Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Side 16

Skessuhorn - 27.11.2019, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201916 Á ráðstefnu sem fram fór í tilefni fimmtíu ára afmælis Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi fyrr í þess- um mánuði, fluttu nokkrir ung- ir Vestlendingar ávörp og ræddu framtíðarsýn þeirra fyrir lands- hlutann. Meðal þeirra var Bjarki Þór Grönfeldt frá Brekku í Norð- urárdal. Bjarki stundar nú doktors- nám við háskólann í Kent í Bret- landi. Í síðari hluta innleggs síns fjallaði Bjarki um hættuna sem felst í að einstaklingar einangrist í hin- um stafræna heimi. Tilraun sem reynir á þolmörk mannsins „Það er margt að breytast, tækninni fleygir fram á ógnarhraða og breyt- ingar munu eiga sér stað hér á Vesturlandi sem og annars stað- ar. Aukinni tækni fylgja ný tæki- færi í menntun, samgöngum, sam- skiptum, atvinnu og svo mætti lengi telja. Trúin á tæknina má þó ekki verða til þess að fólk fjarlæg- ist hvert annað. Við erum nú stödd í risavaxinni tilraun þar sem reynt er á þolmörk mannsins. Þessi til- raun hefur verið kölluð ýmsum nöfnum en það hugtak sem helst er í tísku núna er fjórða iðnbylt- ingin. Sífellt fleiri þættir mann- legs lífs færast nú úr raunheimum og yfir á skjáinn. Amstur hvers- dagsins er því að mörgu leyti auð- veldara en áður. Enginn þarf leng- ur að fara í bankann til að reka sín hversdagslegu erindi því appið er orðið betra en vel þjálfaður þjón- ustufulltrúi. Þú þarft ekki leng- ur að hringja á heilsugæslustöðina til að panta tíma hjá lækni, þú ferð inn á Heilsuveru.is og pantar tíma þar, Ef þú þarft þá yfir höfuð að fara á heilsugæsluna, því víða um heim getur nú fólk fengið Skype viðtal í staðinn. Meira að segja matarinnkaup, sem áður kröfðust þess að fara út á meðal fólks, fara fram á netinu. Niðurstaðan er hag- ræði, aukin þægindi, einfaldara líf. En afleiðingin er líka minni þörf á mannlegum samskiptum. Sá galli er á gjöf Njarðar að fólk leitar í minna mæli út á við, í selskap ann- ars fólks, og fer frekar inn á við, í selskap vina á netmiðlum.“ Með steinaldarheila á snjalltækjaöld Bjarki sagði ákveðna þversögn fylgja þessari stóru, svokölluðu fjórðu iðnbyltingu. „Á sama tíma og það hefur aldrei verið jafn auð- velt að eiga í samskiptum við annað fólk er stærri og stærri hluti fólks einangrað og einmana. Við göng- um um með fjölbreyttustu sam- skiptaleiðir frá upphafi í lófum okkar daglega, en eyðum æ meiri tíma ein, fjarri öðrum, svo ein- manaleikafaraldur herjar nú á sí- tengdan heim.“ Sagði Bjarki enga eina skýringu á þessari þróun, en ein kenning sem er vísindalega rök- um studd, er sú að heilabú okkar sé vírað til þess að eiga í nánum sam- skiptum við tiltölulega lítinn hóp fólks. „Það er arfleið fornra tíma, þegar veiðimenn og safnarar flökk- uðu um jörðina með samferða- fólki úr eigin ættbálki. Þó við sem mannkyn teljum okkur hafa komist langt á braut tækni og þróunar, þá þróumst við sem tegund ekki með tækninni. Mannshugurinn hefur ekki haldið í við framþróun tækn- innar og lútum við enn sem áður sömu lögmálum og forfeður okkar og -mæður fyrir þúsundum ára, svo úr verður misræmi þarna á milli. Yfirborðskennd samskipti við risa- vaxinn hóp, frekar heldur en náin samskipti við lítinn hóp, er eitt af þeim misræmum sem við þurfum að glíma við í dag, með steinaldar- heila á snjalltækjaöld.“ Ef þú lifir í nafnleysi... Bjarki hvatti fólk til að hafa í huga, eins og skáldið benti á, að það er tvennt ólíkt að vera einn og að vera einmana. „Það er vel hægt að finna lífsfyllinguna þó þú sért einfari, ef þú nýtur andlegrar næringar frá fólkinu í kringum þig. En ef þú lifir í nafnleysi, þekkir ekki fólkið á efri hæðinni, rekst aldrei á neinn sem þú þekkir úti í búð, mætir aldrei á viðburði þar sem þú þekkir fólk, þá ert þú í vandræðum. Slík tilvera er að verða æ algengari,“ benti hann á. „Vandinn er stærri í stórborg- um en litlum samfélögum. Meira en helmingur Lundúnabúa segist vera einmana, og það í heimsborg sem telur milljónir íbúa. Í Tokyo er ástandið svo slæmt að fólk leigir sér vini og úr hefur orðið iðnaður sem veltir milljörðum. Það er nefnilega hægt að finnast þú vera einsamall, þó þú sért umkringdur fólki í millj- ónaborg.