Læknablaðið - Dec 2018, Page 31
LÆKNAblaðið 2018/104 563
Kristín Siggeirsdóttir
iðjuþjálfi, Hjartavernd og Janusi endurhæfingu
Vilmundur Guðnason
læknir, Hjartavernd og Háskóla Íslands
Gunnar Sigurðsson
læknir, Hjartavernd
Nýlega var í Læknablaðinu vakin athygli á
að nýta mætti betur árangursríka meðferð
gegn beinbrotum hérlendis, sérstaklega
meðal þeirra sem eru í aukinni áhættu
næstu 10 árin.1 Fyrri rannsóknir hafa sýnt
fram á að brotaáhætta tvöfaldast eftir
fyrsta beinbrot aldraðra og er mest fyrsta
árið.2 Þetta áhættuhlutfall, tvöföldun,
hefur verið notað í alþjóðlegum áhættu-
reikniforritum, til dæmis í FRAX.3
Í þessu sambandi viljum við vekja
athygli á nýrri vísindagrein „Character-
istics of recurrent fractures“ sem birtist í
Osteoporis International 2018 og var unnin
upp úr stórum gagnagrunni Hjartavernd-
ar, sem undirstrikar þetta enn frekar.4
Hjartaverndarhópurinn hefur þann kost
að vera stærri og ná yfir lengra tímabil
en flestar aðrar hóprannsóknir. Niður-
stöður ofangreindrar rannsóknar benda
til þess að beinbrotaáhætta hafi hingað
til verið vanmetin verulega í kjölfar
fjögurra þekktustu beinþynningarbrot-
anna: mjaðmarbrota, hryggsúlubrota,
upphandleggsbrota og framhandleggs-
brota. Í Hjartaverndarrannsókninni (alls
18.872 karlar og konur) var brotasaga
allra karla og kvenna sem hlutu eitthvert
áðurnefndra fjögurra brota könnuð næstu
10 árin. Samanburður var síðan gerður
við þann hóp sem ekki hafði slíka brota-
sögu. Að meðaltali hlutu 28-38% hópsins
eitthvert slíkt brot aftur á næstu 10 árum.
Mynd 1 úr birtri grein frá Hjartavernd í
Osteoporosis International sýnir áhættu-
hlutfall kvenna næstu 10 árin við 70 ára
aldur samanborið við þann hóp sem ekki
hafði fyrir slíka brotasögu. Meðaláhættan
var mest áberandi fyrsta árið eftir brot en
var verulega mismunandi eftir því hvert
fyrsta brotið var. Hæst var meðaláhættan
6,6 eftir hryggsúlubrot, 5,6 eftir upphand-
leggsbrot, 4,6 eftir mjaðmarbrot og minnst
var hún eftir framhandleggsbrot 3,3.
Meðaláhættuhlutfallið var svipað meðal
karla og kvenna. Niðurstöðurnar benda
til þess að brotaáhættan sé því verulega
meiri á fyrsta árinu eftir brot heldur en
hún hefur áður verið talin. Almennt hefur
brota áhættan aðeins verið álitin tvöfald-
ast.
Þessar niðurstöður Hjartaverndar
undirstrika mikilvægi inngrips sem allra
fyrst eftir eitthvert slíkt beinbrot meðal
aldraðra og styrkja því mjög hugmynda-
fræðina að baki „Fracture Liaison Service“
sem tekin hefur verið upp á Landspítala
undir heitinu „Gríptu brotin“. Áður birtar
niðurstöður Hjartaverndar hafa sýnt fram
á að um 40% allra beinbrota séu seinni
brot5 og því til mikils að vinna með því að
„grípa brotin“.
Heimildir
1. Gudbjörnsson B, Einarsson JP, Magnússon A, Einarsson
ÓB. Lyfjamál. Tryggjum árangursríka beinverndarmeð-
ferð. Læknablaðið 2018; 104: 470-1.
2. Kanis Ja, Johnell O, De Laet C, Johansson H, Oden A,
Delmas P, et al. A meta-analysis of previous fracture and
subsequent frature risk. Bone 2004; 35: 375-82.
3. sheffield.ac.uk/FRAX/tool.aspx?country=56 – nóvember
2018.
4. Kanis JA, Johansson H, Odén A, Harvey NC, Gudnason V,
Sanders KM, et al. Characteristics of recurrent fractures.
Osteoporos Int 2018: 29: 1747-57.
5. Sigurðsson G, Siggeirsdóttir K, Jónsson BY, Mogensen B,
Guðmundsson EF, Aspelund T, et al. Úr gögnum Hjarta-
verndar: Nokkur atriði um faraldsfræði og áhættumat
beinbrota á Íslandi. Læknablaðið 2017; 103: 423-7.
Ný íslensk beinbrotarannsókn Hjartaverndar undirstrikar
mikilvægi verklags Landspítala að „grípa brotin“
Mynd 1. Áhættuhlutfall á fjórum helstu beinþynningarbrotunum meðal kvenna við 70 ára aldur næstu 10 árin, eftir
tegundum fyrra brots. Samanborið við hópinn sem ekki hafði sögu um fyrra brot. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi
Springer Science and Business Media.
Breytingar á ritstjórn
Þær breytingar urðu á ritstjórn 1. desember að úr henni gekk Þórdís Jóna Hrafnkels-
dóttir og í hennar stað kemur Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, hjartalæknar báðar
tvær. Þórdís Jóna hefur setið í ritstjórn síðan í janúar 2011, og hefur lagt blaðinu lið í
stóru og smáu, - ritstjórn og starfsmenn þakka henni gott samstarf. Ingibjörg er boðin
velkomin til starfa.
BRÉF TIL BLAÐSINS