Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 201918 „Ég var skipaður í slökkvilið Akra- ness af bæjaryfirvöldum árið 1974 en tók við starfi slökkviliðsstjóra í september 2005, eftir skyndilegt fráfall Guðlaugs Þórðarsonar, for- vera míns í starfi,“ segir Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri slökkvi- liðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, í samtali við skessuhorn. Nú hillir undir starfslok Þráins. Hann er orð- inn 67 ára gamall og stígur til hlið- ar á áramótum eftir hvorki fleiri né færri en 45 ár í slökkviliðinu og þar af 14 ár við stjórnvölinn. Mikil ábyrgð „Að vera slökkviliðsstjóri er gríð- arlegt ábyrgðarstarf,“ segir Þráinn og heldur áfram; „slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á því gagnvart bæjar- stjórn að staðið sé við lög og regl- ur um allt sem viðkemur slökkvi- starfi, brunavörnum, eldvarnaeft- irliti, mengunarvörnum og fleiru,“ segir hann. „Honum ber skylda til að hafa eftirlit með brunavörnum á starfssvæðinu og koma á framfæri athugasemdum um það sem þarf að laga. Þá hefur slökkviliðsstjóri rækt þær skyldur sínar. Hann ber einnig ábyrgð á menntun sinna slökkviliðs- manna og öryggi þeirra á vettvangi þegar farið er í útkall,“ nefnir Þrá- inn sem dæmi. „Núna er ný bruna- varnaáætlun til umfjöllunar hjá bæj- aryfirvöldum. Hún er mjög ítarleg og samhliða henni er gerð viðbragð- sáætlun. slökkviliðsstjóri kemur að allri þeirri vinnu. eldvarnareftir- litið er líka mjög umfangsmikið. Á starfssvæði slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar eru margir stað- ir sem þarf að hafa reglulegt eftir- lit með. Hér eru þrír grunnskólar, fimm leikskólar, sjúkrahús og stórt dvalarheimili, mörg samkomuhús og gististaðir, að ógleymdu stór- iðjusvæðinu á Grundartanga, olíu- birgðastöðinni í Hvalfirði og auð- vitað Hvalfjarðargöngum. Fjöl- margir staðir sem þarf að heimsækja reglulega og skila skýrslu um,“ segir slökkviliðsstjórinn. „Þess utan ann- ast slökkviliðið mengunarvarnir og aðstoð við fólk sem er klemmt inni í bílflökum, sem er töluvert umfangs- mikið verkefni líka,“ bætir hann við. „Það má ekkert fara úrskeiðis í starfi slökkviliðsstjórans. ef eitthvað mis- ferst getur það stofnað lífi og heilsu fólks í hættu.“ Liðið mjög vel skipað slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar telur í dag 32 liðsmenn. Liðið hefur til umráða og umhirðu sjö bifreiðar auk ýmiss konar tækja- búnaðar. Þráinn er eini fasti starfs- maður slökkviliðsins, sem hann segir að sé allt of lítið. „Hér þarf að fjölga um fimm til að ná lágmarks- kröfum sem gert er ráð fyrir í nýrri reglugerð sem tók gildi á árinu 2018,“ segir Þráinn. „Það bjargar mörgu að alla mína tíð sem slökkvi- liðsstjóri hefur liðið verið mjög vel skipað. Ég hef alltaf búið svo vel að hafa gott fólk í liðinu sem sinn- ir sínu starfi af einskærri kostgæfni. Liðið í dag er afar gott og við höfum fengið inn mjög góða nýliða á und- anförnum árum sem eru virkilega áhugasamir og vilja gera vel,“ seg- ir hann. „samstarf slökkviliðanna á Vesturlandi hefur sömuleiðis verið til fyrirmyndar, sem og samvinna okkar við önnur slökkvilið og einn- ig björgunarfélag Akraness um að- stöðu, búnað og mannskap sem við höfum nýtt okkur í gegnum tíðina,“ segir slökkviliðsstjórinn. „en það breytir því ekki að hér á stöðinni eru í rauninni eitt til tvö stöðugildi bara í umhirðu búnaðar og stöðv- arinnar sjálfrar og eitt stöðugildi í eldvarnareftirliti alfarið, fyrir utan síðan slökkviliðsstjórann. Þjónustu við bifreiðarnar er sinnt af bifreiða- verkstæði Hjalta og ég tel þann þátt því ekki með,“ segir Þráinn. „Um miðjan níunda áratuginn voru þrír til fjórir fastir starfsmenn á slökkvi- liðsstöðinni við Laugarbraut. Ég er einn núna og það gefur augað leið að ég kemst ekki yfir allt sem þarf að gera,“ segir