Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 2019 31 snæfellingar biðu lægri hlut gegn selfossi þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á sunnu- dagskvöld. Leikið var í stykkis- hólmi. eftir jafnan fyrri hálfleik náðu gestirnir undirtökunum í þriðja leikhluta og sigruðu að lok- um með 104 stigum gegn 81. snæfellingar leiddu í upphafi leiks áður en gestirnir tóku góða rispu og komust átta stigum yfir um miðjan leikhlutann. Þá náðu heimamenn góðum kafla og leiddu með einu stigi eftir upphafsfjórð- unginn, 27-26. Leikurinn var í járnum í öðrum leikhluta og liðin skiptust á að leiða. Að honum lokn- um höfðu snæfellingar eins stigs forystu, 53-52. selfyssingar náðu undirtökun- um í upphafi þriðja leikhluta. Þeir tóku forystuna strax í upphafi síðari hálfleiks, leiddu allan þriðja leik- hluta og voru níu stigum yfir fyrir lokafjórðunginn, 65-74. Þar héldu selfyssingar uppteknum hætti, juku forskot sitt og sigruðu að lokum með 23 stigum, 81-104. Anders Gabriel Andersteg var at- kvæðamestur snæfellinga í leiknum með 28 stig og sjö fráköst. Aron Ingi Hinriksson skoraði 19 stig og tók fimm fráköst, benjamín Ómar Kristjánsson skoraði tólf stig og tók sjö fráköst, eiríkur Már sæv- arsson var með níu stig, Ísak Örn baldursson skoraði sex stig, Dawid einar Karlsson skoraði fjögur, sæ- þór sumarliðason tvö og Kristófer Kort Kristjánsson eitt stig. Chris Cunningham var atkvæða- mestur í liði gestanna með 29 stig og 16 fráköst, Kristijan Vladovic skoraði 23 stig og gaf níu stoð- sendingar og þeir sveinn Hafsteinn Gunnarsson og svavar Ingi stef- ánsson skoruðu tíu stig hvor. snæfellingar sitja í botnsæti deild- arinnar með tvö stig, jafn mörg og sindri í sætinu fyrir ofan en Horn- firðingar eiga þó leik til góða á snæfell. Næsti leikur Hólmara er Vesturlandsslagur gegn skallagrími á morgun, fimmtudaginn 12. des- ember. sá leikur fer fram í borgar- nesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. skagamenn töpuðu naumlega gegn Leikni R. þegar liðin mættust í 2. deild karla í körfuknattleik á sunnu- dagskvöld. Leikið var í Kennarahá- skólanum í Reykjavík og eins og svo oft í leikjum ÍA þennan veturinn var mikið skorað. Því miður fyrir skagamenn skoraði heimaliðið ör- lítið fleiri stig, en ekki mátti miklu muna. Leiknum lauk með fjögurra stiga sigri Leiknis, 109-105. ÍA situr eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með fjögur stig, jafn mörg og Leiknir í sætinu fyr- ir ofan en skagamenn hafa leik- ið tveimur leikjum meira. skaga- menn hafa síðan fjögurra stiga for- skot á botnlið Ármenninga. Næsti leikur ÍA er heimaleikur gegn KV á laugardaginn, 14. desember næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. skallagrímskonur fundu sig ekki gegn KR á útivelli, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á miðvikudagskvöld. Að lokum fór svo að Reykvíking- ar sigruðu með 83 stigum gegn 60 stigum borgnesinga. KR-ingar byrjuðu leikinn ágæt- lega á meðan skallagrímskonur áttu erfitt með að finna taktinn. hægt en örugglega náði heimalið- ið þannig tólf stiga forskoti áður en upphafsfjórðungurinn var úti, 23-11. skallagrímsliðið var mjög ákveðið í öðrum leikhluta, minnk- aði forskot KR-inga jafnt og þétt og komst að lokum yfir í stöðunni 36-37. en KR átti lokaorðið í fyrri hálfleik og leiddi með sjö stigum í hléinu, 44-37. skallagrímskonur áttu slakan þriðja leikhluta, þar sem þær fundu sig engan veginn og skoruðu að- eins átta stig. KR-ingar áttu heldur ekkert frábæran þriðja leikhluta, en náðu þó að skora 16 stig og höfðu því 15 stiga forskot fyrir lokafjórð- unginn, 60-45. Heimaliðið jók for- ystuna lítið eitt í lokafjórðungnum og vann að lokum öruggan sigur, 83-60. Keira Robinson skoraði 21 stig fyrir skallagrím, emilie Hesseldal var með 20 stig og ellefu fráköst og Maja Michalska skoraði tólf stig. Mathilde Colding-Poulsen skoraði þrjú stig, sigrún sjöfn Ámunda- dóttir var með tvö stig, sex fráköst og sex stoðsendingar og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir skoraði tvö stig. sanja Orazovic skoraði 21 stig fyrir KR-inga og tók ellefu frá- köst, Hildur björg Kjartansdóttir skoraði 14 stig og tók átta fráköst, Danielle Rodriguez skoraði 13 stig og Ástrós Lena Ægisdóttir var með ellefu stig. skallagrímskonur sitja í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir KR en með tveggja stiga forskot á Hauka í sæt- inu fyrir neðan. