Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 20196 Meira fyrir fiskinn LANDIÐ: Aflaverðmæti fyr- ir sölu á fiski nam 12,4 millj- örðum króna í september síð- astliðnum, sem er 13,6% meira en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Ís- lands. Verðmæti botnfiskafla nam rúmum 8,2 milljörðum og jókst um 26,5%. Af botn- fisktegundum nam aflaverð- mæti þorsks 5,1 milljarði, en aflaverðmæti allra botnfiskteg- unda jókst frá fyrra ári. Verð- mæti uppsjávarafla var tæpir 3,6 milljarðar í september og dróst saman um 5,8% miðað við sept- ember 2018. Verðmæti afla sem seldur var í beinni útgerða til vinnslu innanlands nam 7,6 milljörðum króna í september- mánuði. Verðmæti sjófrysts afla var rúmlega 2,2 milljarðar og verðmæti afla sem seldur var á markað nam tæpum 1,8 millj- örðum króna. sé litið til tólf mánaða tímabils frá október 2018 til september 2019, nam aflaverðmæti úr sjó 144,2 millj- örðum króna, sem er 15,4% meira en á sama tímabili árið áður. -kgk Keyrði á hross AKRANES: ekið var á þrjú hross við Akrafjallsveg fimmtu- daginn 5. desember. Hóp- ur hrossa var á veginum þeg- ar ökumaður kom að og fékk hann fyrst eitt hross í hliðina á bílnum bílstjóramegin. Hann sveigði því bílnum með þeim afleiðingum að annað hross fór í farþegarhlið bílsins og að lok- um lenti bíllinn með framend- ann á þriðja hrossinu. bíllinn var ekki á mikilli ferð og þeg- ar hrossin fundust var ekki að sjá að þeim hefði orðið meint af en bíllinn var nokkuð tjónað- ur. Hrossunum var smalað inn í girðingu en þau höfðu komist út þar sem girðing lá niðri. -arg Bærinn selji fasteignir AKRANES: skipulags- og um- hverfisráð Akraneskaupstaðar leggur til að bæjarráð hefji und- irbúning á sölu fimm fasteigna í eigu sveitarfélagsins; Faxabraut 10, Merkigerði 7, Merkigerði 12, suðurgötu 57 og suðurgötu 108. Jafnan er suðurgata 57 kölluð gamla Landsbankahús- ið við Akratorg, en þar er ýmis starfsemi í dag. Við Merkigerði 7 stendur Kirkjuhvoll, sem áður var prestsetur á Akranesi en þar er nú rekið gistiheimili. suður- gata 108 hefur hýst ýmsa starf- semi í gegnum tíðina og Merki- gerði 12 er einbýlishús í eigu Akraneskaupstaðar. Faxabraut 10 hýsti áður efnisgeymslu sem- entsverksmiðjunnar, en í seinni tíð þekkja húsið kannski flest- ir sem gulu skemmuna þar sem gestir Írskra daga hafa marg- ir hverjir sýnt lipra danstakta á Lopapeysunni ár eftir ár, undir- ritaður þar á meðal. -kgk Í sjálfheldu í Surtshelli BORGARBYGGÐ: Par kom sér í sjálfheldu í surtshelli um hádegi á laugardaginn. Um er að ræða ferðamenn sem fóru inn um op eitt á göngunum og ætluðu út um op tvö en festust einhverra hluta vegna í göngun- um og komust ekki út. björg- unarsveitin OK fór á staðinn og hjálpaði fólkinu sem komst að lokum í heilu lagi úr hellinum. -arg Hálkuslys í Dölum DALABYGGÐ: Tilkynnt var um bílveltu nærri Kambsnesi í Dölum. bíll fór útaf í snjó og hálku í beygju við Kambsnes og var bíllinn sóttur með kranabíl. ekki voru alvarleg slys á fólki. -arg Ökumenn á hraðferð BORGARNES: Reglulega eru ökumenn á hraðferð og vill Lögreglan á Vesturlandi enn og aftur koma því til skila að slíkt getur kostað ökumenn mikinn pening, svo ekki sé tal- að um hættuna sem