Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 20198 Án réttinda BORGARNES: Um kl. 14 á mánudaginn var Lög- reglan á Vesturlandi að kanna hvort allt væri í lagi með atvinnubíla á ferð. Var þá einn ökumaður að keyra 16 manna hópferðabíl án tilskilinna réttinda. Um er að ræða danskan ökumann með hefðbundin ökurétt- indi en ekki réttindi til að keyra fólksfluttningabíl í atvinnuskyni. -arg Endaði í runna BORGARNES: Tilkynn- ing barst lögreglu mið- vikudaginn 4. desember um að ekið hefði verið á ljósastaur við Hrafnaklett í borgarnesi. Kúpull datt af staurnum og endaði bíll- inn inni í runna í garði við hús í götunni. Ökumaður hafði misst stjórn á bíln- um í hálku með þessum af- leiðingum en engin meiðsl urðu á fólki. -arg Grunsamlegir menn AKRANES: Tilkynnt var um grunsamlegar manna- ferðir á stigagangi í húsi við einigrund. Nokkrir menn voru saman komnir á stigaganginum og virtust ekki eiga þar neitt erindi. Íbúi í húsinu sagðist þeim að hann ætlaði að hringja í lögregluna og hurfu menn- irnir þá á brott. Mennirnir fundust ekki. -arg Atvinnutæki- færi í Borgar- byggð BORGARBYGGÐ: Fjöl- mörg störf eru laus til um- sóknar í borgarbyggð um þessar mundir. bæði er um að ræða framtíðar- störf sem og tímabundn- ar ráðningar á fjölskyldu- sviði sveitarfélagsins. Laus eru störf leikskólakennara í Klettaborg, Uglugkletti og Hnoðrabóli í Reykholtsdal. Þá eru einnig laus til um- sóknar starf forstöðumanns Frístundar í borgarnesi og starf forstöðumanns Öld- unnar, einnig í borgarnesi. -kgk Búfé á ferð VESTURLAND: Reglu- lega er tilkynnt um lausa- göngu búfénaðs í umferð- inni og á miðvikudaginn í síðustu viku fékk Lögregl- an á Vesturlandi tilkynn- ingu um þrjár kindur á miðri brú við borgarfjarð- arbraut. Kindurnar voru sóttar og engin slys urðu. Daginn eftir barst tilkynn- ing um nautgrip á þjóð- veginum í Norðurárdal. Haft var uppi á eigandin- um sem kom og sótti naut- gripinn. Um kl. 20 á föstu- dagskvöldið barst tilkynn- ing um lausa hesti nærri Grundarfossi í Grundar- firði. Þegar lögregla kom á staðinn var eigandinn bú- inn að finna hrossin og var að koma þeim inn í girð- ingu. -arg Leggja ólöglega VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi hefur verið að sekta bíla sem lagðir eru ólöglega. Nokkuð er um bíla sem til dæmis hefur verði lagt upp á gangstétt og fyrir það er sektað. en hætta getur myndast þegar börn og aðrir gangandi vegfarendur neyð- ast til að fara út á götu til að komast framhjá bíl á gang- stétt, sérstaklega í tíð eins og núna. -arg Pósturinn rann AKRANES: Póstburðar- maður lenti í óhappi á Akra- nesi þar sem rafmagnsskutla sem notuð er við útburð rann til og lenti á bíl. eng- in slys voru á fólki en bíllinn tjónaðist. -arg Börn að renna sér AKRANES: Lögreglan á Akranesi fékk heimsókn frá ökumanni föstudaginn 6. desember. Ökumaðurinn tilkynnti um að hafa næst- um ekið á barn sem var að renna sér á sleða á Akurhól við suðurgötu. -arg Aflatölur fyrir Vesturland 30. nóvember - 6. desember. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 16.785 kg. Mestur afli: ebbi AK: 13.965 kg í þremur löndun- um. Arnarstapi: engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 4 bátar. Heildarlöndun: 238.759 kg. Mestur afli: Hringur sH: 65.012 kg í einum róðri. Ólafsvík: 14 bátar. Heildarlöndun: 134.419 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson sH: 20.918 kg í fjór- um löndunum. Rif: 10 bátar. Heildarlöndun: 169.512 kg. Mestur afli: Hamar sH: 60.510 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 89.825 kg. Mestur afli: Þórsnes sH: 77.731 kg í einum róðri. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Þórsnes SH – STY: 77.731 kg. 2. desember. 2. Hringur SH – GRU: 65.012 kg. 4. desember. 