Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 201926 Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Vetrarstarf Félags kvenna í atvinnu- lífinu á Vesturlandi (FKA) hófst ný- verið með vel heppnaðri haustferð sem jafnframt var vinkonuferð. Félagskonur af Vesturlandi og úr höfuðborginni áttu saman nota- lega stund, funduðu og skemmtu sér vel á Hvanneyri og í böðunum í Krauma. Fundað var um starfið innan FKA og jólainnkaupin nán- ast kláruð á einu bretti á Matar- handverkshátíðinni á Hvanneyri. Íslandsmeistarakeppni í matar- handverki, Askurinn 2019, fór fram þennan dag. Það vakti mikla gleði í hópnum þegar úrslit keppninn- ar voru tilkynnt því meðal verð- launahafa á sviðinu var FKA-kon- an berglind Häsler sem tók á móti verðlaunum úr höndum annarrar FKA-konu þegar Havarí hlaut í Ís- landsmeistaratitilinn í nýsköpun fyrir bopp. Það var Anna Melsteð félagskona í FKA og samskipta- tengill FKA Vesturlands sem sá um að afhenda berglindi verðlaunin en á meðan var Prins Póló, maðurinn hennar berglindar, sem stóð vakt- ina fyrir austan og boppaði í beru- firði til að anna eftirspurn. Konur á Vesturlandi sem vilja stórefla tengslanetið sitt, styrkja sig og hafa áhrif til eflingar íslensks atvinnulífs eru hvattar til að taka þátt í starfi FKA og sækja um aðild. FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi, átt eða rek- ur þitt fyrirtæki - þá áttu heima í FKA. Það er ekkert betra en að fjár- festa í sjálfri sér og sækja um að- ild og taka árið 2020 með trompi í góðum félagsskap. Umsókn í Fé- lag kvenna í atvinnulífinu og nánari upplýsingar um nefndir og deild- ir má finna á heimasíðunni fka.is; https://www.fka.is/umsokn. Núverandi stjórn FKA Vesturland: Formaður: sandra Margrét sigur- jónsdóttir. Gjaldkeri: Gyða steinsdóttir. samskiptatengill: Anna Melsteð. Ritari: björg Ágústsdóttir. Ingibjörg Valdimarsdóttir. Þórhalla baldursdóttir. Ingibjörg Valdimarsdóttir Það gleður mig mikið að heyra hvað skessuhornið hefur verið vel lesið og ég hef haft alveg sérstak- lega gaman af því að svara spurn- ingunum frá hinum og þessum sem ég hef rekist á síðan ég kom heim frá Níger. Lesning pistlana hefur greinilega vakið upp smá forvitni um lífið í svona fjarlægu og fram- andi landi og hvernig vitleysing- ur frá borgarnesi nær að pluma sig þarna úti. Algengustu svör mín hafa verið eftirfarandi: „Nei, ég hef ekki verið rændur“. „Jú, það er mjög heitt þarna, en það venst“. „Tja, ég efast um að samherjamenn hafi ver- ið að vesenast í Níger, það er eng- inn fiskur þar enda er þetta land- lukt land og í eyðimörkinni.“ Það er þó ein spurning sem borið hefur á góma oftar en ég átti von á, og það spurningin um það hvort hægt sé að kaupa eitthvað áfengt þarna úti. Þetta er góð spurning því lang- flestir þeirra sem búa í Níger eru múslimar og í íslamstrú er áfeng- isdrykkja oftast bönnuð, sem og að borða svínakjöt og annað sem telst haram eða forboðið. Það eru í kringum tveir milljarðar mannfólks í heiminum sem iðka íslamstrú en auðvitað er fjölbreytni í venjum og siðum þessa fólks, alveg eins og fjölbreytnin milli þeirra sem mæta í jólamessu á Íslandi og þeirra sem mæta í jólamessu í