Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 2019 21 Menntunar- og hæfniskröfur:  Þroskaþjálfa, iðjuþjálfamenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi  Reynsla af starfi með fötluðum  Góðir skipulagshæfileikar  Hæfni í mannlegum samskiptum Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:  Sér um stjórnun, áætlanagerð og rekstur Öldunnar  Ber ábyrgð á innra starfi, starfsmannamálum og samskiptum við aðstandendur og samstarfsaðila  Ber ábyrgð á starfs-, þjónustu- og rekstraráætlunum  Veitir leiðsögn til starfsmanna og leiðbeinenda  Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast Öldunni Forstöðumaður Öldunnar, Borgarnesi Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu forstöðumanns Öldunnar, verndaðs vinnustaðar í Borgarnesi. Um tímabundna ráðningu er að ræða með möguleikum á framtíðarráðningu. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Aldan starfar samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. Aldan rekur dósamóttöku, verslun, saumastofu, kertagerð ofl. og sér um pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri, sími 433-7100 á vildis@borgarbyggd.is Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Borgarbyggð á borgarbyggd@borgarbyggd.is Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2019. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. BORGARBYGGÐ [Cite your source here.] Nokkrar duglegar prjónakonur í Félagi eldri borgara í Grundar- firði hafa undanfarið unnið hörð- um höndum að því að prjóna litla bangsa fyrir börn. bangsana gáfu þær svo í sjúkrabíl Grundarfjarð- ar þar sem að þeir munu koma að góðum notum. Það voru þeir Tóm- as Freyr Kristjánsson og Þorkell Máni Þorkelsson sjúkraflutninga- menn sem veittu böngsunum við- töku af þessum duglegu konum. mm skagaleikflokkurinn sýndi Litlu hryllingsbúðina í síðasta sinn þriðjudaginn 3. desember síðast- liðinn. Leikstjóri var Valgeir skag- fjörð, en verkið er eftir þá Ashman og Alan Menken, í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar og Magnúsar Þórs Jónssonar. Frumsýnt var föstudaginn 15. nóvember og alls var Litla hryll- ingsbúðin sýnd átta sinnum í bíó- höllinni á Akranesi. sýningin hlaut afar góða dóma og fékk mjög góðar viðtökur áhorfenda. Til marks um það var uppselt á fyrstu sjö sýning- arnar og aðeins örfáir miðar voru óseldir á lokasýninguna í síðustu viku. kgk Gáfu bangsa í sjúkrabílinn Aðstandendur sýningarinnar þakka fyrir sig að frumsýningu lokinni. Ljósm. úr safni/ mm. Hryllingsbúðinni lokað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.