Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 201916 elín Carstensdóttir ólst upp á Akranesi. Hún gekk í brekkubæj- arskóla og síðan Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem hún lauk stúd- entsprófi af náttúrufræðibraut. eft- ir það lá leiðin í Háskóla Reykjavík- ur þar sem elín lærði tölvunarfræði og útskrifaðist með bs gráðu vorið 2013. Leiðin lá því næst til banda- ríkjanna þar sem henni var boðið í masters- og doktorsnám í tölvunar- fræði við Northeastern University í boston á fullum styrk og með nið- urfelld skólagjöld. Það var tilboð sem ekki var hægt að hafna og þar hefur hún verið í doktorsnámi und- anfarin ár. Í maí á þessu ári var hún síðan ráðin sem lektor (e. assistant professor) í UC santa Cruz í Kali- forníu. skessuhorn heyrði í elínu og ræddi við hana um lífið í banda- ríkjunum. elín er dóttir bryndísar braga- dóttur og Carstens Kristinssonar. Hún er alin upp á miklu listaheim- ili á Akranesi, og lærði að spila að bæði píanó og harmonikku. Hún æfði sund í mörg ár, synti fyrir ÍA og hafði mjög gaman af því. eftir fjölbrautaskóla ákvað hún að setja meiri einbeitingu í námið og hætti í tónlistarnáminu. Áður hafði sundið verið lagt til hliðar. „Ég var allt- af að lesa og alltaf á bókasafninu,“ segir elín. Áhugi á gervigreind „eins fyndið og það er þá hafði ég alltaf meiri áhuga á bókmenntum og heimspeki en raungreinum. en ég hafði líka mikinn áhuga á gervi- greind sem er ástæðan fyrir að ég fór í tölvunarfræði, mig langaði að læra meira um það. Ég var mátu- lega áhugasöm um forritun og tæknilega hluta námsins en fannst mikilvægt að læra það líka svo ég gæti lært meira um gervigreind og skilið hana betur,“ segir elín. Hún segist í raun hafa fundið fleiri heim- spekileg og breiðari sjónarhorn á tölvunarfræðina í náminu í HR og það vakti áhuga hennar á frekara námi. „Það eru miklir möguleikar á því að skoða nýjar hliðar á alls konar fræðigreinum og listform- um í gegnum gervigreind, sem hef- ur ekki verið mikið skoðað hingað til. Gagnvirkar sögur eru bara eitt dæmi. Mig langaði frekar að fara á ókannaðar slóðir heldur en að fara til dæmis í nám í bókmenntum til að skoða aftur kannaðar slóðir,“ út- skýrir elín. Veðrið hafði áhrif á skólaval Þegar elín fór að huga að doktors- námi erlendis komu nokkrir skól- ar til greina en Northeastern Uni- versity í boston varð fyrir valinu að hluta vegna veðurfars en líka af því þangað var beint flug frá Íslandi. „Ég var líka að skoða skóla í Ge- orgíufylki en leiðbeinandinn minn úr grunnnáminu í HR sagði að ég myndi örugglega deyja úr hita þar, sem mér fannst góður punktur,“ segir elín og hlær. „Ég vildi mik- ið frekar fara þangað sem er vet- ur og þar sem ekki verður of heitt. en þetta var nú ekki eina ástæðan fyrir vali mínu á skóla. Í gegnum leiðbeinandann minn í HR kynn- ist ég manni sem er einn af fremstu rannsakendum á sviði stafrænna tilfinningamódela og þjálfunar- kerfa í heiminum, og var á þeim tíma að vinna á stóru rannsóknar- setri tengdu bandaríska hernum og UsC (University of southern Ca- lifornia) í Los Angeles. Hann kom til Íslands og ég fékk að hitta hann. Hann bauð mér að koma og vinna með sér þar sumarið eftir, sem ég þáði. Það vildi svo til að þegar ég var að vinna á rannsóknarsetrinu kynnti hann mig fyrir konu sem heitir Magy seif el-Nasr sem síðar varð leiðbeinandinn minn í dokt- orsnáminu. Þegar ég var að fara heim í lok sumars hvatti hann mig til að hitta hana í boston til að ræða málin. Ég og Magy vorum heim- spekilega sammála um svo marga hluti að það var því engin vafi hvert mig langaði að fara í doktorsnám. Hún er ein af áhugaverðustu hugs- uðum á mínu sviðið innan tölvun- arfærðinnar og ég gat ekki ann- að en þegið það með þökkum þeg- ar hún bauðst til að leiðbeina mér í doktorsnáminu,“ segir elín. Greina hvernig saga er sögð í tölvuleikjum elín fór því næst til boston árið 2013 þar sem hún vann doktors- verkefni um gagnvirkar sögur og gagnvirka sögutækni, sem er mik- ið notuð í tölvuleikjum og kennslu. „Ég hef verið að rannsaka hvern- ig er hægt að lýsa hönnun á gagn- virkum sögum og setja þá lýsingu fram þannig að það sé skiljanlegt og nothæft fyrir hönnuði. Ég horfi fyrst og fremst á það hvernig not- andinn nálgast og skilur söguna og hvaða upplýsingar eru mikilvæg- ar fyrir hönnuðinn í því samhengi. Út frá því þróaði ég og smíðaði sjálfvirkt greiningarkerfi til að að- stoða hönnuði í að bæta sögurnar og leikinn sem sagan er hluti af,“ segir elín þegar hún er spurð um hvað doktorsverkefnið hennar hafi snúist. „sögur eru mikið notaðar í tölvuleikjum og í alls konar þjálfun og kennslu, en það er lítið vitað um hvernig eigi að lýsa hönnuninni svo að það sé hægt að greina og bera saman sögur, útskýra nákvæmlega hvernig þær eru mismunandi og hafa mismunandi áhrif á notend- ur,“ segir elín. Notandinn gerir ráð fyrir að geta haft áhrif á söguna „sögur eru mjög flókin fyrirbæri og það er ekki auðvelt að skrifa góða sögu. Þegar þú bætir gagnvirkni ofan á það þá verður flækjustigið enn hærra. Notandi gerir ráð fyr- ir því að geta haft áhrif á það hvað gerist í sögunni og hvernig hún þróast, sem þýðir að hönnuðurinn Rannsakar sögutækni og tölvuleikjaþróun í Sílikondal Elín Carstensdóttir tók nýlega við starfi lektors í UC Santa Cruz í Kaliforníu Elín með fjölskyldunni sinni. Elín Carstensdóttir er fædd og uppalin á Akranesi en býr í dag í Sílikondalnum þar sem hún gegnir stöðu lektors (e. assistant professor) í UC Santa Cruz í Kaliforníu. Elín varði doktorsritgerðina sína við Northeastern University í Boston í byrjun nóvember.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.