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Keflavík í kvöld, miðvikudaginn 11. desember. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Landsliðsþjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið sína fyrstu æfingahópa fyrir jóla- æfingarnar í ár. Um er að ræða æf- ingahópa U15, U16 og U18 ára lið drengja og stúlkna sem munu æfa milli jóla og nýárs. Leikmennirnir eru alls 148 tals- ins og koma frá 21 félagi, auk fjög- urra sem leika með erlendum lið- um. Vesturlandsliðin eiga að sjálf- sögðu sína fulltrúa í hópunum. Þeir eru; Heiður Karlsdóttir úr Umf. Reykdæla og Ingigerður sól Hjartardóttir snæfelli í U15 liði stúlkna, Almarr Orri Kristins- son skallagrími, styrmir Jónasson ÍA og Þórður Freyr Jónsson ÍA í U15 ára liði drengja, Dagný Inga Magnúsdóttir snæfelli í U16 ára liði stúlkna, Andri steinn björns- son skallagrími, Aron Ingi björns- son skallagrími, Aron elvar Dags- son ÍA og Jónas bjarki Reynisson skallagrími í U16 ára liði drengja. Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr snæfelli var valin í U18 ára hóp stúlkna og Marinó Þór Pálmason úr skallagrími í U18 ára hóp drengja. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. snæfellskonur eru úr leik í Geysis- bikar kvenna í körfuknattleik, eftir tap gegn ríkjandi bikarmeisturum Vals, 62-69. Leikið var í stykkis- hólmi á laugardaginn. snæfellskonur voru öflugri í upp- hafsfjórðungnum og komust í 18-8 seint í leikhlutanum. Þá tóku Vals- konur við sér og náðu að minnka muninn niður í eitt stig áður en fyrsti leikhluti var úti, 24-23. Annar leikhluti var æsispennandi. snæfell leiddi framan af en gestirnir fylgdu þeim eins og skugginn. seint í fyrri hálfleik komst Valsliðið yfir og leiddi mest með átta stigum, en með góðum lokaspretti sáu snæ- fellskonur til þess að aðeins mun- aði einu stigi í hléinu. Valur leiddi í hálfleik, 40-41. Leikurinn var í járnum í þriðja leikhluta. Valur leiddi en snæfells- konur fylgdu fast á hæla þeirra lengst af. Það var ekki fyrr en undir lok leikhlutans sem gestirnir náðu smá rispu og sjö stiga forskoti fyr- ir lokafjórðunginn, 51-58. Lítið var skorað í fjórða leikhluta. snæfells- konur minnkuðu muninn í fimm stig og þannig var staðan á stiga- töflunni þegar örfáar mínútur lifðu leiks. Þeim tókst hins vegar ekki að gera atlögu að forystu Vals á loka- mínútunum og því fór sem fór. Val- ur sigraði, 62-69 og snæfellskonur hafa því lokið þátttöku sinni í bik- arkeppninni að þessu sinni. emese Vida var atkvæðamest í liði snæfells, skoraði 20 stig og reif nið- ur 23 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Anna soffía Lárus- dóttir skoraði 19 stig og Gunnhild- ur Gunnarsdóttir var með 14 stig, sex stoðsendingar, fimm fráköst og fjóra stolna bolta. Veera Pirttinen skoraði sex stig, Tinna Guðrún Al- exandersdóttir var með tvö stig og Rebekka Rán Karlsdóttir eitt. Í liði Vals var Kiana Johnson stigahæst með 21 stig, auk þess að taka átta fráköst og gefa sex stoð- sendingar. Hallveig Jónsdóttir skoraði 16 stig og Dagbjört samú- elsdóttir var með tíu stig. kgk Skallagrímskonur fundu ekki taktinn Naumt tap ÍA Ungir Vestlendingar æfa með landsliðunum Misstu af lestinni eftir hléið Gunnhildur Gunnarsdóttir og Veera Pirttinen til varnar í leiknum gegn Val. Ljósm. sá. Snæfellskonur úr leik í bikarnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.