Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 11

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 11
LÆKNAblaðið 2018/104 543 Inngangur Lóperamíð (Imodium®, Immex®) er örvi (agonist) á μ-ópíóíðaviðtaka í meltingarvegi sem hefur hægðastemmandi áhrif.1–3 Lyfið er á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (World Health Organization, WHO) yfir ómissandi lyf og hefur verið notað við niðurgangi frá árinu 1976 eftir að rannsóknir voru taldar sýna fram á óverulega hættu á misnotkun. Lóperamíð var upphaflega eftirritunarskylt en var samþykkt sem lausasölulyf nokkrum árum síðar.4-6 Á síð- astliðnum þremur árum hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkj- anna (U.S. Food and Drug Administration, FDA) varað við lífshót- andi hjartsláttartruflunum sé lyfið notað í háum skömmtum. Því er mikilvægt að reyna að átta sig á undirliggjandi orsök niður- gangs áður en meðferð með lóperamíði er hafin.7-9 Fyrsta útgáfa markaðsleyfis á Íslandi var árið 1991 og er lyfið selt í 16 eða 20 stk pakkningum í lausasölu hér á landi. Einungis er hægt að fá einn pakka í hverju apóteki en stærri skammtar fást gegn lyfseðli. Hver tafla er 2 mg og ráðlagður hámarksdagskammtur er 16 mg.10 Þessi grein er yfirlit um misnotkunarmöguleika lóperamíðs. Notuð voru leitarorðin „loperamide”, „loperamide abuse”, „loper- amide misuse” og „loperamide toxicity” til að finna heimildir í gegnum leitarvélarnar PubMed og Google Scholar. Þar sem um nýlegt vandamál er að ræða þurfti meðal annars að styðjast við upplýsingar frá tilfellalýsingum og báru höfundar kennsl á 25 slíkar um 34 einstaklinga frá árunum 1992-2018. Einnig var stuðst við almennar leiðbeiningar frá WHO, FDA, Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (Centers for Disease Control and Prevention, CDC) Misnotkun lóperamíðs – hægðatregða eða hjartastopp? Anna Kristín Gunnarsdóttir1 læknir Magnús Jóhannsson2,3 læknir Magnús Haraldsson4,5 læknir Guðrún Dóra Bjarnadóttir4,5 læknir 1Lyflækningasviði Landspítala,2rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, 3Embætti landlæknis,4geðsviði Landspítala,5læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Anna Gunnarsdóttir, akg23@hi.is og Embætti landlæknis. Til viðbótar skoðuðu höfundar umræð- ur um misnotkun lóperamíðs á veraldarvefnum. Að lokum var kannað hvort lyfjagagnagrunnur Embættis landlæknis gæti gefið vísbendingar um misnotkun lóperamíðs hér á landi. Misnotkunarmöguleikar Það eru aðallega tveir þættir sem valda því að lóperamíð er talið öruggt með tilliti til aukaverkana og misnotkunarmöguleika í meðferðarskömmtum. Í fyrsta lagi nýtist það illa eftir inntöku (poor oral bioavailability) vegna mikils umbrots við fyrstu umferð um þarmaslímhúð og lifur fyrir tilstilli ensímanna CYP3A4 og CYP2C8.3,11-13 Í öðru lagi takmarkar útflæðispumpan P-glýkó- prótein (permeability glycoprotein, P-gp) umferð lóperamíðs og fjölda annarra lyfja yfir blóð-heila-þröskuldinn (BHÞ) og þekju ýmissa annarra líffæra.14-16 Dýrarannsóknir hafa leitt í ljós að ópíóíðaáhrif lóperamíðs á miðtaugakerfið aukast ef P-gp er ekki tjáð í gena- Y F I R L I T S G R E I N Á G R I P Lóperamíð er örvi á μ-ópíóíðaviðtaka í meltingarvegi sem hefur hægðastemmandi áhrif. Almennt er talið erfitt að misnota lóper- amíð vegna mikils umbrots í lifur og þarmaslímhúð auk þess sem útflæðispumpan P-glýkóprótein takmarkar flæði lyfsins yfir blóð-heila- þröskuldinn. Þó hafa tilfellalýsingar greint frá ópíóíðalíkum áhrifum á miðtaugakerfið sé lóperamíð tekið yfir meðferðarskömmtum. Helsta birtingarmynd eitrunaráhrifa lóperamíðs er yfirlið vegna lífshættulegra hjartsláttartruflana. Í huga heilbrigðisstarfsfólks er lóperamíð yfirleitt talið saklaust hægðastemmandi lyf en einkenni tengd misnotkun þess geta verið banvæn ef ekki er brugðist við. Vegna þessa var ákveðið að kanna hvort lyfjaávísanir í lyfjagagnagrunni landlæknis gætu gefið vísbendingar um misnotkun á Íslandi árin 2006-2017. Alls reyndust 94 einstaklingar nota meira en einn DDD/dag (10 mg) og 17 einstaklingar meira en hámarksdagskammt (16 mg), hafi þeir tekið lyfið daglega yfir árið. Niðurstöðurnar gefa til kynna að óhófleg notkun á lyfinu tíðkist á Íslandi en ekki er hægt að ákvarða út frá gögnunum hverjar ástæður þess eru. Auk þess liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu stór hluti er seldur í lausasölu. Vegna aukins eftirlits með lyfjaávísunum gætu einstaklingar með ópíóíðafíkn leitað í lyf eins og lóperamíð og því mikilvægt að greina heilbrigðisstarfsfólki frá misnotkunarmöguleikum þess og alvarlegum afleiðingum ofskömmtunar. https://doi.org/10.17992/lbl.2018.12.207
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.