Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 4

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 4
543 Anna Kristín Gunnarsdóttir, Magnús Jóhannsson, Magnús Haraldsson, Guðrún Dóra Bjarnadóttir Misnotkun lóperamíðs – hægðatregða eða hjartastopp? Eftirlit með lyfjaávísunum hér á landi hefur aukist vegna vaxandi misnotkunar ópíóíða og því er möguleiki að einstaklingar með ópíóíðafíkn leiti í lyf eins og lóperamíð. Embætti landlæknis hvetur lækna til að nýta sér lyfjagagnagrunn og Lyfjastofnun leitar nú leiða til að sporna við misnotkun eftirritunarskyldra lyfja. Íslendingar virðast nota helmingi meira af ópíóíðum en aðrar Norðurlandaþjóðir en ástæða þess er talin vera ávísanir fyrir Park- ódíni og Parkódín forte. Misnotkun ópíóíða og hætta á ofskömmtum er vaxandi vandamál hér á landi en þeim sjúklingum sem nota sterka ópíóíða fjölgaði um 68,5% á Sjúkrahúsinu Vogi á árunum 2015-2017. 551 Atli Steinn Valgarðsson, Sigurbergur Kárason, Elín Laxdal, Kristín Huld Haraldsdóttir Drep í fingrum í kjölfar ísetningar slagæðaleggja – sjúkratilfelli Hér er sagt frá sjúklingi í sýklasóttarlosti sem gekkst undir aðgerð vegna rofs á skeifugörn. Á annarri viku komu fram einkenni blóðþurrðar í öllum fingrum vinstri handar. Sjúklingur var fjölveikur, hafði þurft háa skammta af æðavirkum lyfjum og þurfti oft að skipta um slagæðaleggi í mismunandi slagæðum, í sveifarslagæð og ölnarslagæð. Beitt var blóðþynnandi meðferð sem sjúklingur þoldi ekki vegna blæðinga frá meltingarvegi og var því dregið úr henni. Átta vikum síðar hafði afmarkast drep í öllum fingrum vinstri hand- ar og var í kjölfarið gerð aðgerð þar sem hluti af fingrum voru fjarlægðir. Orsök drepsins er talin vera margþætt. 536 LÆKNAblaðið 2018/104 F R Æ Ð I G R E I N A R 12. tölublað ● 104. árgangur ● 2018 539 Halldór Björnsson Loftslagsbreytingar og heilsufar Mismunandi er hversu ber- skjölduð þjóðfélög eru fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, það ræðst af innviðum, at- vinnuháttum, stjórnarháttum – en ekki bara af umfangi breytinganna. 541 Þórhildur Kristinsdóttir Sagan á bak við salernis-innlagnir á Landspítala Landspítali er hjarta íslenska heilbrigðiskerfisins, góður vinnustaður með fagfólk á heimsmælikvarða, en hjartað er bilað. L E I Ð A R A R LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 100 ÁRA 554 Læknisfræði framtíðar – munu gervigreind og vélmenni leysa lækna af hólmi? Magnús Haraldsson Gervigreind verður sífellt fyrirferðarmeiri í framþróun og nýjungum í læknisfræði og öðrum heilbrigðisgreinum og framfarir verða meiri á næstu 10 árum en þær hafa verið síðustu 100 ár. Dæmi um nýtingu gervigreindar eru tölvur sem lesa upplýsingar úr sjúkraskrám og niðurstöður rannsókna og aðstoða þannig við sjúkdómsgreiningar og ákvarðanir um meðferð. Í ýmsum greinum læknisfræði er unnið að þróun reiknirita sem vinna með gríðarstór gagnasöfn og geta not- að upplýsingar úr vísindarannsóknum við greiningu og meðferð sjúkdóma, til dæmis ýmissa krabbameina. 557 Læknablaðið 2019 – tilkynning frá útgáfustjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.