Skessuhorn - 25.09.2019, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 25. SEptEMBER 201930
Káramenn máttu játa sig sigraða
gegn Selfyssingum, 0-2, í loka-
leik 2. deildar karla í knattspyrnu.
Leikið var í Akraneshöllinni á
laugardaginn. Það var Hrvoje to-
kic sem kom Selfossi yfir á 26. mín-
útu leiksins. Hann bætti síðan öðru
marki við á 54. mínútu og þar við
sat.
Káramenn ljúka keppni í 10. sæti
deildarinnar með 24 stig, stigi á
eftir Fjarðabyggð og fimm stigum
á undan KFG sem situr í fallsæti.
Lokastaðan er kannski ekki sú sem
stefnt var að, en miðað við stöðuna
undir lok júlímánaðar mega Kára-
menn vera nokkuð sáttir. Liðið sat
þá í fallsæti en tókst að snúa erfiðu
gengi við á lokakafla mótsins og
bjarga sér frá falli. Liðið mun því
leika aftur í 2. deild næsta sumar.
Sama kvöld og tímabilinu lauk
héldu Káramenn lokahóf sitt.
Andri Júlíusson fyrirliði var valinn
besti leikmaður liðsins, en hann var
jafnframt markahæsti maður liðsins
og markahæsti maður deildarinnar.
Andri var jafnframt valinn ÍA-tV
leikmaður Kára 2019.
Guðfinnur Þór Leósson var val-
inn efnilegasti leikmaður Kára
2019 og Arnleifur Hjörleifsson
besti ungi leikmaðurinn, en þá er
miðað við 2. flokks aldur.
kgk/ Ljósm.
Knattspyrnufélag Kára.
Skallagrímsmenn fengu skell í loka-
leik 3. deildar karla í knattspyrnu
þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Reyni
S. á útivelli síðastliðinn laugardag.
Elfar Máni Bragason kom Suð-
urnesjaliðinu yfir á 16. mínútu og
Gauti Þorvarðarson bætti öðru
marki við á 24. mínútu. Magnús
Magnússon skoraði þriðja mark
Reynis á 36. mínútu og heima-
menn leiddu 3-0 í hálfleik.
theodór Guðni Haldórsson kom
Reyni í 4-0 á 59. mínútu leiksins en
það var síðan Hörður Sveinsson
sem innsiglaði 5-0 sigur heima-
manna á 90. mínútu leiksins.
Borgesingar ljúka keppni í 12.
og neðsta sæti 3. deildar karla þetta
tímabilið. Þeir áttu erfitt uppdrátt-
ar í deildinni þetta sumarið, sigr-
uðu tvo leiki en töpuðu 20 og gerðu
ekkert jafntefli. Báðir sigurleikirnir
komu snemma á tímabilinu, Borg-
nesingar sigruðu tvo af fyrstu fimm
leikjum sínum en hafa síðan þurft
að lúta í gras í síðustu 17 leikjun-
um. Botnsætið er því raunin að
þessu sinni og mun Skallagrímur
því leika í 4. deild næsta sumar.
kgk/ Ljósm. úr safni/ glh.
Íslandsmeistaramótið í klassískum
kraftlyftingum var haldið í Garða-
bæ helgina 14.-15. september, sem
og Íslandsmeistaramótið í bekk-
pressu. Kraftlyftingafélag Akraness
átti tvo fulltrúa á Íslandsmeistara-
mótinu í klassískum kraftlyfting-
um, sem báðir fóru með sigur af
hólmi í sínum flokkum.
Kristín Þórhallsdóttir fagnaði
sigri í 84 kg flokki kvenna. Hún
lyfti 165 kg í hnébeygju, 80 kg í
bekkpressu og 172,5 kg í réttstöðu-
lyftu. Samanlagður árangur var
417,5 kg sem skilaði henni 649,5
IpF stigum.
