Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 201912 Veitur boðuðu til íbúafundar á Hót- el b59 í borgarnesi síðastliðið mið- vikudagskvöld þar sem umræðuefn- ið var vatns-, hita- og fráveitumál í borgarbyggð. Margir mættu á fund- inn og mynduðust líflegar umræður. Tilefni fundarins var óánægja íbúa í sveitarfélaginu varðandi gjald- skrá Veitna. Við upphaf fundarins fór Gestur Pétusson, framkvæmd- arstjóri Veitna, yfir ástæðu þess að fundurinn var boðaður og útskýrði hvernig stæði á því að gjaldskráin er hærri í borgarbyggð en til dæmis á Akranesi og í Reykjavík. Hann sagði gjaldskrána byggja á samningi milli eigendanna, sem eru Akraneskaup- staður, Reykjavíkurborg og borg- arbyggð, sem gerður var árið 2005. „Það var reiknað með því upphaf- lega að borgarbyggð fengi ákveðinn eignarhlut í Orkuveitu Reykjavíkur gegn því að gjöldin yrðu á ákveðin hátt,“ segir Gestur. borgarbyggð á 0,93% í OR og sagði Gestur að ef borgarbyggð myndi fá sömu gjald- skrá og Akranes og Reykjavík myndi eignarhluturinn fara niður í tæp 0,4%. „Þetta er ekki beint mál sem Veitur geta breytt. Þetta er eitthvað sem eigendur gætu einungis breytt í gegnum ákveðinn feril. Okkar hlut- verk hjá Veitum er að veita þjón- ustuna og hvað varðar fjárfesting- ar og þjónustustig þá myndi það ekki hafa nein áhrif ef tekin yrði sú ákvörðun að íbúar í borgarbyggð myndu borga sömu gjöld og íbúar á Akranesi og í Reykjavík eru að gera. Við myndum ekki minnka okkar fjár- festingar hér á þessu svæði,“ sagði Gestur og ítrekaði að mismunurinn á gjöldunum tengdist einvörðungu samningnum milli eigenda. Fram kom í máli Gests að á síð- ustu tíu árum eða svo hafa Veit- ur fjárfest á Vesturlandi fyrir rúma sjö milljarða króna í fráveitum, neysluvatni, hitaveitu og fleiru og stendur til að á næstu fjórum árum verði fjárfest til viðbótar fyrir tæp- lega fimm milljarða króna. „ef það verður tekin pólitísk ákvörðun um að breyta samsetningunni á eignar- haldi Orkuveitunnar mun það ekki hafa neina minnkun í för með sér á þjónustu okkar. Okkur ber að þjón- usta sveitarfélögin og þær þarfir sem sveitarfélögin hafa,“ segir Gestur. Smit vegna þurrka Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðu- maður vatnsveitu Veitna, tók næst til máls og útskýrði ferlið sem fór af stað þegar íbúum í borgarbyggð var ráðlagt að sjóða neysluvatn í október síðastliðnum. Hún segir að vandamálið megi rekja til mikilla þurrka í sumar. sigrún Tómasóttir jarðfræðingur tók einnig til máls og útskýrði að þegar vatnið rennur frá Hreðavatni í gegnum Grábrókar- hraun síast það á leið sinni í vatns- bólið en vegna þeirra þurrka sem voru í sumar þornaði jarðvegurinn mikið og þegar fór svo að rigna aft- ur í september blandaðist við vatns- flæðið vatn sem kom niður í jarð- veginn á leiðinni og fór því ekki jafn langa leið í gegnum hraunið og síaðist þar af leiðandi ekki jafn vel. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands tók ákvörðun um að taka sýni úr vatns- bólum vegna þurrkanna í sumar og 2. október komu fram upplýsingar um grun um e-coli mengun í Grá- brókarhrauni. „Við tökum ákvörð- un um að láta strax vita en ekki bíða eftir staðfestingu. Daginn eftir, eða 3. október, fáum við að vita að sýni sem var tekið væri hreint en á þessum tíma settum við vatnsbólin hér á Vesturlandi í hálfgerða gjör- gæslu og tókum sýni stundum oft á dag,“ sagði Arndís. Hún segir einn- ig að 3. október hafi verið tekin sú ákvörðun að setja