Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2019, Qupperneq 20

Skessuhorn - 27.11.2019, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 27. NóVEMBER 201920 Hið árlega jólabingó Kvenfélags- ins 19. júní fer fram í sal Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri föstudaginn 29. nóvember kl. 20:00. Þessi viðburður hefur verið haldinn árlega í um 50 ár en Kven- félagið 19. júní er nú fjölmennasta kvenfélag Borgarfjarðar þar sem tæplega 60 konur á öllum aldri eru félagar. Í ár verður bingóið afar glæsilegt en fjölmargir góðir vinningar hafa borist kvenfélagskonum og vilja þær færa öllum sem hönd hafa lagt á plóg kærar þakkir fyrir. Meðal vinninga verða t.d. hótelgistingar, gjafabréf í ýmsa afþreyingu, vöru- úttektir, snyrtivörur, leikföng, bæk- ur, jólavörur og ýmislegt fleira. Allur ágóði af bingóinu í ár mun renna til kaupa á nýju sjúkrarúmi fyrir Heilbrigðisstofnun Vestur- lands en hvert rúm kostar um 500.000 krónur. Kvenfélagið 19. júní hefur nú þegar gefið eitt rúm og vonast kvenfélagskonur til að geta gefið annað að bingói loknu. Hollvinasamtök HVE hafa staðið fyrir söfnun vegna nýrra rúma nú í haust en ný rúm munu auka þæg- indi þeirra sem þurfa á þjónustu sjúkrahússins að halda og sömu- leiðis auðvelda starfsfólki verkin. Ágóðinn af jólabingóinu 2018 fór upp í kaup á Nustep fjölþjálfa sem gefinn var til dvalar- og hjúkr- unarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi. Kvenfélagið gaf sams- konar tæki í sjúkraþjálfunarmiðstöð Halldóru í Borgarnesi árið 2017 og hefur það reynst vel. Fjölþjálf- inn gagnast afar fjölbreyttum hópi, m.a. fólki sem er lamað fyrir neðan mitti, í annarri hliðinni eða glímir við annars konar skort á hreyfifærni vegna erfðasjúkdóma, veikinda, ald- urs eða slysa. Tækin hafa því verið kærkomin viðbót inn á Brákarhlíð og sjúkraþjálfunarmiðstöðina. Í hléi á bingóinu verður hægt að kaupa veitingar að hætti kvenfélags- kvenna, kaffi, sælgæti og drykkjar- föng. Að þessu sinni verður hefð- in brotin þar sem gestir munu hafa möguleika á að greiða fyrir bingó- spjöld eða veitingar með greiðslu- kortum. Kvenfélagið hefur alla tíð not- ið mikillar velvildar í héraðinu og hlakka kvenfélagskonur til að taka á móti gestum þetta kvöld sem þann- ig leggja sitt af mörkum til góð- gerðarmála á svæðinu. -fréttatilkynning Þjóðlegur matur samhliða íslenskri gestrisni er blanda sem sjald- an svíkur. Á því var engin undan- tekning síðastliðið laugardagskvöld þegar árleg bjúgnaveisla var hald- in í Langaholti í Staðarsveit. Þem- að var bjúgu í sinni víðustu mynd, sem matreidd voru á fjölbreytt- an veg. óskar veitingamaður, Keli vert, Rúna, Sunna Dögg og þeirra starfsfólk höfðu lagt sig í líma við að útbúa veisluborð af „dýrari gerð- inni“. Þar mátti fá allt frá soðnum hrossa- og sveitabjúgum til mar- eneraðra veislurétta, pizzur með slátri og bjúgum, hreindýrabjúgu og allskyns meðlæti. Í eftirrétt var svo atriði út af fyrir sig þegar Siggi Dalamaður kynnti í fyrsta skipti á heimsvísu tvo nýja Royal búðinga; með mokkabragði og saltkaramell- um. Fullt hús var á samkomunni og skemmtu gestir sér vel. Keli tók lagið og spjallaði við gesti ásamt vini sínum Guðna Má Hennings- syni fyrrum útvarpsmanni. Tíð- indamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn og það gerðu reyndar fleiri fjölmiðlar einnig því Edda Sif Pálsdóttir var ásamt upptökumanni að gera innslag í Landann. Áhorf- endur geta því séð fleira sem fram fór á hátíðinni innan tíðar í þætt- inum á RUV. mm Jólabingó Kvenfélagsins 19. júní á föstudag Rammíslensk bjúgnahátíð Hér má sjá hluta veislurétta á Bjúgnahátíðinni. Reykt hreindýrabjúgu. Kvenfélagið Bjarnakló var mætt. Guðni og Keli ræddu við gesti. Hér er Guðni að kynna nýútkomna bók sína. Siggi Dalamaður heimsfrumsýndi nýjustu búðingana frá Royal. Vel fór á með tengdamæðgunum Svövu og Rúnu. Óskar kokkur gerir hér klárt fyrir veisluna. Bjúgu og slátur á pizzu. Hver segir að það megi ekki? Systkinin frá Ölkeldu glöð í bragði.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.