Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 20194 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Litla jólabarn Ég hef alltaf verið lítið jólabarn. ekki í þeim skilningi að ég sé lít- ið barn sem iðar í skinninu yfir komu hátíðanna, heldur þvert á móti. Ég hef aldrei verið sérlega gefinn fyrir jólin. „Hégómi,“ eins og ebeneser skröggur lýsti jólunum, er það sem ég tengdi hvað sterkast við þegar ég horfði á Disney útgáfuna af Jólasögu Charl- es Dickens sem barn. Þegar skröggur gamli, sá nirfill og nísku- púki, hleypti síðan gleði jólanna í hjarta sitt undir lok sögunnar varð ég alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum, sama hversu oft ég horfði (börn vita jú ekkert skemmtilegra en að horfa aftur og aftur og aft- ur á sömu teiknimyndina). ef einhver hefur ekki lesið Jólasögu eða séð einhverja af fjölmörgu kvik- eða teiknimyndum byggða á henni biðst ég afsökunar á að hafa ljóstrað því upp hvernig hún endar. Hvers vegna ég hef í gegnum tíðina verið lítið gefinn fyrir jólin og raun ber vitni veit ég ekki. Líklega er þetta samspil erfða og um- hverfis, eins og gildir um allt sem hegðar sér hérna undir sólinni. Nú í seinni tíð hefur hins vegar borið æ meira á eftirvæntingu, tilhlökkun og jafnvel jólaspenningi hjá mér á aðventunni. Þó mér sé það þvert um geð. Ég naut þess nefnilega að vera nettur Grinch, jafnvel smá skröggur á köflum, í aðdraganda jólanna. en núna hef ég, kominn fast að þrítugu, ítrekað gripið sjálfan mig við að hlusta á Fairytale of New York á fullu blasti og syngja með svo snemma sem um miðjan desember. Tala nú ekki um White Christmas í flutningi Louis Armstrong, satchmo sjálfs, Maður minn! Hó, hó, hó! Þvílíkt jól! Þar er lag sem kemur mér alltaf í jólaskapið. Helvítis jólaskapið. skap sem ég elskaði að hata, en hata nú að elska. svei mér þá ef ég er ekki bara alveg að komast yfir það að hata að elska jólaskapið líka. Mér finnst rosa gaman að velja jólagjafir fyrir mitt fólk, þykist meira að segja vera dálítið lunkinn að velja gjafir sem hver og einn kann að meta. Að sjá og heyra af gjöf sem fellur í kramið þykir mér afar vænt um, svo það er eins gott að þið sem fáið vonda pakka frá mér þessi jólin gerið ykkur upp nær óstjórn- lega ánægju með gjöfina, helst alveg hysteríska gleði. Það þætti mér nógu fyndið til að fyrirgefa sjálfum mér með tíð og tíma að hafa valið vondan pakka. Ólíkt því sem margir hafa tjáð mér þykja mér jólin skemmtilegri eftir að ég varð fullorðinn. Vinir mínir eru sumir hverjir farnir að upplifa jólin á ný í gegnum börnin sín og verður spennandi að sjá þá lifa djammið í gegnum börnin sín þegar þar að kemur. Ég hins vegar er barnlaus, að því er ég best veit (he he) og þekki því ekki til- finninguna að vera vakinn allt of snemma af yfirspenntum börnum sem suða síðan stanslaust um að fá að opna pakka allan daginn. samt sé ég nú sjarmann í því. Hvers vegna ég er að verða meyrari í garð jólanna með hverju árinu veit ég ekki. Líklega er þetta sam- spil erfða og umhverfis, eins og gildir um allt sem hegðar sér hérna undir sólinni. Með jólakveðju, Kristján Gauti Karlsson Lögreglunni á Vesturlandi barst til- kynning frá ökumanni rétt fyrir kl. 3:00 aðfaranótt gærdagsins, þriðju- dagsins 10. desember. Kvaðst hann vera hræddur við að mæta öku- manni sem kom á móti honum á vespu við hringtorgið inn á Akra- nes. Aðilinn á vespunni stöðvaði nokkuð fjarri ökumanninum sem hringdi inn tilkynninguna og var þar með ruslapoka fullan af alls kyns jólaskrauti. ekki var þetta þó stekkjastaur að koma fyrr til byggða heldur reyndist þetta vera maður sem