Læknablaðið - des. 2018, Síða 12
544 LÆKNAblaðið 2018/104
menginu.17,18 Einnig sýna þær að lóperamíð geti haft ópíóíðalík
áhrif í margföldum meðferðarskömmtum og að P-gp geti átt þátt í
þolmyndun gegn hægðastemmandi áhrifum þess.19,20
Stuttu eftir að lóperamíð kom á markað voru misnotkunar-
möguleikar þess athugaðir í tveimur rannsóknum á heilbrigðum
karlmönnum. Í ljósi þess hversu erfitt er að leysa upp töfluform
lyfsins voru áhrif inntöku um munn rannsökuð.4,21 Í annarri rann-
sókninni lýstu einungis þrír af 9 vellíðunaráhrifum af völdum
lóperamíðs. Naloxongjöf sólarhring síðar virtist einungis valda
meltingartengdum fráhvarfseinkennum.4 Í kjölfar þessara rann-
sókna var talið að lyfið væri öruggt hvað varðar aukaverkanir og
misnotkunarmöguleika í meðferðarskömmtum hjá fullorðnum.
Hins vegar hafa skapast umræður á veraldarvefnum um að hægt
sé að auka áhrif á miðtaugakerfið með háum skömmtum af lóper-
amíði með samhliða notkun P-gp-hemils eða lyfja sem hemla ens-
ímin CYP3A4 og CYP2C8.11,15,22 Í sérlyfjaskrá er tekið fram að gæta
skuli varúðar ef stórir skammtar af lóperamíði eru teknir samhliða
lyfjum sem hemla CYP3A4, CYP2C8 og P-gp.10
Tilfellalýsingar
Nýlegar tilfellalýsingar frá Bandaríkjunum greina frá misnotk-
un lóperamíðs í margföldum meðferðarskömmtum.15,23-44 Um er
að ræða fullorðna einstaklinga sem nota lyfið til þess að upplifa
vímuáhrif, meðhöndla ópíóíðafráhvarfseinkenni og/eða byrj-
uðu að misnota lyfið í kjölfar niðurgangs.15,24-38 Eitrunaráhrif
á hjarta eru ein helsta afleiðing lóperamíðmisnotkunar og al-
gengasta birtingarmyndin virðist vera yfirlið eða meðvitundar -
leysi.15,24-32,34,36,39,41,42,45,46 Einnig hefur verið lýst andþyngslum/mæði,
brjóstverk, krampa, ógleði og uppköstum, stjarfa (catatonia), og
vanstarfsemi á heiladingli. Athygli vekur að garnastíflu (ileus) er
ekki lýst og sjaldan minnst á hægðatregðu.25-27,30,36-40,47,48 Í tilfella-
lýsingum kemur einnig fram að þeir einstaklingar sem leituðu
læknisaðstoðar vegna ópíóíðafráhvarfa lóperamíðs voru með-
höndlaðir með metadóni eða búprenorfíni.37,43,47 Dauðsföllum og
sjálfsvígstilraunum af völdum ofskammts lóperamíðs hefur verið
lýst.15,33,35,41,44
Ópíóíðar og lóperamíð
Eftirlit með lyfjaávísunum hér á landi hefur aukist vegna vax-
andi misnotkunar ópíóíða og því er mögulegt að einstaklingar
með ópíóíðafíkn leiti í lyf eins og lóperamíð.49 Embætti landlækn-
is hvetur lækna til að nýta sér lyfjagagnagrunn og Lyfjastofnun
leitar nú leiða til að sporna við misnotkun eftirritunarskyldra
lyfja.50,51 Íslendingar virðast nota helmingi meira af ópíóíðum en
aðrar Norðurlandaþjóðir en ástæða þess er talin vera ávísanir fyrir
Parkódíni og Parkódín forte.52 Misnotkun ópíóíða og hætta á of-
skömmtum er vaxandi vandamál hér á landi en þeim sjúklingum
sem nota sterka ópíóíða fjölgaði um 68,5% á Sjúkrahúsinu Vogi á
árunum 2015-2017.53
Fráhvarfseinkenni lóperamíðs
Fráhvarfseinkennum eftir notkun hárra skammta af lóperamíði
svipar til ópíóíðafráhvarfa, til dæmis niðurgangur, ógleði með
uppköstum og verkir.37,47,54 Þau lyf sem eru hvað helst notuð við
ópíóíðafráhvörfum, meðal annars lóperamíðsfráhvörfum, eru
metadón og búprenorfín.37,43,47,55,56 Ólíkt metadóni virðist búprenor-
fín ekki valda lengingu QT-bils sem er mikilvægt í ljósi eitrun-
aráhrifa lóperamíðs á hjarta.57 Búprenorfín er hlutaörvi (partial-
-agonist) á μ-ópíóíða viðtaka og því þarf að vera á varðbergi fyrir
bráðum ópíóíðafráhvarfseinkennum sé það gefið einstaklingum
sem nýverið hafa tekið inn lóperamíð í háum skömmtum.58 Hér
á landi er Suboxone® (samsett af búprenorfíni og naloxoni) not-
að í 95% tilfella viðhaldsmeðferðar vegna ópíóíðafíknar og 5%
fá metadón.59,60 Á netinu hefur misnotkun lóperamíðs með tilliti
til ópíóíðafráhvarfseinkenna og vímuáhrifa verið til umræðu.22
Á mynd 1 má sjá ummæli sem höfundar rákust á við yfirferð á
vefsíðum þar sem einstaklingar geta deilt reynslu sinni af vímu-
efnum.61,62 Vissulega er ekki hægt að fullyrða að reynslusögurnar
Y F I R L I T S G R E I N
Mynd 2. Myndin sýnir dæmi um lyf sem gætu aukið áhrif lóperamíðs á miðtauga-
kerfið. Lyf sem hafa hemlandi áhrif og/eða eru hvarfefni útflæðispumpunnar P-glýkó-
próteins má sjá innan hringjanna auk þess sem CYP3A4-hemlar eru undirstrikaðir.
Listinn er ekki tæmandi.
Mynd 1. Dæmi um ummæli á netinu á ensku frá einstaklingum sem hafa tjáð sig um
áhrif þess að misnota lóperamíð til að ná fram vímuáhrifum. Svigi táknar að höfundar
hafi fjarlægt hluta ummælanna. *Losec er ómeprazól, **Percs er oxýkódón.