Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Síða 22

Læknablaðið - des. 2018, Síða 22
554 LÆKNAblaðið 2018/104 Læknablaðið kallaði eftir greinum í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlega hraðar tækniframfarir sem ekki sér fyrir endann á. Ekki eru nema rúmlega 50 ár síðan fyrstu tölvurnar komu fram og voru þær keyrðar á forritum sem skráð voru á gataspjöld. Í dag er vinnslugeta venjulegs snjallsíma miklu meiri en þeirra tölva sem stjórnuðu geimflaugum Apolloá- ætlunarinnar.1 Eitt afsprengi þessara framfara eru tölvur sem gæddar eru því sem nefnt hefur verið gervigreind (artificial intelligence). Slíkar tölvur geta leyst verkefni sem áður var talið að einungis manns- hugurinn réði við. Þó að mannsheilinn sé öflugur og settur saman af um milljarði taugunga sem hver um sig myndar um 1000 tengingar við aðrar taugafrumur er hann langt frá því að vera óskeikull og geta hans til að muna og varðveita upplýsingar er í raun afar takmörkuð þegar hún er borin saman við ofurtölv- ur nútímans. Þróun gervigreindar hefur leitt til þess að tölvur geta lært af reynslu sinni, bætt sig stöðugt og jafnvel þróað sjálfar nýjar aðferðir við að leysa verkefni. Þetta hefur verið nefnt vélnám, eða machine learning á ensku. Þessar tækniframfarir eru einn af meginþáttum svokallaðrar fjórðu iðnbyltingarinnar sem mikið hefur verið rætt um á undanförnum misserum og spáð er að muni hafa gríðarleg áhrif á líf og störf fólks í náinni framtíð.² Verkefni sem gervigreindar tölvur nútímans geta leyst eru til dæmis að greina talað mál og svara flóknum spurningum sem fyrir þær eru lagðar og að geta lært að greina og þekkja flókin mynstur eins og andlit. Flókin reiknirit tölva eða svokall- aðir algoritmar (ísl. algrím) eru jafnt og þétt að taka yfir ýmis verkefni og störf sem þar til fyrir aðeins nokkrum árum síðan voru talin vera það flókin að mannshugurinn einn réði við að framkvæma þau. Í dag er ljóst að mörg störf munu í framtíðinni verða að hluta eða öllu leyti unnin af gervigreindum tölvum sem geta lagað sig að margbreytilegum aðstæðum og lært af reynslu sinni. Áhrifa þessarar þróunar er þegar farið að gæta, til dæmis í bankastarfsemi og í ferðaþjónustu þar sem störfum fer jafnt og þétt fækkandi. Flest eigum við í reglulegum samskiptum við gervigreindar tölvur með því að nota leitarvélar eins og Google. Því er spáð að gervigreind muni gegna lykilhlutverki í mörgum tæknibylting- um framtíðarinnar, til dæmis er líklegt að sjálfkeyrandi bifreiðar verði komnar í almenna notkun á næstu árum og er talið að sú þróun muni geta dregið verulega úr bílaumferð og fækkað um- ferðarslysum um allt að 90%.3 Tækniframfarir í læknisfræði Gervigreind verður sífellt fyrirferðarmeiri í framþróun og nýj- ungum innan læknisfræði og annarra heilbrigðisgreina og munu framfarir að öllum líkindum verða mun meiri á næstu 10 árum en þær hafa verið á síðustu 100 árum.⁴ Dæmi um mögulega nýt- ingu gervigreindar í læknisfræði framtíðar eru tölvur sem geta lesið og greint upplýsingar úr rafrænum sjúkraskrám og niður- stöður klínískra rannsókna og þannig aðstoðað við sjúkdóms- greiningar og ákvarðanir um meðferð.⁵ Í ýmsum greinum læknisfræði er unnið að þróun reiknirita sem vinna með gríðarstór gagnasöfn og geta jafnframt nýtt upplýsingar úr vísindarannsóknum við greiningu og meðferð sjúkdóma, til dæmis ýmissa krabbameina.6 Í húðlækningum er byrjað að nota tölvur sem hafa lært að greina illkynja húð- breytingar út frá myndum og rannsóknir á greiningu sykursýkis- skemmda í augnbotnum með samskonar tækni lofa mjög góðu.7,8 Möguleikarnir eru einnig miklir í myndgreiningu (röntgen) og vefjameinafræði þar sem gervigreindar tölvur munu geta lært að þekkja sjúklegar breytingar af mikilli nákvæmni og jafnvel betur en mannsaugað.⁹ Víða er verið að taka í notkun lækningatæki og vélmenni sem gædd eru gervigreind til dæmis við blöndun og Læknisfræði framtíðar – munu gervigreind og vélmenni leysa lækna af hólmi? Magnús Haraldsson geðlæknir situr í ritstjórn Læknablaðsins hmagnus@landspitali.is

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.