var að sækja ruslapoka sem hann hafði einhverra hluta vegna skilið eftir þarna í veg- kantinum. eitthvað þótti ökumanni bílsins þetta undarlegt og sá ástæðu til að hafa samband við lögreglu. Lögreglumenn á Akranesi fóru á vettvang og hittu manninn á vesp- unni. Kom á daginn að reyndist al- veg ástæðulaust að óttast hann. arg Aðalfundur Golfklúbbs borgar- ness var haldinn í klúbbhúsinu á Hótel Hamri síðastliðinn fimmtu- dag. Þar kom fram að rekst- ur klúbbsins skilaði 8,4 milljón- um í hagnað á árinu 2019, sem er þremur milljónum meiri hagnað- ur en á síðasta ári. Að teknu til- liti til afskrifta sem eru rúmlega 1,3 milljónir króna og fjármagns- liða sem eru 570 þúsund krón- ur er hagnaður af rekstri klúbbs- ins rúmlega 6,5 milljónir á árinu. „Ýmsir tekjupóstar sem tengdust sumrinu á borð við vallargjöld og golfmót fóru vel yfir áætlanir auk þess sem áframhaldandi vöxtur er á útleigu Hamarsvallar til fyrir- tækja og hópa,“ segir í tilkynningu frá golfklúbbnum. „Á árinu fjölg- aði félagsmönnum um rúmlega 20% sem er mjög mikið gleðiefni og vonum við að sú þróun haldi áfram,“ segir í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að sam- starfið við Hótel Hamar gangi vel og að ætlunin sé að gera enn betur á næstu árum við að bæta upplif- un félagsmanna og gesta á Ham- arsvelli. „Framundan eru spenn- andi tímar hjá Golfklúbbi borgar- ness. eins og alltaf þá komum við til með að reyna að bæta Hamars- völl enn frekar með endurbótum á teigum og teigstæðum vallarins og horft er einna helst til endur- gerðar á bláum og rauðum teigum og skipta um sand í bönkerum. einnig ætlar Golfklúbbur borgar- ness að vera þátttakandi í verkefni sem ber heitið „Carbon Par“, sem kemur til með að gefa okkur inn- sýn í hvað Hamarsvöllur er að kol- efnisbinda o.fl.,“ segir í tilkynn- ingu frá klúbbnum. Alls eiga fimm sæti í stjórn Golfklúbbs borgarness og var öll stjórnin endurkjörin á aðalfundi. Guðmundur Daníelsson var end- urkjörinn formaður en aðrir stjórnarmenn eru Ingvi Árnason, Margrét K. Guðnadóttir, Andri Aðalsteinsson og Magnús Fjelds- ted. kgk starfshópur sem svandís svavars- dóttir heilbrigðisráðherra skipaði til að gera tillögur að skipulagningu líknar- og lífslokameðferðar höfuð- borgarsvæðinu, suðurnesjum, suð- urlandi og Vesturlandi hefur skilað ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum. Hlutverk starfshópsins var að taka saman yfirlit yfir þá þjónustu sem stendur til boða sjúklingum á þessu svæði sem eru í þörf fyrir líkn- ar- og lífslokameðferð, greina nú- verandi þjónustuþörf, gera tillögur um skipulag og framkvæmd þjón- ustunnar til framtíðar og setja fram áætlun um kostnað við undirbún- ing og rekstur í samræmi við tillög- urnar. Áður hafði annar starfshópur fjallað um skipulagningu líknar- og lífslokameðferðar annarra lands- hluta en að framan greinir. Tillögur starfshópsins eru nokkuð margar og settar fram með upplýs- ingum um skilgreind markmið ein- stakra verkefna, um framkvæmda- aðila, mælikvarða og áætlaðan kostnað. Fjallað er jöfnum höndum um líknarþjónustu í heimahúsum, á hjúkrunarheimilum, heilbrigðis- stofnunum og sjúkrahúsum. Tillög- urnar snúa meðal annars að mennt- un fagstétta, aukinni þverfaglegri nálgun og meiri sérhæfingu, bættri miðlun gagna, bættri skráningu um líknarmferð, fræðslu til almennings og svo mætti áfram telja. mm Ekki var það Stekkjastaur Starfshópurinn skilaði skýrslu til ráðherra. Móta tillögur um líknandi meðferð Horft yfir hluta Hamarsvallar. Ljósm. úr safni/ glh. Góður rekstur Golfklúbbs Borgarness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.