Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Page 13

Skessuhorn - 27.11.2019, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 2019 13 SK ES SU H O R N 2 01 9 Styrktarsjóður íþrótta- og menningarverkefna Opnað fyrir umsóknir Akraneskaupstaður auglýsir eftir styrkumsóknum til menningar- og íþróttaverkefna á árinu 2020. Við mat og afgreiðslu styrkja til menningarverkefna verður lögð sérstök áhersla á að styðja við verkefni sem vinna að markmiðum Menningarstefnu Akraness. Við mat og afgreiðslu styrkja til íþrótta- verkefna verður lögð áhersla á að styrkja verkefni sem efla íþróttastarf á Akranesi. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublað má finna á www.akranes.is Umsóknarfrestur er til og með 16. desember. SK ES SU H O R N 2 01 9 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar Velferðar- og mannréttindasvið Bakvaktir í búsetuþjónustu fatlaðs fólks• Sérhæft úrræði með börnum• Skóla- og frístundasvið Stuðningsfulltrúar og skólaliðar í Grundaskóla• Viltu vinna með börnum? Leitað eftir dagforeldrum til starfa• Skipulags- og umhverfissvið Starf slökkviliðsstjóra• Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði má finna á www.akranes.is/lausstorf. Anna María Þráinsdóttir bygg- ingaverkfræðingur tók við sem úti- bússtjóri Verkís á Vesturlandi 1. nóvember síðastliðinn. Anna María tekur við starfinu af Gísla Karel Halldórssyni, sem verður sjötugur á næsta ári og er farinn að minnka við sig, en er þó hvergi nærri hætt- ur, að sögn Önnu. Starfsemi Verkís á Vesturlandi nær til landshlutans alls og lýtur einkum að eftirliti með bygginga- framkvæmdum, hvers kyns hönnun og annarri almennri verkfræðiráð- gjöf. Sex fastir starfsmenn Verkís starfa í landshlutanum; þrír á Akra- nesi og þrír í Borgarnesi. Útibúið er þannig í reynd starfrækt á tveim- ur stöðum. „Við erum staðsett bæði á Akranesi og í Borgarnesi og þann- ig verður það áfram. Slíkt mun ekki breytast með tilkomu nýs útibús- stjóra,“ segir Anna María í samtali við Skessuhorn. „Frekar horfum við til þess að geta með tíð og tíma fjölgað fólki og erum opin fyrir því að opna aftur skrifstofu á Snæ- fellsnesi, eins og við vorum með í Stykkishólmi, ef sá möguleiki verð- ur fyrir hendi,“ bætir hún við. Vilja fjölga verkefnum og fólki Anna María lauk BS prófi í tækni- fræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og meistaraprófi í bygg- ingaverkfræði með áherslu á fram- kvæmdastjórnun tveimur árum síðar. Hún starfaði hjá Verkfræði- stofu Suðurnesja frá 2015 þangað til í febrúar að hún hóf störf hjá Verkís á Vesturlandi. „Ég er búin að starfa mikið við eftirlit alveg frá því ég byrjaði að vinna sem verk- fræðingur. Meðal annars var ég við eftirlit við stækkun flugstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Það var mjög spennandi og skemmti- legt verkefni, enda gríðarlega stór og mikil framkvæmd,“ segir Anna María. „Síðan byrjaði ég hjá Verk- ís síðasta vetur og þegar starf úti- bússtjóra var auglýst ákvað ég að sækja um og fékk,“ segir hún. Og hvernig leggst nýjast starfið í hana? „Það leggst virkilega vel í mig. Þetta er krefjandi verkefni og margt sem ég hef þurft að setja mig inn í og læra betur, til dæmis það sem snýr að daglegum rekstri útibúsins og eins verkefnaöflun,“ segir Anna María. „Starfið hef- ur gengið vel síðustu ár samhliða mikilli uppbyggingu. En maður finnur alveg að það er aðeins ró- legra yfir öllu núna en verið hef- ur. Engu að síður er markmiðið að fjölga verkefnum og helst vilj- um við geta fjölgað starfsfólki hér í landshlutanum með tímanum. Við höfum mikinn metnað fyrir því,“ segir Anna María Þráinsdóttir að endingu. kgk Anna María Þráinsdóttir, útibússtjóri Verkís á Vesturlandi. Anna María er nýr útibússtjóri Verkís á Vesturlandi Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.