,“ sagði Sæmundur Kristjáns- son sem var að veiða í Saurbænum og fékk í soðið og ríflega það. ,,Mikið vatn er í Grímsá, svaka mikið,“ sögðu veiðimenn sem staddir voru við ána um helgina. Og það voru orð að sönnu. Áin flæddi víða upp á bakka sína, en veiðimenn náðu engu að síður að krækja í fisk. Grímsá hefur nú gefið 666 laxa. ,,Straumfjarðará endaði í 169 löxum,“ sagði Ingimundur Bergs- son hjá Stangveiðifélagi Reykjavík- ur. Það er helmingi minni veiði en á sama tíma fyrir ári. En veiðin batn- aði þar líkt og víða annars staðar þegar tók að rigna. gb Í byrjun mánaðarins greindi Skessu- horn frá samantekt Þjóðskrár um íbúafjölda eftir sveitarfélögum. Samkvæmt þeim hefur næstmest fækkun íbúa í einstökum sveitarfé- lögum frá 1. desember til 1. sept- ember verið í Hvalfjarðarsveit en þar fækkaði um 33 íbúa, eða 5,1% á fyrrgreindu níu mánaða tíma- bili. Nú búa 617 í sveitarfélaginu. Að sögn Lindu Bjarkar pálsdóttur sveitarstjóra er þessi fækkun vissu- lega tekin alvarlega innan sveitar- félagsins. Hún sagði jafnframt að svona sveiflur í íbúafjölda hafi sést áður í sveitarfélaginu. „Það munar mikið um hvern íbúa í ekki stærra sveitarfélagi svo að ef við missum barnmargar fjölskyldur frá okkur er það fljótt að telja. Það er aldrei gott að það fækki íbúum og auðvitað viljum við að þeim fjölgi sem mest,“ segir Linda í samtali við Skessuhorn. „Við erum með- vituð um þetta og erum að reyna að finna út hvað sé hægt að gera til að laða fleira fólk til okkar, sér- staklega barnafjölskyldur. Menn- ingar- og markaðsnefnd er að vinna í því sem mætti kalla markaðs- og kynningarátak og vonandi sjáum við fjölgun innan tíðar,“ bætir hún við. Þá segir Linda húsnæði í sveit- arfélaginu ekki standa autt heldur sé frekar skortur á húsnæði. „Eignir í sveitarfélaginu sem fara í sölu seljast mjög hratt svo það virðist vera eftir- spurn. Í Krosslandi er búið að selja nánast allar íbúðalóðirnar og er uppbygging þar þegar hafin og hús farin að rísa að nýju eftir áratuga- hlé svo í því hverfi ætti íbúum að fara að fjölga vonandi mjög fljót- lega. Í Melahverfi er einnig er búið að reisa tvö ný parhús sem koma vonandi inn á markaðinn á næstu mánuðum. Jafnframt er búið að út- hluta fjölbýlishúsalóð í hverfinu og vonandi munu framkvæmdir þar hefjast fyrr en síðar,“ segir Linda. Þá er nóg til af lausum lóðum í Melahverfi. „Við myndum vilja sjá meiri uppbyggingu í Melahverfinu en hverfið byrjaði að byggjast upp þegar Elkem tók til starfa fyrir 40 árum og svo fjölgaði húsum í hverf- inu þegar Norðurál kom fyrir rúm- um 20 árum, en ég hefði viljað sjá fleiri sem vinna á Grundartanga- svæðinu setjast að hér. Þetta er frá- bær staðsetning, mikil veðursæld og hverfið er miðsvæðis og stutt í alla þjónustu. Síðast en ekki síst er góð þjónusta í bæði leik- og grunnskól- anum svo hér er sérstaklega gott að vera með börn,“ segir Linda. arg María Gunnarsdóttir með fyrsta flugulaxinn sinn úr Litlu Þverá í Borgarfirði. Stórrigningar hleyptu lífi í veiðina á síðustu metrunum Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit. Trúir að fólki fjölgi aftur í Hvalfjarðarsveit Þorbergur lætur sig ekki muna um að hlaupa upp og niður stigana og stillansinn upp á þriðju hæð þó kominn sé á níræðisaldur. Meistari og lærlingur saman við smíðar Smiðirnir Þorbergur E. Þórðarson og Egill S. Gíslason uppi á þaki á heimili þess fyrrnefnda á Akranesi. Hugað að hverju handtaki. Þorbergur einbeittur með hamar í hönd og Egill sækir sér nagla í vasann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.