Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 28

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 28
560 LÆKNAblaðið 2018/104 Stundum er maður uppteknari af fyrir- sögn dagsins en stefnumótuninni, segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem hefur skorið upp herör gegn slíku vinnulagi og vill setja heilbrigðisstefnu um málaflokkinn svo ákvarðanir séu tekn- ar á faglegum grunni. „Það er auðveldara að hlaupa á milli og slökkva elda og vera í því að fækka fyrir- sögnunum í stað þess að horfa til lengri tíma. Ég tel hins vegar að það sé svo löngu tímabært að reyna að ná utan um kerfið í heild sinni og skapa heilbrigðisstefnu sem við getum sem flest verið stolt af. Stefnu sem getur verið grundvöllur úrlausna,“ segir hún. „Heilbrigðisstefna er grundvöll- ur þess að við getum náð betur utan um íslensku heilbrigðisþjónustuna.“ Það hefur gustað um Svandísi í gegn- um árin. Hún er þaulvön pólitískum átök- um og styrkur hennar sést á því að henni hefur verið treyst fyrir umdeildustu og veigamiklum embættum nútíma pólitíkur; náttúruvernd og heilbrigðismálum. „... svo er ég femínisti, sem skiptir mig miklu máli sem stjórnmálakona og uppalandi í sam- félaginu,“ segir þessi fjögurra barna móðir sem kom með krafti inn í landsmálin fyrir tæpum áratug og settist beint í stól um- hverfisráðherra. Læknar upplýstir um breytingar Breytingar liggja í loftinu en Svandís gerir ekki mikið úr þeim. „Ég vil segja og ég hef sagt við lækna á fundum: Það verða engar breytingar gerðar nema að þeir séu upplýstir um það sem stendur til,“ segir hún og leggur áherslu á að breytingarnar í heilbrigðisstefnunni sem snúi að læknum séu tengdar starfsumhverfi þeirra. Stefnt sé að frekara samspili heilbrigðisstofnana og aukinni áherslu á teymisvinnu. Þá verði lögð meiri áhersla á gæði og vísinda- starf. „Þetta er allt eitthvað sem læknar brenna fyrir og vilja sjálfir. Viðkvæmi þátturinn snýst um samninga og lúta að kaupum á heilbrigðisþjónustu. Ég hef engar áhyggjur af því að við náum ekki til lands í því með einhverju móti. Ég held að læknar geti verið alveg rólegir yfir mér í embætti,“ svarar Svandís og brosir yfir staðhæfingu blaðamanns um óróleika og ótta innan stéttarinnar yfir að nú eigi öllu að breyta. Óljóst hvað ríkið kaupi af læknum Rekstrarformið virðist ansi heit kartafla, staðhæfir blaðamaður og hún svarar: „Já, en það er að mínu mati ekki grund- vallaratriði í umræðunni. Mér finnst ekki að við eigum að dvelja of lengi við þann part. Auðvitað er ég þeirrar skoðunar að sterkt opinbert heilbrigðiskerfi sé gríðar- lega mikilvægt. Einnig að það sé samfellt, fjármagnað og jafnræðis gætt og að gjald- taka sé í algjöru lágmarki,“ segir hún. „En aðalatriði er að við vitum hvaða heilbrigð- isþjónustu við viljum kaupa af viðkom- andi aðila. Það sé gagnsætt og skýrt og í samræmi við þarfir almennings og að þar gildi sömu reglur um árangur og annars staðar.“ En er það þá ekki nægilega skýrt núna að mati ráðherrans? „Nei, alls ekki,“ segir Svandís. „Við erum að fá athugasemdir frá Ríkisendurskoðun, McKinsey og fleiri að- ilum. Ríkisendurskoðun orðar það meira að segja þannig að það þurfi að skýra verulega kaup ríkisins á heilbrigðisþjón- ustu, að það sé ekki nógu afgerandi hvað ríkið vilji kaupa. Ég tel að það þurfi að liggja fyrir hvaða þjónustu ríkið þurfi að bæta inn í það kerfi sem fyrir er og sam- kvæmt hvaða reglum.“ Spurð um Klíníkina í þessu sambandi segir Svandís málið endurspegla þetta en einnig að álitamál sé um þörfina fyrir þjónustu hennar. „Því spyr ég: Erum við að raða eftir nægilega gagnsæjum hætti á biðlista hér heima? Er það þannig að þeir Svandís ætlar að breyta heildarmyndinni Heilbrigðisráðherra hefur stýrt í eitt ár. Hún segir mikilvægt að hafa skýra sýn svo dagsverkið fari ekki aðeins í að slökkva elda sem blossi upp í fjölmiðlum landsins „Því spyr ég: Erum við að raða eftir nægilega gagnsæjum hætti á biðlista hér heima? Er það þannig að þeir sem eru í mestri þörf, eru sárkvaldir og eru á verkjalyfjum mánuðum saman, njóti þjón- ustunnar eins hratt og mögulegt er? Ég er ekki enn sannfærð um að þetta sé allt saman í lagi.“ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.