Læknablaðið - Dec 2018, Page 11
LÆKNAblaðið 2018/104 543
Inngangur
Lóperamíð (Imodium®, Immex®) er örvi (agonist) á μ-ópíóíðaviðtaka
í meltingarvegi sem hefur hægðastemmandi áhrif.1–3 Lyfið er á lista
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (World Health Organization,
WHO) yfir ómissandi lyf og hefur verið notað við niðurgangi frá
árinu 1976 eftir að rannsóknir voru taldar sýna fram á óverulega
hættu á misnotkun. Lóperamíð var upphaflega eftirritunarskylt
en var samþykkt sem lausasölulyf nokkrum árum síðar.4-6 Á síð-
astliðnum þremur árum hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkj-
anna (U.S. Food and Drug Administration, FDA) varað við lífshót-
andi hjartsláttartruflunum sé lyfið notað í háum skömmtum. Því
er mikilvægt að reyna að átta sig á undirliggjandi orsök niður-
gangs áður en meðferð með lóperamíði er hafin.7-9 Fyrsta útgáfa
markaðsleyfis á Íslandi var árið 1991 og er lyfið selt í 16 eða 20 stk
pakkningum í lausasölu hér á landi. Einungis er hægt að fá einn
pakka í hverju apóteki en stærri skammtar fást gegn lyfseðli. Hver
tafla er 2 mg og ráðlagður hámarksdagskammtur er 16 mg.10
Þessi grein er yfirlit um misnotkunarmöguleika lóperamíðs.
Notuð voru leitarorðin „loperamide”, „loperamide abuse”, „loper-
amide misuse” og „loperamide toxicity” til að finna heimildir í
gegnum leitarvélarnar PubMed og Google Scholar. Þar sem um
nýlegt vandamál er að ræða þurfti meðal annars að styðjast við
upplýsingar frá tilfellalýsingum og báru höfundar kennsl á 25
slíkar um 34 einstaklinga frá árunum 1992-2018. Einnig var stuðst
við almennar leiðbeiningar frá WHO, FDA, Sóttvarnastofnun
Bandaríkjanna (Centers for Disease Control and Prevention, CDC)
Misnotkun lóperamíðs
– hægðatregða eða hjartastopp?
Anna Kristín Gunnarsdóttir1 læknir
Magnús Jóhannsson2,3 læknir
Magnús Haraldsson4,5 læknir
Guðrún Dóra Bjarnadóttir4,5 læknir
1Lyflækningasviði Landspítala,2rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla
Íslands, 3Embætti landlæknis,4geðsviði Landspítala,5læknadeild Háskóla Íslands.
Fyrirspurnum svarar Anna Gunnarsdóttir, akg23@hi.is
og Embætti landlæknis. Til viðbótar skoðuðu höfundar umræð-
ur um misnotkun lóperamíðs á veraldarvefnum. Að lokum var
kannað hvort lyfjagagnagrunnur Embættis landlæknis gæti gefið
vísbendingar um misnotkun lóperamíðs hér á landi.
Misnotkunarmöguleikar
Það eru aðallega tveir þættir sem valda því að lóperamíð er talið
öruggt með tilliti til aukaverkana og misnotkunarmöguleika í
meðferðarskömmtum. Í fyrsta lagi nýtist það illa eftir inntöku
(poor oral bioavailability) vegna mikils umbrots við fyrstu umferð
um þarmaslímhúð og lifur fyrir tilstilli ensímanna CYP3A4 og
CYP2C8.3,11-13 Í öðru lagi takmarkar útflæðispumpan P-glýkó-
prótein (permeability glycoprotein, P-gp) umferð lóperamíðs og fjölda
annarra lyfja yfir blóð-heila-þröskuldinn (BHÞ) og þekju ýmissa
annarra líffæra.14-16 Dýrarannsóknir hafa leitt í ljós að ópíóíðaáhrif
lóperamíðs á miðtaugakerfið aukast ef P-gp er ekki tjáð í gena-
Y F I R L I T S G R E I N
Á G R I P
Lóperamíð er örvi á μ-ópíóíðaviðtaka í meltingarvegi sem hefur
hægðastemmandi áhrif. Almennt er talið erfitt að misnota lóper-
amíð vegna mikils umbrots í lifur og þarmaslímhúð auk þess sem
útflæðispumpan P-glýkóprótein takmarkar flæði lyfsins yfir blóð-heila-
þröskuldinn. Þó hafa tilfellalýsingar greint frá ópíóíðalíkum áhrifum á
miðtaugakerfið sé lóperamíð tekið yfir meðferðarskömmtum. Helsta
birtingarmynd eitrunaráhrifa lóperamíðs er yfirlið vegna lífshættulegra
hjartsláttartruflana. Í huga heilbrigðisstarfsfólks er lóperamíð yfirleitt
talið saklaust hægðastemmandi lyf en einkenni tengd misnotkun þess
geta verið banvæn ef ekki er brugðist við. Vegna þessa var ákveðið
að kanna hvort lyfjaávísanir í lyfjagagnagrunni landlæknis gætu gefið
vísbendingar um misnotkun á Íslandi árin 2006-2017. Alls reyndust 94
einstaklingar nota meira en einn DDD/dag (10 mg) og 17 einstaklingar
meira en hámarksdagskammt (16 mg), hafi þeir tekið lyfið daglega yfir
árið. Niðurstöðurnar gefa til kynna að óhófleg notkun á lyfinu tíðkist á
Íslandi en ekki er hægt að ákvarða út frá gögnunum hverjar ástæður
þess eru. Auk þess liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu stór hluti
er seldur í lausasölu. Vegna aukins eftirlits með lyfjaávísunum gætu
einstaklingar með ópíóíðafíkn leitað í lyf eins og lóperamíð og því
mikilvægt að greina heilbrigðisstarfsfólki frá misnotkunarmöguleikum
þess og alvarlegum afleiðingum ofskömmtunar.
https://doi.org/10.17992/lbl.2018.12.207