Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 11.12.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 2019 25 Hafnargæslumaður við Grundartangahöfn. Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða hafnargæslumann við Grundartangahöfn. Starfið felst m.a. í aðgangsstjórnun og öryggisgæslu á afgirtu svæði Grundartanga og almennri hafnargæslu þar. Viðvera starfsmanns er í vakthúsi Grundartangahafnar og unnið er allan sólarhringinn samvæmt fyrirliggjandi vaktakerfi. * Meginverkefni eru aðgangsstjórnun, öryggisgæsla, eftirlit með farmverndarskjölum, skráning á umferð og farmi og önnur tilfallandi störf tengd starfssviði viðkomandi starfs. * Hæfniskröfur eru gott líkamlegt og andlegt ástand, góð íslensku-, ensku-, og almenn tölvukunnátta. Starfsmaður skal sækja námskeið Samgöngustofu um hafnargæslu. Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnavernd þá er óskað eftir að umsækjandi leggi fram hreint sakavottorð með umsókn sinni. Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi síðar en föstudaginn 20. desember n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Bergsteinn Ísleifsson, öryggisfulltrúi bergsteinn@faxafloahafnir.is Faxaflóahafnir hafa staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðarráðuneytis. Milla Ósk Magnúsdóttir hefur ver- ið ráðin aðstoðarmaður Lilju Al- freðsdóttur, mennta- og menning- armálaráðherra. Hún hefur undan- farinn áratug starfað hjá Ríkisút- varpinu, síðustu ár sem fréttamað- ur en áður sem aðstoðarframleið- andi frétta og dagskrárgerðarkona í bæði útvarpi og sjónvarpi. Milla er með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, þar sem hún sérhæfði sig í fjölmiðla- rétti, auk þess að leggja áherslu á persónuupplýsinga- og vinnurétt. Hún hóf störf í ráðuneytinu í gær, þriðjudaginn 10. desember. sam- hliða þessu mun Hafþór eide Haf- þórsson láta af störfum, en hann hefur verið aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra frá því í desember 2017. kgk skyrgámur og bjúgnakrækir verða í KM þjónustunni í búðardal föstu- daginn 13. desember þar sem þeir ætla að taka stöðuna í upphafi ver- tíðar. Í tilkynningu sem skyrgám- ur sendi skessuhorni hvatti hann bræður þeirra ennig til að mæta. „Það eru nokkur atriði sem við þurfum að fara í gegnum, til dæmis óþekktarlistann, en þar hefur orðið töluverð breyting frá í fyrra,“ seg- ir skyrgámur í tilkynningunni. Þá segir hann einnig að þeir þurfi að ákveða hvernig farið verður með kertin sem Kertasníkir kemur með til baka á jólanótt. „Þið munið hvernig fór í fyrra, þegar við vorum nærri búnir að kveikja í bílskúrnum hjá Gilbert því gastækin hans voru of öflug til að kveikja á kertunum,“ segir skyrgámur og bætir því við að einnig þurfi að taka ákvörðun um skiptingu arðs. „Vonumst til að þið sjáið ykkur fært að mæta dreng- ir. en þeir ykkar sem ekki komast, þá er einnig í boði að tala saman í gegnum Facebook síðuna mína,“ segir skyrgámur í skilaboðum til bræðra sinna. Öllum er frjálst að koma og hitta bræðurna í KM þjónustunni á milli kl 16 og 17 á föstudaginn og verða þeir jafnvel með eitthvað góðgæti í poka fyrir gesti. Þeir sem eru hræddir um að vera á listanum yfir óþekka geta tékkað á því og reynt að fá það leiðrétt. Listinn yfir óþekka verður hengdur upp í KM þjónust- unni miðvikudaginn 11. desember. arg Fullveldishátíð var haldin í Heið- arskóla í Hvalfjarðarsveit á þriðju- daginn í síðustu viku en hátíðin er haldin ár hvert. Þar stigu fyrst á svið nemendur í 1. og 2. bekk og sýndu leikrit um Hans og Grétu og réttindi barna. Að því loku fengu þau til liðs við sig elstu börnin úr leikskólanum skýjaborg og sam- an sungu þau fyrir gesti. Að því loknu tóku nemendur á unglinga- stigi sviðið þar sem þeir sýndu leik- ritið Öldina okkar. Þar fóru þau yfir íslenskt grín frá síðustu ára- tugum og má þar nefna Kaffibrúsa- karlana, Fóstbræður, spaugstofuna og fleira. arg síðastliðinn laugardag voru sjálf- boðaliðar Vesturlandsdeildar Villi- katta með sölubás í bónushúsinu á Akranesi. Margir lögðu leið sína á markaðinn og keyptu ýmislegt góð- gæti, skraut eða annað til að styrkja gott málefni. „Áhugi ykkar og góð- mennska mun styrkja villiketti langt fram á vetur,“ segir á Facebook síðu Villikatta á Vesturlandi. arg Jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsvík- ur fóru fram á síðasta fimmtudag. Á efnisskrá tónleikanna voru jóla- lög úr ýmsum áttum en þrír ein- söngvarar komu fram á tónleikun- um. Olga Guðrún Gunnarsdótt- ir og Jón bjarki Jónatansson, sem bæði syngja í kórnum, og Veronica Osterhammer, stjórnandi kórsins, sungu einsöng. Um undirleik sá elena Makeeva undirleikari kórs- ins. Tónleikarnir voru vel sóttir af íbúum snæfellsbæjar og myndaðist góð stemmning í Ólafsvíkurkirkju, sem var fallega skreytt. Kórinn hóf tónleikana á því að flytja englakór frá Himnahöll að því loknu bauð Veronica tónleikagesti velkomna og deildi með þeim jólaminningu frá sér áður en hún kynnti næstu tvö lög. Var þetta skemmtilegt uppbrot og deildu þeir kórfélagar, sem sáu um að kynna, einnig sín- um jólaminningum. eins og svo oft áður söng kórinn tónleikagesti út úr kirkjunni og niður í safnað- arheimili kirkjunnar þar sem boðið var upp á kaffi og konfekt. þa Jólatónleikar Kirkjukórs Ólasvíkur fóru fram á fimmtudaginn. Vel sóttir jólatónleikar í Ólafsvík Fullveldishátíð í Heiðarskóla Milla aðstoðar ráðherra Sjálfboðaliðar settu upp sölubás fyrir Villiketti á Vesturlandi. Ljósm. Villikettir á Vesturlandi. Margir styrktu Villiketti Ert þú á lista yfir óþekka? Jólasveinarnir mættu í bíl frá Björgunarsveitinni Ósk fyrir jólin 2017.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.