Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 201920 Víða um landshlutann voru jóla- ljós tendruð á jólatrjám fyrstu vik- una í aðventu. Hólmarar söfnuð- ust saman og kveiktu ljósin á trénu frá Drammen í Hólmagarði síð- asta miðvikudag. Veðrið var með besta móti og margt um mann- inn. Tónmenntanemar Grunnskól- ans í stykkishólmi sungu jólalög, kvenfélagskonur seldu heitt súkk- ulaði og smákökur, jólasveinarnir kíktu í heimsókn og gáfu börnun- um mandaríur og að sjálfsögðu var stiginn dans í kringum jólatréð. Um árabil hafa Hólmarar feng- ið jólatré að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Í ávarpi bæj- arstjóra þegar ljósin voru tendruð kom fram að tréð í ár væri það síð- asta. Drammen mun líklegast sam- einast öðru sveitarfélagi á næstu misserum og óljóst hvað verður um formlegan vinskap bæjanna. Í ljósi þess samþykkti bæjarráð stykkis- hólms fyrir skemmstu að þetta yrði síðasta jólatréð sem bæjaryfirvöld þiggja að gjöf frá Norðmönnum. bæjarstjóri tók þó fram að hefðir Hólmara lifðu áfram og að áfram yrðu tendruð ljós á jólatrjám í bæn- um þó þau væru ekki fengin frá Noregi. kgk/ Ljósm. sá. Guðrún Lára bouranel var í meist- aranámi í lýðheilsuvísindum þeg- ar hún ákvað að taka sér smá frí frá námi árið 2015. Hana vantaði eitt- hvað til að gera við tímann sinn og dró fram saumavélina og byrj- aði að sauma föt í gjafir fyrir fjöl- skyldu og vini. Fljótlega spurðist út um saumaskapinn og áhugasamir fóru að hafa samband við hana um hvort hægt væri að leggja inn pant- anir. Það endaði með því að um haustið 2015 var Guðrún búin að stofna fyrirtækið Guggzý utan um fatasauminn og opnaði Facebook- síðu til að koma fyrirtækinu á fram- æri. „Ég fór ekki aftur í nám eins og stóð til,“ segir Guðrún og hlær. „Það var bara ekki aftur snúið og ég hef verið að sauma síðan.“ Fikraði sig áfram í saumaskapnum Guðrún er fædd og uppalin í Ólafs- vík en býr í dag í Reykjavík. „Ég flutti í bæinn þegar ég fór í fram- haldsskóla, eins og svo margir sem alast upp úti á landi. Ég hef ekki snúið aftur en fer samt alveg reglu- lega í Ólafsvík,“ segir Guðrún. Að- spurð segist hún ekki hafa lært fata- saum og að stefnan hafi aldrei ver- ið að starfa við það. „Ég kláraði grunnnám í sálfræði og var í mast- ersnámi í lýðheilsuvísindum þeg- ar ég tók pásu frá náminu,“ seg- ir Guðrún. „Það var mamma sem kenndi mér upphaflega að sauma þegar ég var krakki og svo var ég auð vitað í handavinnu í grunn- skóla. en það sem ég kann í dag hef ég mest lært bara sjálf. Ég hef mikið horft á kennslumyndbönd á netinu, skoðað saumabækur og svo bara fiktað og þannig fikrað mig áfram,“ segir hún. Fötin fjármögnuðu glasameðferð Guðrún á eina litla tveggja ár stelpu sem má segja að hafa orðið til í gegnum saumaskap mömmu sinnar. „Það er frekar skemmti- legt að segja frá en þegar ég byrj- aði að sauma barnafötin átti ég ekki börn sjálf. Það sem í raun keyrði mig áfram út í þennan saumaskap, fyrir utan hversu skemmtilegt mér þykir þetta, var að við þurftum að fjármagna glasameðferð. Það kost- ar sitt að fara í slíka meðferð svo ég fór að selja fötin og öll salan fór bara beint í að borga fyrir meðferð- ina. Viðskiptavinir mínir eiga smá í dóttur minni,“ segir Guðrún og hlær. Hún var því vel sett með lager ef fötum á nýfædda dóttur sína þeg- ar hún kom í heiminn fyrir tveim- ur árum. „Það er óhætt að segja að hana hafi ekki vantað föt. Ég pass- aði alltaf áður en hún fæddist að geyma fyrstu flíkurnar sem ég var að sauma fyrir mitt barn því ég ætl- aði mér alltaf að eignast barn,“ seg- ir Guðrún. Föt úr lífrænni bómull Fötin sem Guðrún saumar eru barnaföt úr lífrænni bómull fyrir allt frá nýfæddum börnum upp í 7-8 ára. „Öll efnin sem ég kaupi fæ ég frá hönnuðum í svíþjóð og ég veit nákvæmlega hvaðan efnin koma, hver teiknaði hvert og eitt efni og úr hverju það er búið til,“ seg- ir Guðrún og bætir því við að hún noti þunnt og mjúkt ullarefni innan í lambhúshettur. „Það er eina efn- ið sem ég nota sem er ekki lífrænt,“ segir hún. Fötin er hægt að kaupa í Útgerðinni í gamla Pakkhúsinu í Ólafsvík auk þess sem hægt er að hafa samband við Guðrúnu í gegn- um samfélagsmiðlasíður Gúggzý, bæði á Facebook og Instagram, til að leggja inn pantanir. „Ég er líka dugleg að taka þátt í mörkuðum og um næstu helgi, 14. desember verð ég í Listasafni Reykjavíkur með föt- in,“ segir Guðrún. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Börnin létu sig að sjálfsögðu ekki vanta, enda jólasveina að vænta. Síðasta jólatréð frá Drammen Hólmarar tendruðu ljósin á jólatrénu frá Drammen síðastliðinn miðvikudag. Nemendur grunnskólans sungu jólalög á skemmtuninni. Fötin eru litrík og skemmtileg. „Viðskiptavinir mínir eiga smá í dóttur minni“ - segir saumakonan Guðrún Lára Bouranel Guðrún með fjölskyldunni sinni. Fötin sem Guðrún saumar eru úr líf- rænni bómull. Mjúk og þægileg föt fyrir börn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.