Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 201910 Verkfræðistofan eFLA hefur opn- að skrifstofu á Vesturlandi, nán- ar til tekið í Hvannahúsinu svo- kallaða við Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri. skrifstofan á Hvann- eyri var opnuð 1. nóvember síð- astliðinn og þar mun Orri Jóns- son, verkfræðingur frá Lundi, hafa aðsetur. „Hugmyndin að því að opna starfsstöð í borgarfirðinum hefur verið að þróast um nokk- urt skeið, en efla hefur ávallt lagt mikla áherslu á þjónustu í heima- byggð. Það var metið svo að þarna væri sóknarfæri fyrir eFLU,“ seg- ir Orri í samtali við skessuhorn. „Hingað til höfum við ekki ver- ið með starfsstöð á Vesturlandi en sáum tækifæri til að auka þjónustu við núverandi viðskiptavini á svæð- inu og vinna að nýjum tækifærum. Þau eru mörg á Vesturlandi, bæði þegar litið er til borgarbyggðar sem og nærliggjandi sveitarfélaga,“ bætir hann við. starfsstöðvar eFLU eru orðnar ellefu talsins um land allt; í Reykja- vík, Reykjanesbæ, selfossi, Hellu, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, eg- ilsstöðum, Reyðarfirði, seyðisfirði og nú hefur starfsstöðin á Hvann- eyri bæst í hópinn. „Á Hvanneyri munum við sinna allri almennri verkfræði- og ráðgjafaþjónustu en einnig verkefnum sem snúa að skipulagsmálum, auk landmælinga og kortagerðar. Tengsl milli starfs- stöðva eFLU eru afar sterk og hefur skrifstofan á Hvanneyri fjöl- breytt bakland hvað varðar þekk- ingu og þjónustu hjá öðrum starfs- stöðvum,“ segir Orri. Fyrst um sinn verður hann eini starfsmaður eFLU á skrifstofunni á Hvanneyri, en hann segir markmiðið að þeim fjölgi, ef vel gengur. „Nýja skrifstofan veitir starfsfólki eFLU tækifæri til að nýta aðstöðuna ef þeir eru að sinna verkefnum á svæðinu. Með þeim tölvu- og fjarfundabún- aði sem býðst í dag gefst færi á því að vinna svo til öll verkefni hvaðan sem er af landinu og opnar á tæki- færi til samvinnu milli landshluta, óháð staðsetningu. Hjá eFLU starfa um 20% starfsmanna á landsbyggð- inni og fyrirtækið leggur áherslu á að styrkja starfsemina innanlands og efla þjónustu í heimabyggð,“ segir Orri Jónsson að endingu. kgk Fjárhagsáætlun snæfellsbæjar fyrir árið 2020 var samþykkt á fundi bæj- arstjórnar 5. desember. Þar kem- ur fram að útsvarsprósenta í snæ- fellsbæ haldist óbreytt en breyting- ar vorur gerðar á álagningarpró- sentu fasteignagjalda. „Álagning- arprósenta vatnsgjalds húseigna í A-flokki lækkar um 9% og álagn- ingarprósenta fráveitugjalds hús- eigna í A-flokki lækkar um 6,25%. Þetta er gert til að koma til móts við íbúa snæfellsbæjar þannig að heildarfasteignagjöld hækki ekki á milli ára þrátt fyrir hækkun á fast- eignamati,“ segir í frétt á vef snæ- fellsbæjar. smávægileg hækk- un varð á gjaldskrám í bæjarfélag- inu. Fram kemur að bæjarstjórn ætli að halda áfram að veita góða þjónustu í sveitarfélaginu. „styrk- ir til félagasamtaka hækka á árinu 2020 og verða 64.515.000,“ segir í fréttinni, en hæstu styrkirnir fara til íþrótta- og ungmennastarfs og mun snæfellsbær áfram bjóða upp á frístundastyrk til tómstundastarfs ungmenna. Fram kemur að um 18 milljónum verði varið í verkefnið betri snæ- fellsbær á árinu 2020. Það verkefni hófst á haustmánuðum 2019 þar sem íbúar komu með margar góð- ar tillögur að því sem mætti gera til að gera snæfellsbæ enn betri og fer peningurinn í að koma hluta af þeim tillögum í framkvæmd. Á árinu 2020 er gert ráð fyrir mikl- um framkvæmdum í snæfellsbæ og er gert ráð fyrir að fjárfesting- ar verði um 423 milljónir króna og þar af 195 milljónir hjá bæjarstjóði snæfellsbæjar og 228 milljónir hjá hafnarsjóði. stærsta framkvæmdin verður lengin Norðurgarðs í Ólafs- vík. Fjárhagsstaða snæfellsbæjar er góð og árið 2019 tókst að greiða upp lán og engin ný lán tekin á árinu, þrátt fyrir miklar fram- kvæmdir. „ekki er gert ráð fyrir hækkun skulda á árinu 2020, sem er gott. Gert er ráð fyrir að skulda- hlutfall snæfellsbæjar fari ekki yfir 65% í A-hluta, en skv. sveitarstjórn- arlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% og þá er snæfellsbær vel innan marka,“ segir í fréttinni. einnig kemur fram að Hafnar- sjóður snæfellsbæjar er vel rekinn. Miklar framkvæmdir á hans vegum eru framundan árið 2020, eins og áður hefur komið fram. „Hafnar- sjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán.