Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2018, Page 30

Læknablaðið - Dec 2018, Page 30
562 LÆKNAblaðið 2018/104 hafði meðal annars verið framkvæmdastjóri flokksins og formaður í Reykjavík. Þá var hún varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga áður en hún steig inn á þing. Ein- hverjir gætu talið að hún hafi alltaf verið í pólitík, en svo er alls ekki. „Ég er alin upp við stjórnmál og pólitíska umræðu á heimilinu en ég fer ekki í hefðbundna pólitík fyrr en ég er 42 ára gömul,“ segir Svandís en eins og flestir vita er hún dóttir Svavars Gestssonar, fyrrum ráðherra og sendiherra, og fetar nú í fótspor hans. Hann var viðskipta-, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra, já og þing- flokksformaður. Svandís var menntamálaráðherra í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur og umhverfisráðherra á árunum 2009-2013 áður en hún varð heilbrigðisráðherra. Hún hefur einnig verið þingflokksformaður. En af hverju svona seint? „Ég hugsa að það hafi haft áhrif að pabbi tók mikið pláss sem pólitíkus og var mjög áberandi,“ segir hún. „Ég upplifði það að vera í fjölskyldu með stjórnmálamanni. Svo líða árin og dálítið mörgum árum síðar feta ég þessa braut og nýt góðs af því að hann er reyndur stjórnmálamaður og einn af mínum bestu vinum. Ég get því oft ráðfært mig við hann og notið hans reynslu við það sem ég er að gera.“ Spennt fyrir heilbrigðismálum Svandís segir að þótt tímarnir hafi breyst séu grunngildi stjórnmála þá og nú þau sömu. „Þetta snýst um að taka ákvarðanir um líf fólks, hvernig við viljum haga opinberri þjónustu og hvernig við viljum safna fjármagni í sameigin- lega sjóði og ráðstafa því,“ segir hún. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé að sumu leyti svipað þótt það séu ákveðnar áskoranir sem nútíminn leggur okkur á herðar, sem eru loftslagsmálin og umhverfismálin, sem voru minna á dagskrá hér á árum áður. Þau voru þó til og umhverfisráðuneytið varð til á þeim tíma sem pabbi var í ríkisstjórn,“ segir hún. „En í grunninn snýst þetta um að taka sér stöðu með heildarhagsmunum.“ Það sé stefna hennar einnig í heilbrigðismálum. Þann 30. nóvember hefur Svandís verið ár í embætti. Hvernig hefur árið verið? „Alveg ótrúlega spennandi. Þetta er þvílíkur málaflokk- ur. Mjög umfangsmikill og miklar áskoranir. Mjög margt þarf að gera. Það þarf að taka til hendinni. Það er frábært að sitja undir stýri þegar við erum að auka við fjármagn á öllum sviðum,“ segir Svandís og bætir við: „Sögulega erum við að bæta meiru við á milli ára en áður hefur verið gert. Bygging nýs Landspítala við Hring- braut er að byrja. Við erum að styrkja heilsugæsluna um- talsvert með því að búa þar til þróunarmiðstöð; bæta við sálfræðingum, styrkja geðheilsuteymin. Við fjármögnum nú geðheilbrigðisáætlun og sækjum fram á öllum sviðum. Það er umtalsvert skemmtilegra heldur en að vera í ríkisstjórn sem þurfti bara að skera niður,“ segir Svandís og vísar í fyrra ríkisstjórnarsamstarf flokksins, árin eftir hrun. „[Heilbrigðiskerfið] þarf virkilega á fjárhagslegri innspýtingu að halda, en það þarf líka á því að halda að við vitum betur hver gerir hvað og að við skiptum með okkur verkum,“ segir hún. „Nú erum við bæði með eyður í þjónustunni og tvíverknað. Við þurfum því að taka til í kerfinu.“ Svandís hefur nú vermt stól heilbrigðisráðherra í eitt ár. Hún segir umtalsvert skemmtilegra að gefa í eins og nú um stundir en að sitja í ríkisstjórn sem þurfi að skera niður. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.