Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Side 7

Skessuhorn - 27.11.2019, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 2019 7 veitur.is Veitumál í Borgarbyggð Veitur bjóða til fundar um málefni vatns-, hita- og fráveitu í Borgarbyggð Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 4. desember kl. 19:30 á B59 Hótel, Borgarbraut 59. Við munum fara yfir málin, áskoranir sem verið hafa í rekstrinum og framtíðarhorfur. Á fundinum gefst bæjarbúum tækifæri til að fá svör við spurningum er brenna á þeim varðandi starfsemi Veitna í bæjarfélaginu. Fulltrúar frá sveitarstjórn Borgarbyggðar verða á fundinum. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Verið öll velkomin! Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar Akraneskaupsstaður auglýsir nýjar lóðir lausar til umsóknar undir par- og raðhús í Fagralundi. Um er að ræða tvær raðhúsalóðir við Fagralund 1 (A-B-C) og 2 (A-B-C) og tvær parhúsalóðir við Fagralund 4-6 og 5-7. Lóðirnar eru byggingarhæfar. Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaupsstaðar frá árinu 2018 en auglýsa skal lóðir sérstaklega með 2ja vikna umsóknarfresti að lágmarki og fer úthlutun fram samkvæmt vinnureglum ef fleiri en einn sækir um hverja lóð. Séu umsækjendur fleiri en einn um ákveðna lóð verður dregið um úthlutun hennar. Sá aðili sem fær úthlutað lóð hefur sex mánuði til að hefja uppbyggingu en að þeim tíma liðnum fer viðkomandi lóð á almenna listann yfir lausar lóðir sé uppbygging ekki hafin. Akraneskaupstaður áskilur sér þann rétt að vera ekki bundinn röð úthlut- unar lengur en umrætt tímabil. Jafnframt er gert ráð fyrir að úthlutun að nýju fari ekki fram fyrr en að liðnum 2 vikum eftir að lóðin kemur fram á listann yfir lausar lóðir. Umsóknareyðublöð, lóðarblöð, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar um lóðirnar eru að finna á heimsíðu Akraneskaupstaðar, www. akranes.is/nyjarlodir Sótt er um lóð í gegnum þjónustugátt Akraneskaupstaðar Umsóknafrestur er til og með þriðjudeginum 10. desember 2019. Siglt á bryggju HVALFJSV: óhapp varð á Grundartangahöfn í hádeginu á laugar- daginn, þegar flutningaskipinu Quamutik var siglt á bryggju. Lönd- unarbúnaður er mikið skemmdur eftir óhappið, að sögn lögreglu. -kgk Sjást illa í myrkrinu AKRANES: Lögreglan á Vesturlandi var við skólaeftirlit við Grunda- skóla að morgni síðasta föstudags, um kl. 10:00. Talsverð umferð var um svæðið, þar sem lögregla fylgdist með skólabörnum ganga milli skólans og íþróttahússins við Jaðarsbakka. Gangandi umferð var með hægara móti. Hálka var og myrkur á þessum tíma og veittu lögreglu- menn því sérstaka eftirtekt að um 90% barnanna sæjust illa í myrkr- inu vegna þess að þau væru ekki með endurskinsmerki. Var bókað sér- staklega um það hjá lögreglu og haft samband við skólastjóra. Þá má geta þess að á mánudagsmorgun, korter fyrir níu, var einn ökumað- ur stöðvaður fyrir að aka gegn rauðu ljósi á gangbrautarljósunum við Jaðarsbakka. Verður hann kærður fyrir athæfið og á yfir höfði sér pen- ingasekt. -kgk Týndist heima hjá sér BORGARNES: Áhyggjufullt foreldri í Borgarnesi hafði samband við lögreglu í vikunni sem leið vegna týndrar sjö ára gamallar stúlku. Þá hafði hvorki sést tangur né tetur af barninu og foreldri sem hafði sam- band stóð eðlilega ekki á sama. Klukkustund síðar fannst stúlkan síð- an. Hún hafði skriðið inn í handklæðaskáp í kjallara heimilisins og sofnað. -kgk Ljóslausir bílar VESTURLAND: Á mánudag var lögreglu í tvígang tilkynnt um að ljósabúnaði bifreiða sem ekið var um Vesturlandsveg væri ábótavant. Í fyrra tilvikinu voru á ferðinni erlendir ferðamenn sem voru með ljós- in á sjálfvirkri stillingu og því ljóslausir að aftan. Er slíkt stórhættulegt að sögn lögreglu. Þess má geta að frá og með næstu áramótum þegar ný umferðarlög taka gildi verður óheimilt að aka um án afturljósa. Í seinna skiptið var tilkynnt um að bifreið með ljóslausa kerru væri ekið um sama veg undir Hafnarfjalli. Lögregla kannaði málið en fann ekki viðkomandi ökumann. -kgk Eftirlit við göngin HVALFJSV: Lögreglan á Vesturlandi var við eftirlit við Hvalfjarðar- göng síðdegis á laugardag. Talsverð umferð var í báðar áttir og voru ökumenn látnir blása og kannað með ástand þeirra almennt. Leiddi það til þess að einn ökumaður var stöðvaður vegna ölvunar við akst- ur. Sömuleiðis voru höfð afskipti af nokkrum rjúpnaskyttum á leið til veiða og athugað með leyfismál þeirra og búnað. Reyndist allt vera í lagi. Daginn eftir hafði lögregla afskipti af ökumanni sem ók ljóslaus í gegnum Hvalfjarðargöngin. Þá voru klippt skráningarnúmer af einni bifreið vegna þess að hún hafði ekki verið skoðuð. -kgk

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.