Alexander Örn Kárason varð
hlutskarpastur í 93 kg flokki karla.
Hann lyfti 230 kg í hnébeygju, 170
kg í bekkpressu og 272,5 kg í rétt-
stöðulyftu. Samanlagður árangur
var 672,5 kg sem skilaði 630,9 IpF
stigum. Alexander er fæddur árið
1998 og bekkpressan hans var nýtt
Íslandsmet í unglingaflokki, sem
og réttstöðulyfta hans. Samanlagð-
ur árangur hans var sömuleiðis Ís-
landsmet í unglingaflokki.
Á Íslandsmeistaramótinu í bekk-
pressu átti Kraftlyftingafélag Akra-
ness einn fulltrúa, Einar Örn
Guðnason. Hann lyfti 240 kg og
sigraði í 105 kg flokki karla. Ein-
ar var jafnframt stigahæsti karlinn í
mótinu með 612,9 IpF stig.
kgk
Skagakonur máttu játa sig sigr-
aðar gegn tindastóli, 4-1, í loka-
leik Inkasso deildar kvenna í knatt-
spyrnu. Leikið var á Sauðárkróki á
föstudagskvöld. Fyrir leikinn hafði
tindastóll möguleika á að tryggja
sér sæti í efstu deild, að því gefnu
að úrslit annarra leikja yrðu liðinu
hagstæð. Skagakonur sigldu hins
vegar lygnan sjó, búnar að bjarga
sér frá falli og höfðu ekki að neinu
að keppa í deildinni.
Bæði lið mættu ákveðin í leiks og
fyrri hálfleikur einkenndist af mik-
illi baráttu. tindastólsliðið hafði
heldur yfirhöndina en Skagakonur
vörðust vel og áttu nokkrar álitleg-
ar sóknir sem tókst þó ekki að nýta.
Staðan var því markalaus þegar
flautað var til hálfleiks.
Skagakonur lágu til baka í síð-
ari hálfleik og freistuðu þess að
beita skyndisóknum þegar færi gáf-
ust. Upp úr einni slíkri skoraði Eva
María Jónsdóttir á 63. mínútu og
kom ÍA yfir.
Sókn tindastólsliðsins þyngdist
eftir því sem leið á og þær sýndu
mátt sinn og megin síðasta kort-
erið eða svo. Bryndís Rut Haralds-
dóttir jafnaði metin á 78. mínútu
áður en Murielle tiernan bætti við
tveimur mörkum á 80. og 82. mín-
útu og heimakonur svo gott sem
búnar að gera út um leikinn á stutt-
um leikkafla. Fríða Halldórsdóttir
varð síðan fyrir því óláni að skora
sjálfsmark skömmu fyrir leikslok
og leiknum lauk því með 4-1 sigri
tindastóls.
Skagakonur ljúka keppni í 8.
sæti deildarinnar með 19 stig, stigi
á eftir Fjölni og Augnabliki í sæt-
unum fyrir neðan en fjórum stig-
um á undan Grindavík, sem féll úr
deildinni. Eftir góða byrjun Skaga-
kvenna í mótinu tók við mjög erfið-
ur kafli þar sem gekk á ýmsu, leik-
menn hurfu á braut og liðið skipti
um þjálfara. Liðinu tókst hins veg-
ar að bjarga sæti sínu í deildinni í
næstsíðustu umferðinni og leikur
því aftur í næstefstu deild að ári.
kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh.
Einar Örn Guðnason var stigahæstur karla á ÍM í bekkpressu. Ljósm. úr safni.
Sneru heim með
gullverðlaun
Kári tapaði lokaleiknum
Leikmenn og aðstandendur Káraliðsins.
Guðfinnur Þór Leósson, Andri Júlíusson og Arnleifur Hjörleifsson með viðurkenn-
ingar sínar frá lokahófi Kára.
Tap í lokaleiknum
Skellur í síðasta leiknum