“ Einmanaleikaráðherra Í erindi sínu benti Bjarki á að ein- manaleiki gerði fólk ekki einungis dapurt, heldur bókstaflega kremdi í því hjartað. „Einmanaleiki eyk- ur losun streituhormóna sem eiga sinn þátt í því að einmana einstak- lingar eru líklegri en aðrir til að fá hjartaáfall, þjást af hjarta- og æða- sjúkdómum, og eru útsettari fyr- ir þunglyndi, kvíða og annarri óár- an. Þeir eru meira að segja líklegri til að fá kvefpestir, því einmana- leiki veikir ónæmiskerfið. Til þess að undirstrika vandann hafa Bretar skipað sérstakan einmanaleikaráð- herra sem á að samhæfa aðgerð- ir stjórnvalda og heilbrigðisyfir- valda. Bretland er um margt mjög íhaldssamt land, en Bretar eru líka lausnamiðaðir, og þó þeir hafi ýms- um hnöppum að hneppa um þess- ar mundir, hafa þeir lagt áherslu og veitt fjármagni í málaflokkinn.“ Auðveldara að leysa í minni samfélögum En hvaða erindi átti umfjöllun um einmanaleikafaraldur á heimsvísu inn á málþing um framtíð Vestur- lands, spurði Bjarki - og hvað geta sveitarfélög á Vesturlandi gert í þessum heimsfaraldri? Geta þau yfir höfuð gert nokkuð? „Þvert á móti vil ég spyrja: Getur Vestur- land hrundið þessari þróun? Getur einn landshluti á litla Íslandi tek- ist á við alheimsvandamál? Get- ur Vesturland verið leiðandi í bar- áttunni gegn einmanaleika? Svar mitt er já,“ fullyrti hann og spurði hvort fólk haldi að það sé fyrir hendi meiri samheldni í stórborg- um eða minni samfélögum. „Hvort haldið þið að það sé meira svigrúm til tilrauna og nýstárlegra lausna í stórborgum eða minni samfélög- um? Ég ætla að leyfa mér að gera ráð fyrir því að þið séuð sammála því mati mínu að í báðum tilfell- um sé bæði meiri sveigjanleiki og samheldni fyrir hendi í minni sam- félögum. Eins og oft áður á dæmið um árabátinn og olíuskipið við. En hvernig? Hvernig geta sveitarfé- lög, og þá sérstaklega sveitarfélög á Vesturlandi, hrundið alþjóðlegri ógn við lýðheilsu heimsins? Eitt af því sem sveitarfélög hafa lagt aukna áherslu á á undanförnum áratugum er einmitt; jú, lýðheilsa. Sveitarfé- lög marka sér lýðheilsustefnu og taka þátt í átökum eins og Heilsu- eflandi samfélagi á vegum Land- læknisembættisins. Þá þarf varla að fjölyrða um árangurinn sem hefur náðs í forvarnarstarfi á meðal ungs fólks, þar sem vísindamenn, fagfólk og stjórnmálamenn nærsamfélags- ins, og ekki síst unga fólkið sjálft, vann saman að baráttunni gegn unglingadrykkju og reykingum. Árangurinn hefur vakið heims- athygli. Reykingar þekkjast varla lengur á meðal unglinga og sárafáir drekka. Þessum árangri hefði ekki verið náð ef ekki hefði verið fyrir sveitarfélögin.“ Öflugasta forvörnin er virkt félagsstarf Bjarki benti á að sambærilegri að- ferðafræði og gagnaðist í barátt- unni við reykingar, mætti beita í baráttunni gegn einmanaleika. „Barátta gegn einmanaleika á að vera hluti af lýðheilsustefnu. Heilsa er nefnilega meira en bara reykleysi, kílóatala á vigtinni eða kólesteról í blóði, og heilsa er líka meira en skref gengin á degi hverj- um. Heilsa er líka hvernig okk- ur líður hér og nú. Hvernig geta forvarnir gegn einmanaleika verið hluti af lýðheilsustefnu sveitarfé- laga? Öflugasta forvörnin er virkt félagsstarf. Það besta sem sveitar- félög geta gert í baráttunni gegn einmanaleika er að styðja ríkulega við félagsstarf í heimabyggð, sem fer fram augliti til auglitis, sem er uppbyggilegt, náið og nærandi. Stuðningurinn getur verið í formi peninga, húsnæðis, aðstöðu, aug- lýsinga, til handa hvers konar gras- rótarstarfi; leikfélaga, kóra, ung- mennafélaga, klúbba, útgáfustarf- semi og svo mætti lengi telja. Sveit- arfélögin hafa um árabil styrkt við slíka starfsemi, en nú er tilefni til að gefa ríkulega í, kortleggja verk- efnið, opna fyrir þátttöku og hjálpa íbúum að eiga frumkvæði. Við erum ekki að tala um háar upp- hæðir – en ávinningurinn gæti ver- ið gríðarlegur.“ Hópur á dag kemur geðinu í lagi Í lok erindis síns benti Bjarki á að maður er manns gaman: „Hópar hjálpa okkur að skilja okkur sjálf betur sem einstaklinga og móta til- gang, stefnu og þýðingu í lífinu. Félagsstarf er ein besta uppspretta félagsauðs sem um getur. Um þess- ar mundir er mikil aukning í rann- sóknum á þessu sviði. Leitin að hinni félagslegu lækningu – the social cure, við ýmsum kvillum sem hrjá nútímamanninn. Sumar rann- sóknir benda jafnframt til þess að það að tilheyra nánum hópi sé jafn mikilvægt heilsu og líkamsrækt og gott mataræði, sem gjarnan er vís- að til sem hinna hefðbundnu for- spárþátta heilsu. Hópur á dag kem- ur geðinu í lag,“ sagði Bjarki Þór Grönfeldt að endingu og uppskar gott klapp gesta á afmælisráðstefnu SSV. mm Bjarki Þór Grönfeldt. „Barátta gegn einmanaleika á að vera hluti af lýðheilsustefnu“ Bjarki Þór Grönfeldt fjallaði um hættuna af því að einstaklingar einangrist í rafrænum heimi Bjarki Þór Grönfeldt hlaut mikið lof fyrir innlegg sitt um hætturnar sem felast í rafrænum einmanaleika.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.