skapast. einn ökumaður fékk 30 þús- und króna sekt fyrir að aka á 75 km/klst við borgarbraut í bor- arnesi, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Þá minnir lögregl- an á að hámarkshraði á við um bestu akstursskilyrði og ætti fólk heldur að hægja á þegar það fer að dimma og koma hálka eða snjór á vegi. -arg Opið hús í Þör- ungaverksmiðj- unni REYKHÓLAHR: Opið hús verður í Þörungaverksmiðj- unni á Reykhólum næstkom- andi föstudag milli kl. 13:00 og 17:00. starfsfólk Þörungaverk- smiðjunnar mun leiða gesti um salarkynnin og segja frá starf- semi fyrirtækisins. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir. -kgk Nýtt og glæsilegt húsnæði Ásbyrg- is í stykkishólmi var opnað með formlegum hætti miðvikudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Húsið er alls 275 fermetrar að stærð og var byggt sérstaklega með starfsemi Ásbyrgis í huga. Það var skipavík ehf. sem byggði og leigir húsið til Félags- og skólaþjónustu snæfell- inga undir starfsemi Ásbyrgis. „Við erum mjög ánægð með húsið,“ seg- ir sigríður erna Guðmannsdótt- ir, forstöðumaður Ásbyrgis, í sam- tali við skessuhorn. „Það er mik- ill kostur að húsið hafi verið byggt frá grunni með okkar starfsemi í huga. Það er stórt og gott og okk- ur gekk vel að koma okkur fyrir,“ segir hún. Ásbyrgi er sem kunnugt er dag- þjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þar starfa þrír leiðbeinendur en starfsmenn- irnir eru fimm. „Flest sækja þau vinnu annað líka en eru hér part úr degi,“ segir sigríður. „Hér fram- leiðum við meðal annars kerti, svuntur og poka allan ársins hring. Núna erum við komin á fullt við að útbúa jólavörurnar okkar í bland við hefðbundna framleiðslu,“ segir hún. sigríður tók nýverið við starfi forstöðumanns Ásbyrgis, byrjaði 26. ágúst síðastliðinn. „Ég sá starfið auglýst, sótti um og flutti í Hólminn þegar ég var ráðin,“ segir hún. „Ég er lærður félagsliði og vann áður á sambýli á blönduósi sem iðjustarfs- maður í fjögur ár,“ segir sigríður sem er frá blönduósi. „Mig langaði að breyta til og prófa að búa á nýj- um stað,“ segir hún. „Þetta leggst bara mjög vel í mig og gengur vel hjá okkur. Ég var rétt búin að taka upp úr kössunum heima þegar ég byrjaði að taka upp úr kössum í Ás- byrgi,“ segir hún létt í bragði. „Allt dótið var komið á staðinn fyrsta daginn minn. Þá hófst vinna við að raða öllu upp, taka upp úr kössum og koma á sinn stað. Við byrjuð- um að taka á móti starfsmönnun- um 1. október, þá hálfan daginn en hér hefur verið opið allan daginn frá 14. október. einstaklingsdeild- in flutti síðan inn í húsnæðið um mánaðamót október og nóvember. síðan þá hefur verið full starfsemi í húsinu en fannst loksins tími þegar allir komust síðasta miðvikudag til að halda smá opnunarhátíð,“ segir sigríður. kgk/ Ljósm. sá. Hluti starfsmanna ásamt leiðbeinendum við jólatréð í nýju húsnæði Ásbyrgis. F.v. Davíð Einar Davíðsson, Sigríður Erna Guð- mannsdóttir, forstöðumaður Ásbyrgis, Ólafía Sæunn Hafliðadóttir, Magdalena Ósk Sigurgunnarsdóttir leiðbeinandi, Helgi Jóhann Ellertsson og Jóhann Garðar Eggertsson leiðbeinandi. Nýtt húsnæði Ásbyrgis formlega tekið í notkun

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.