hann en bætir því við að liðsmenn hafi að sjálfsögðu verið boðnir og búnir að koma inn í verkefni þegar á þarf að halda. Margt breyst í áranna rás Þegar Þráinn lítur yfir farinn veg segir hann mikið hafa breyst frá því hann steig sín fyrstu skref sem slökkviliðsmaður. „Ég tók eitt stórt helgarnámskeið man ég, til að ganga í slökkviliðið. Núna sitja nýliðar fimm þrjátíu tíma nám- skeið. Kröfurnar sem eru gerðar til slökkviliðsmanna í dag eru allt aðrar og meiri en þegar ég byrjaði. en alltaf hafa slökkviliðin unnið eftir nákvæmlega sömu markmið- um og menn hafa alltaf kunnað til verka við slökkvistarf, bæði þá og nú,“ segir hann. „Menn eru orðn- ir miklu meðvitaðri um eigin heilsu en áður var. Það er til dæmis stað- reynd að slökkviliðsmenn eru í auk- inni hættu á að fá krabbamein, því þegar eldur logar þá rísa upp alls kyns eiturgufur. Núna stendur yfir átak hjá Landssambandi slökkvi- liðs- og sjúkraflutningsmanna um að koma upp svona „hreinum/ óhreinum“ svæðum á slökkvistöðv- um landsins. Það þýðir að reyk- menguð föt og búnaður fer aldrei út af ákveðnu svæði. Þetta er svip- að og fólk þekkir kannski úr frysti- húsum, þar sem maður má ekki fara yfir gulu línuna án þess að vera með hárnet og skóhlífar,“ útskýrir hann. „Við þurfum að koma upp svona svæði á stöðinni hjá okkur og líka að útbúa búningsherbergi. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að vera að klæða sig hérna frammi í sal á leið í útkall, með stóru hurðarnar opnar svo fólk blasir við á brókinni og kannski í skítakulda. Þetta þarf að laga,“ segir slökkviliðsstjórinn, en bætir því þó við að heilt á litið þyki honum aðbúnaður slökkviliðs- manna orðinn býsna góður. Mikil binding „Það hefur líka orðið bylting í öll- um fjarskiptum frá því ég byrj- aði í slökkviliðinu. Á árum áður var maður bara heima við ef mað- ur var á bakvakt. Maður þorði ekki að fara út í búð því ef síminn hringdi á meðan þá missti maður bara af útkallinu. Núna er tæknin þannig að það er alltaf hægt að ná í fólk, Neyðarlínan sendir út sms boð/útkall á liðsmenn,“ segir Þrá- inn. Það er auðvitað mikið örygg- ismál fyrir slökkviliðið að hægt sé að ræsa menn út með stuttum fyr- irvara, hvenær sem er. en því fylgir auðvitað mikil binding. „Það hefur komið fyrir að menn hafa þurft að standa upp frá jólasteikinni vegna þess að hús brennur. slíkt er hluti af starfinu og menn og fjölskyld- ur þeirra þurfa að vera reiðubúnar að leggja það á sig,“ bætir hann við. en enginn slökkviliðsmaður er þó eins bundinn og slökkviliðsstjór- inn sjálfur. „Hérna hafa slökkvi- liðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri, björn bergmann Þórhallsson, stað- ið bakvaktir allar helgar, allan árs- ins hring, um margra ára skeið. Við höfum reynt eftir fremsta megni að haga málum þannig að menn kom- ist í frí og þegar ég á frí þá leysir va- raslökkviliðsstjórinn mig af,“ segir hann. Vill sjá atvinnulið Fyrir utan auknar kröfur til slökkvi- liðsmanna á öllum vígstöðvum seg- ir hann líka að starfssvæðið sjálft hafi tekið breytingum. „Það eru mun fleiri áhættur á starfssvæðinu en áður fyrr. Núna búa á starfssvæði „Að vera slökkviliðsstjóri er gríðarlegt ábyrgðarstarf“ - segir Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar „Tilkoma One Seven dælukerfanna, sem hófst hjá okkur þegar við fengum lítinn bíl með slíkum búnaði árið 2008, er eitthvert mesta framfaraskref í slökkvistarfi í lengri tíma,“ segir Þráinn. Hér tekur hann við lyklunum af umræddum bíl haustið 2008 úr hendi Laufeyjar Jóhannsdóttur, þáverandi sveitarstjóra Hvalfjarðar- sveitar og Gísla S. Einarssyni, sem þá var bæjarstjóri á Akranesi. Ljósm. úr safni/ sók. Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Ljósm. úr safni/ klj. Þráinn í útkalli á Akranesi síðasta haust. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.