biblíubeltinu í bandaríkjunum. Í Níger eru lang- flestir súnní-múslimar af svokall- aðri Maliki-túlkun sem útbreidd er í Norður-Afríku, en einnig má finna fólk sem iðkar aðra tegund af íslam, eða kristna trú eða iðk- ar afríska anda- og fjölgyðistrú. stundum er gamla andatrúin iðkuð í bland við önnur trúarbrögð, sem kannski líkist því þegar íslending- ar blótuðu á laun eftir kristnitöku. stjórnarskráin í Níger inniheldur klausu um trúfrelsi og þó það frelsi sé ekki virt á átakasvæðum þar sem Isis eða boko haram ráða ríkjum, þá er þetta frelsi að minnsta kosti virt í höfðuðborginni Niamey. Þar eru moskur og bænaherbergi víða, en einnig er hægt að finna kirkjur og staði til annars konar trúariðk- unnar. Mér þykir ótrúlega áhugavert að fræðast um siði og trú annarra, og oft hef ég upplifað stundir þarna úti þar sem ég hef verið alveg heill- aður. Til dæmis eins og þegar ég beygði fyrir horn á leiðinni í bak- aríið og sá þúsundir manna koma sér fyrir á götunni fyrir gríðarstóra bænastund á Mawlid, afmælisdegi spámannsins. eða þegar ég sá inn- lendan vin minn, sem er Votti Je- hóva, gjörsamlega brosa út að eyr- um þegar hann frétti að trúarsöfn- uðurinn hans væri líka til heima á Íslandi og ég hefði oft fengið bækl- inga frá þeim. en magnaðast fannst mér að upplifa óvænt kvöld þar sem andarnir voru dýrkaðir með dansi og tónlist. Það er eitthvað sérstak- lega kröftugt sem vaknar innra með manni við að hlusta á trommutakt- inn, sjá sandinn kastast til þegar andinn kemur yfir berfættu dans- arana og fólkið í kring klappar og syngur með. stundum óska ég þess að ég væri trú- eða mannfræðingur til að geta lært meira og greint betur frá líf- inu í Níger. Það er heilmargt sem ég hef líklegast misskilið vegna fá- fræði og tungumálaleysis, en fyrir fólk sem vill vita meira þá gleður það mig að segja að ég frétti að al- vöru íslenskur fræðimaður hefur verið í Níger. Fyrir einhverjum árum bjó Kristín nokkur Lofts- dóttir á meðal WoDaabe-fólks- ins í eyðimörkinni og skrifað um þá reynslu bókina Konan sem fékk spjót í höfuðið. Ég á eftir að lesa þá bók en ég hef heyrt margt gott um hana og hlakka til að lesa hana. en ég á enn eftir að svara spurn- ingunni um áfengið. Fyrir marg- an Íslendinginn er áfengi hálfgert trúarbragð, sérstaklega þá sem halda 1. mars hátíðlegan með bjór og fara í pílagrímsferðir erlendis á vínekrur og míkróbrugghús. sú hegðun er kannski ekkert óvenju- leg enda má finna í mannkynssög- unni í kringum 33 guði, anda eða dýrlinga sem tileinkaðir eru áfengi. Fyrir ykkur sem hafið þessa spurn- ingu í höfði þá gleður mig að segja að í borginni Niamey eru margar verslanir og veitingastaðir með alls konar áfengi til sölu. Þar er öll- um frjálst að tilbiðja þessa áfeng- isvætti. en þarna úti, sem og hér heima, tel ég þó vera best að dýrka þennan andskota í hófi. Geir Konráð Theodórsson Get ég dýrkað andskotann í Afríku? Pennagrein Hamingjan eltir FKA konur á röndum um land allt Björg Ágústsdóttir á matarmark- aðnum. Félagskonur sitja að snæðingi í Krauma við Deildartunguhver. Ingibjörg Valdimarsdóttir og Sandra Margrét Sigurjónsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.