Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Síða 24

Læknablaðið - des. 2018, Síða 24
556 LÆKNAblaðið 2018/104 Fækkar læknisstörfum í framtíðinni? Þó að ýmsir spái því að gervigreind og önnur hátækni muni leysa stóran hluta lækna framtíðarinnar af hólmi eru enn margir sem telja að þörf fyrir lækna muni ekki minnka heldur muni tækni- framfarir gera læknum betur kleift að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir: að sinna samskiptum við sjúklinga og finna nýjar leiðir til þess að bæta heilsu fólks.19,20 Bent hefur verið á að margir þeirra sem spá yfirtöku gervigreindar í læknisfræði hafa afar takmarkaða þekkingu og reynslu af heilbrigðisþjónustu og í þessu sambandi hafa verið nefnd nokkur atriði sem mæla sterk- lega gegn því að gervigreind muni gera lækna óþarfa í framtíð- inni. Í fyrsta lagi munu vélar seint geta sýnt samkennd og byggt upp traust í samskiptum með sama hætti og lifandi læknar en hvort tveggja eru afar mikilvægir þættir læknisstarfsins. Margt í starfi lækna krefst þess líka að menn geti hugsað út fyrir kassann og leitað að óvenjulegum ástæðum fyrir veikindum sjúklinga, en líklega munu alltaf verða til óvenjulegar og sjaldgæfar orsakir sjúkdóma sem reiknirit gervigreindra tölva geta illa greint. Hins vegar munu þessar tækniframfarir geta leitt til aukins öryggis í heilbrigðiskerfinu. Í nútímalæknisfræði eru mörg verkefni sem krefjast þess að unnið sé með mikið magn upplýsinga, til dæmis um mögulegar aukaverkanir og milliverkanir lyfja eða niðurstöður fjölda blóð- rannsókna. Þetta eru upplýsingar sem færustu læknar geta misst af eða gleymt að taka tillit til og það getur leitt til mistaka sem geta haft alvarlegar afleiðingar. Öflugar tölvur sem búnar eru gervigreind geta haldið utan um gríðarlegt magn upplýsinga og lært að greina hættuleg frávik á augabragði. Þær geta því verið afar gagnlegar sem hjálpartæki við klíníska vinnu og dregið úr hættu á mistökum.5 Líklega er ekki rétt að líta á hinar hröðu tækniframfarir sem ógn við framtíð læknisstarfsins eða að stilla þeim upp sem ein- hvers konar andstæðu við manninn. Framfarir í læknisfræði munu ráðast af því hvernig hinar öru tækniframfarir munu nýtast læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki við að auka áreiðan- leika sjúkdómsgreininga, hraða greiningu og meðferð ásamt því Líklegt er að í framtíðinni muni gervigreind vélmenni í auknum mæli taka þátt í eftirliti og jafnvel umönnun sjúklinga. NordicPhotos/AFP

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.