upp lýsingarbún- að á vatninu í Grábrókarhrauni. „Við vorum svo heppin að við átt- um lýsingartæki svo það var strax farið í að setja það upp,“ segir hún. 9. október koma aftur fram upplýs- ingar um grun um e-coli gerla í sýni sem var tekið í Grábrókarhrauni og daginn eftir var það staðfest. „Við höldum áfram að taka sýni og þeg- ar við getum staðfest að lýsingatæk- ið var farið að virka og hreint vatn væri komið í dreifikerfið afléttum við suðutilkynningunni 16. októ- ber,“ sagði Arndís. Ekki refsigjaldskrá eftir að starfsmenn Veitna höfðu útskýrt bæði gjaldskrán veitnanna og mengunina í Grábrókarhrauni mynduðust líflegar umræður í saln- um þar sem margir íbúar vildu vita meira um það ferli sem þyrfti að fara í til að lækka gjaldskrá Veitna í borgarbyggð. Vildu íbúar vita hvort um væri að ræða refsigjaldskrá m.a. vegna framkvæmda við fráveitu á Varmalandi og annarra fram- kvæmda á svæðinu. Gestur full- yrti að ekki væri um refsigjaldskrá að ræða og benti aftur á að gjald- skráin snérist aðeins um þá samn- inga sem eigendurnir gerðu á sín- um tíma. Þá ítrekaði hann að ef það hefði verið tekin pólitísk ákvörðun á sínum tíma um minni eignarhlut borgarbyggðar væri gjaldskráin sú sama og á Akranesi og í Reykjavík, alveg óháð öllum fjárfestingum. Hann fullyrti að gjaldskráin tengist fjárfestingunum ekki, heldur ein- göngu samningum sem voru gerð- ir og að gjaldskráin hafi ekkert með þjónustu Veitna að gera. endur- tók hann einnig að Veitur ráði ekki gjaldskránni heldur eigendurnir. Grugg í vatni Nokkrir íbúar töluðu um ósætti varðandi grugg í vatninu. Arndís svaraði því að þegar boraðar voru holur í Grábrókarhrauni á sínum tíma var óhjákvæmilegt að það kæmi grugg fyrst um sinn. Voru vonir bundnar við að það myndi lagast með tímanum en það gerð- ist ekki svo fjárfest var í síubún- aði sem reyndist ekki endast vel og nú hefur verið settur upp betri síunarbúnaður og vonast Veit- ur til að vandamálið varðandi grugg í vatninu sé búið. einn íbúi spurði út í þau hús í borgarnesi sem ekki eru tengd við fráveituna en þurfi samt að borga fráveitu- gjöld. Því var svarað til að þegar búið er að setja stút sem tengist við fráveituna inn á lóð viðkom- andi húss sé tekið gjald og það sé undir eigendum hússins að tengja sig við stútinn. Þessi tilteknu hús eru staðsett þannig að fráveit- ustúturinn stendur hærra en hús- in og því þarf dælu til að hægt sé að nota fráveitubúnaðinn. starfs- menn Veitna sýndu vilja til að finna lausn á þessu með húseig- endum. Málið í ferli hjá sveitarstjórn Þau Halldóra Lóa Þorvaldsdótt- ir, Lilja björg Ágústsdóttir og Magnús smári snorrason tóku einnig til máls fyrir hönd sveitar- stjórnar. Þau sögðu sveitarstjórn vera að skoða það hvort borgar- byggð ætti að reyna að semja við hina eigendur Veitna um breytt eignarhlutfall og þá lægri gjald- skrár. sögðu þau málið allt vera í ferli hjá þeim núna en að þetta væri flókið mál sem þyrfti að skoða út frá öllum hliðum. ekki væri nóg að borgarbyggð vilji selja sinn hlut og fá lægri gjald- skrá, heldur þurfi aðrir eigendur þá að vera tilbúnir að kaupa hlut borgarbyggðar. Þá þarf einnig að skoða hvort þessi 0,93% sem borgarbyggð á í Orkuveitunni sé verðmæti sem sveitarfélagið er tilbúið að missa, eða ekki. Full- vissuðu sveitarstjórnarfulltrúar gesti fundarins um að þetta mál væri til skoðunar. arg Hluti gesta á fundinum. Veitur héldu íbúafund í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.