3. Runólfur SH – GRU: 64.955 kg. 2. desember. 4. Farsæll SH – GRU: 57.707 kg. 3. desember. 5. Sigurborg SH – GRU: 51.085 kg. 4. desember. -arg Alþýðusamband Íslands ítrekar nauðsyn þess að sveitarfélög sýni ábyrgð og styðji við lífskjarasamn- ingana með því að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám, rétt eins og yfirlýsing sambands íslenskra sveitarfélaga frá síðasta vori kvað á um. „Alþýðusambandinu hafa bor- ist fregnir af því að sum sveitarfélög hafi gefið út að þau ætli að halda hækkunum á gjaldskrám, þ.m.t. fasteignagjöldum, innan við 2,5% og taka þannig ábyrgð og taka þátt í að stuðla að verðstöðugleika í sam- félaginu sem er vel,“ segir í tilkynn- ingu frá AsÍ. „Það á þó því miður ekki við um öll sveitarfélög en fréttir hafa bor- ist af því að sum þeirra ætli sér að láta íbúa bera miklar gjaldskrár- hækkanir á komandi ári og draga þannig úr þeim ávinningi sem lífs- kjarasamningunum var ætlað að skila. Þá virðast sum sveitarfélög ætla að hækka fasteignaskatta og önnur fasteignagjöld langt umfram verðbólgu og bera fyrir sig þau rök að fasteignaskattar falli ekki undir gjaldskrár sveitarfélaga.“ bendir forysta AsÍ á að fasteigna- skattar eru meðal þeirra útgjaldaliða sem fasteignagjöld samanstanda af og falla þeir því undir gjald- skrár sveitarfélaga sem eru ákvarð- aðar á ári hverju, rétt eins og leik- skólagjöld og önnur gjöld. „Fast- eignagjöld, þ.m.t. fasteignagskatt- ar, vega í mörgum tilfellum þungt í útgjöldum heimilanna og ljóst er að það dugar skammt að halda aft- ur af hækkunum á aðgangseyri ofan í sundlaugar ef hækka á fasteigna- skatta á sama tíma. Alþýðusam- bandið krefst þess að sá ávinning- ur sem kjarasamningarnir hafa veitt heimilum landsins verði ekki eyði- lagður með hækkun gjalda. sveit- arfélögum landsins ber að fara að fordæmi þeirra sveitarfélaga sem ætla að sýna ábyrgð og halda aftur af hækkunum á öllum þeim gjald- skrám sem snerta heimili lands- ins.“ mm Framkvæmdir við rúmlega 100 fermetra móttökuhús fyrir sjúkra- bíla við Heilbrigðisstofnun Vest- urland á Akranesi standa nú yfir. Framkvæmdir hófust í nóvember og þeim á að ljúka í júní á næsta ári. er húsið kærkomin viðbót við aðstöðu sjúkrahússins en fram til þessa hefur ekkert skýli verið fyr- ir sjúklinga þegar þeir eru færð- ir inn eða út úr sjúkrabílunum. „Þetta hefur verið mikið ófremd- arástand þar sem við höfum þurft að fara með sjúklinga inn og út undir beru lofti þar. Við höfum barist fyrir að byggt yrði yfir mót- tökuna í örugglega 20 ár,“ segir Gísli björnsson, yfirmaður sjúkra- flutninga HVe. Þá segir hann að planið fyrir framan móttökuhúsið verði grafið upp, lagnir endurnýj- aðar og nýtt malbik sett yfir. Líka hugsað sem greiningarsvæði Að sögn Gísla er húsið einnig hugsað sem greiningarsvæði í að- stæðum sem gætu myndast, t.d. vegna hópslysa, ef alvarlegar sýk- ingar breiðast út eða það kem- ur upp stór bruni. „Þetta verð- ur upphituð aðstaða þar sem hægt verður að taka fyrstu meðhöndl- un og greiningu,“ segir Gísli. Að- spurður segir hann að á meðan framkvæmdum standi sé ekki hægt að nota sjúkrabílamóttökuna. „Við þurfum að koma með sjúklinga að aðalinnganginum að framanverðu. Það er ekki þægileg aðkoma fyr- ir sjúklinga og getur verið vont að keyra sjúklinga innan um ann- að fólk. „en við erum himinlifandi að fá þetta hús og erum glaðir til- búnir að breyta aðeins til á meðan húsið er byggt,“ segir Gísli. arg Húsbygging í gangi. Ljósm. úr safni. Hvetja sveitarfélögin til að halda aftur af gjaldskrárhækkunum Framkvæmdir við móttökuhús fyrir sjúkrabíla við sjúkrahúsið á Akranesi standa nú yfir. Móttökuhús fyrir sjúkrabíla rís á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.