“ arg Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, átti nýverið fund með helstu hags- munaaðilum um möguleika þess að rýmka gildandi reglur um slátrun og leita leiða til að auka verðmæta- sköpun bænda. Á fundinum fór Kristján Þór yfir þá vinnu sem far- ið hefur fram í ráðuneytinu á und- anförnum misserum og kallaði eft- ir sjónarmiðum fundargesta. Fund- inn sátu auk ráðherra fulltrúar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu, Matvælastofnun, bænda- samtökum Íslands, Landssamtök- um sauðfjárbænda, Ragnheiður Lára brynjólfsdóttir, bóndi í birki- hlíð í skagafirði og eiginmaður hennar, Þröstur Heiðar erlingsson, Matthías Lýðsson, bóndi í Húsavík á ströndum og sveinn Margeirs- son. „Á fundinum kom fram vilji allra aðila til að leita leiða til að ná fram þessu markmiði um að auka frelsi bænda, auka verðmætasköpun og hvetja til nýsköpunar og þróunar. Jafnframt skynjaði ég skilning á því að við þurfum að starfa innan þeirra alþjóðaskuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist en ég er sannfærður um að við getum innan þess ramma tekið skref í þessa veru. Ég tel að það séu allir samstíga í því verkefni,“ sagði Kristján Þór að af- loknum fundinum. mm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir reglugerð um hertar kröfur um notkun eldsneyt- is í íslenskri landhelgi, sem í raun reynd bannar notkun svartolíu inn- an hennar. bann við notkun svart- olíu í landhelgi Íslands er liður í því að framfylgja aðgerðaáætlun ríkis- stjórnarinnar í loftslagsmálum. svartolía er í raun samheiti yfir þungar og seigar olíur sem hafa ákveðna eiginleika og geta innihald- ið hátt hlutfall brennisteins. svart- olía meðal annars notuð í skipasigl- inum og mengar meira en annað eldsneyti, að því er fram kemur í tilkynningu umhverfis- og auðlind- aráðuneytisins. Þegar hún brennur losnar mikið af sóti út í andrúms- loftið. „Með þeim breytingum sem ég hef skrifað undir verður Ísland með einar ströngustu kröfur í heimi hvað varðar svartolíu,“ segir Guð- mundur Ingi. „sambærilegar kröf- ur munu gilda um brennisteins- innihald í skipaeldsneyti í íslenskri landhelgi og nú gilda á svoköll- uðum eCA-svæðum í eystrasalti og Norðursjó þar sem kröfurnar eru strangastar. Þar er um ákveðin svæði að ræða en hér á landi látum við reglurnar ná til allrar landhelg- innar,“ segir ráðherrann. Auk ætlaðs ávinnings fyrir lofts- lagið er breytingunni einnig ætlað að stuðla að betri loftgæðum við strendur landsins og hvetja til notk- unar á loftslagsvænni orkugjöfum í siglingum. Með breytingunni verð- ur leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti á Íslandi aðeins 0,1% innan landhelginnar og á innsævi. Í dag er leyfilegt innihald 3,5%. breytingar þessar taka gildi á ára- mótum og sama dag taka þær gildi innan mengunarlögsögunnar. Utan landhelginnar mun brennisteins innihald í skipaeldsneyti lækka nið- ur í 0,5%, í samræmi við alþjóðleg- ar skuldbindingar Íslands. brennisteinsinnihald í svartolíu sem markaðsett var hér á landi árið 2017 var á bilinu 0,64 til 1,94%, en meðaltal á heimsvísu var 2,59%, skv. gögnum Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar. breytingarnar hafa því í för með sér að notkun svartol- íu í íslenskri landhelgi er útilokuð, nema skip noti viðurkenndar að- ferðir til að draga úr losun brenni- steinsdíoxíðs. Heimild er veitt til 1. september 2020 til að klára ónýttar birgðir af skipaeldsneyti með hærri brenni- steinsinnihaldi sem eru til staðar í brennsluolíutönkum skipa þegar reglugerðin tekur gildi. Þó er skil- yrði fyrir því er að útgerð skips til- kynni Umhverfisstofnun fyrir 1. janúar um hvert það skip sem nýta skal heimild fyrir og hvert uppsafn- að magn eldsneytis á tönkum skip- anna er. kgk Fjárhagsáætlun samþykkt í Snæfellsbæ Orri Jónsson verkfræðingur fyrir utan skrifstofu EFLU á Hvanneyri. Ljósm. aðsend. EFLA hefur opnað skrifstofu á Hvanneyri Skoða að rýmka reglur um heimaslátrun Svartolía bönnuð í landhelgi Íslands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.