Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2018, Page 9

Læknablaðið - Dec 2018, Page 9
LÆKNAblaðið 2018/104 541 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ACCUVEIN ÆÐASJÁIN HJÁLPAR ÞÉR AÐ FINNA GÓÐAN STUNGUSTAÐ • Getur dregið úr sársauka við stungur • Eykur stungunákvæmni • Auðvelt í notkun • Tækið er handhægt, nett og létt • Standur fylgir fyrir handfrjálsa notkun Þórhildur Kristinsdóttir sérfræðingur í lyflækningum, öldrunar- og líknarlækningum á Landspítala thorhikr@landspitali.is Landspítali er stærsta heilbrigðisstofnun landsins og í því samhengi ætla ég að leyfa mér hér að kalla hann hjarta íslenska heilbrigðiskerfisins. Spítalinn er góð- ur vinnustaður og þar vinnur fagfólk á heimsmæli- kvarða. Ég heyri oft þakkláta sjúklinga og aðstand- endur hrósa starfsfólki fyrir frábæra þjónustu sem veitt er þó að upp á vanti með húsakost og vinnuað- stöðu. Þrátt fyrir sterkan slagkraft á Landspítali ber- sýnilega í vaxandi erfiðleikum. Það gengur erfiðlega að halda markmið um lágmarksbiðtíma eftir aðgerð- um og daglega, á undanförnum mánuðum, dvelja frá 15 til 25 sjúklingar á bráðamóttöku sem bíða eftir að komast í rúm á legudeild. Sú bið getur tekið upp í þrjá sólarhringa.1 Vegna þessa álags á bráðamóttöku hef- ur spítalinn starfað eftir viðbragðsstigi 2 sem þýðir að framkvæmdastjóri ákveður að innlagnir umfram legurými verði í hámarki á hverri deild. Lyflækn- ingasvið spítalans hefur brugðist við þessu ástandi með því að manna sérstakt hreyfiteymi lækna sem vinnur við tilbúnar vinnuaðstæður á bráðamóttöku og sinnir uppvinnslu og meðferð þessara sjúklinga. Bráðahjúkrunarfræðingar hlaupa hratt og sinna bráðveikum milli þess sem þeir sinna innlögðum sjúklingum sem ekki komast á legudeild. Álagið á bráðamóttöku spítalans hefur verið við- varandi hátt og er sívaxandi. Ein af orsökum vand- ans hefur verið skilgreind og nefnd fráflæði-vandi. Á síðasta ári biðu á vegum Landspítala að jafnaði um 90-100 einstaklingar, með samþykkt færni- og heilsu- mat, eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili. Frá því í september hefur þeim einstaklingum fjölgað í um 130.1 Embætti landlæknis lýsti nýlega yfir þung- um áhyggjum af þessu ástandi. 362 einstaklingar biðu eftir hjúkrunarrými í byrjun árs 2018 og er það 60% fjölgun frá því í ársbyrjun 2014. Mig langar að staldra aðeins við orðið fráflæði- vandi. Orðið vísar til þess að erfiðlega gengur að útskrifa aldraða einstaklinga sem lokið hafa bráða- meðferð. Þessum einstaklingum er þannig sinnt á röngu þjónustustigi og það skapar tregðu þar sem rúm á legudeildum losna ekki með eðlilegum hætti fyrir nýja sjúklinga. Orðið fráflæði-vandi finnst mér vera vont orð þar sem það elur á aldursfordóm- um. Auðvitað eru það ekki færniskertir aldraðir einstaklingar sem eiga sökina á vanda Landspítala með því að hindra fráflæði. Þetta ástand er einung- is birtingarmynd kerfisvanda í heilbrigðiskerfinu. Kerfið hefur ekki undirbúið sig á heildstæðan hátt fyrir öldrun þjóðarinnar. Ekki hefur orðið fjölgun á hjúkrunarrýmum í takt við aukinn fjölda aldraðra og heildstæða stefnu um heilbrigðis- og félagsþjón- ustu aldraðra hefur vantað. Önnur mikilvæg áskorun sem sjúkrahúsið glím- ir við er mönnunarvandi hjá flestum fagstéttum og þá sérstaklega skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Mér telst til að sjúkrahúsið hafi á þessu ári lokað samtals 32 legurýmum á lyf- og skurðlækn- ingadeildum vegna manneklu.1 Það vantar hjúkr- unarfræðinga til að fullmanna vaktir á Hjartagátt og nú stendur til að færa þá starfsemi yfir á bráðamót- tökuna í Fossvogi. Þar sem ég í upphafi þessa pistils leyfði mér að kalla Landspítala hjarta heilbrigðiskerfisins ætla ég hér einnig að leyfa mér að halda því fram að heil- brigðiskerfið glími við hjartabilun. Til að ná tökum á ástandinu fyrir alvöru verðum við að forgangsraða og ráðast á rætur vandans. Uppbygging hjúkrunar- rýma er nauðsynleg en verður langt í frá eina lausn- in á vaxandi fjölda aldraðra á Íslandi. Við verðum að hugsa eftir nýjum leiðum og getum lært af árangurs- ríkum verkefnum annarra þjóða. Í júní 2017 kom til Íslands Mark Britnell stjórn- arformaður KPMG Global Health Care, en hópur á vegum fyrirtækisins gerði úttekt á íslenska heil- brigðiskerfinu. Britnell er reyndur stjórnandi úr breska heilbrigðiskerfinu og starfar sem ráðgjafi fyrir stjórnendur heilbrigðiskerfa. Í erindi sem hann hélt tjáði hann sig um íslenska heilbrigðiskerfið.2 Hann talaði um að „íslenska kerfið stæði sig ágæt- lega í alþjóðlegum samanburði. Þrátt fyrir að heil- brigðisútgjöld væru í lægri kantinum, eða um 8,7% af landsframleiðslu, værum við að fá mikið virði fyrir peninginn.“ Honum þótti þó íslenska kerfið illa samhæft. „Íslenska kerfið fengi gullverðlaun fyrir það hversu einangraðar heilbrigðisstofnanirn- ar eru”. „Afleiðingarnar af illa samhæfðu kerfi sem nýtur lítils trausts er að fólk bíður á sjúkrahúsum af röngum ástæðum, fólk bíður of lengi eftir aðgerðum og það kostar kerfið meiri tíma, peninga og álag.“ Aðspurður um hans fyrstu verk ef hann gegndi stöðu heilbrigðisráðherra á Íslandi taldi hann upp þrjú atriði: „Ég myndi búa til framsæknasta heil- brigðiskerfi í heimi þar sem sjúklingar væru mikil- vægari en stofnanir. Í fyrsta lagi myndi ég kortleggja heilbrigði almennings, í öðru lagi endurskipuleggja umönnun aldraðra og í þriðja lagi brjóta niður veggi milli heilbrigðisstofnana.“ Mér þykja orð Britnells vera skynsamleg. Við verðum að forgangsraða rétt og hlúa vel að þeim sterka mannauði sem við eigum í heilbrigðiskerfinu. Kannski tekst okkur þá að skapa á Íslandi fram- sæknasta heilbrigðiskerfi í heimi. Heimildir 1. Upplýsingar frá flæðisdeild Landspítala. 2. „Segir heilbrigðisyfirvöld á rangri braut“. 21. júní 2017. mbl.is Sagan á bak við salernis-innlagnir á Landspítala Weaknesses of the icelandic health care system Thorhildur Kristinsdottir, MD at Landspitali University Hospital Speciality: Internal medicine, Geriatric medicine and Palliative care doi.org/10.17992/lbl.2018.12.206

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.