Læknablaðið - des. 2018, Síða 34
566 LÆKNAblaðið 2018/104
kenningu syndarinnar lýst. Verk sem Jóni
bróður hans fannst vert að tæki við eftir
Heine.
„Ég hélt bara áfram, hvattur af Nonna
bróður allan tímann. Þetta er eiginlega
hans verk líka. Alltaf með hvatningar og
hrósyrði og ég veit ekki hvað og hvað,“
segir Einar um yngri bróður sinn, Jón
Thoroddsen sem kennir krökkum heim-
speki í Laugalækjarskóla.
Vandasömu verki hnoðað saman
Varðstu aldrei leiður á verkinu? „Nei, en
það tók óskaplegan tíma að hnoða saman
einu erindi. Eitt erindi eða rímorð gat
tekið þrjá daga að finna. Ég skrifaði niður
öll rímorð sem ég þekkti og punkta hvað
væri mögulega hægt að nota og klína því
inn með góðu eða illu,“ segir hann. Oft
hafi verið þrautin þyngri að láta orðin
passa. „Stundum var þetta alveg skelfi-
legt og ég varð að flytja línur fram, en þó
innan þeirra marka sem Dante setur.“
Guðrún útgáfufélag ehf. gefur verkið
út og sáu Hjalti Snær Ægisson, Stefano
Rosatti, Árni Óskarsson, Páll Baldvin
Baldvinsson og Ármann Jakobsson
um yfirlesturinn. „Hjalti Snær var ansi
strangur á meiningunni. Maður á nátt-
úrulega ekki að sleppa þessu með kom-
prómesi. Það var því rosalegt gagn að
þeim,“ segir Einar. Sigurður Gísli Pálma-
son var bakhjarl þeirra bræðra, einnig
Börkur Arnarson, sem fékk listamanninn
Ragnar Kjartansson til að teikna það sem
XXVI
61 Piangevisi entro l´arte per che, morta,
Deїdamìa ancor si duol d´Achille,
e del Palladio pena vi si porta».
64 «S´ei posson dentro da quelle faville
parlar», diss´io, «maestro, assai ten priego
e ripriego, che ´l priego vaglia mille,
67 che non mi facci de l´attender niego
fin che la fiamma cornuta qua vegna;
vedi che del disio ver‘ lei mi piego!».
Þeir harma svik við dána Deidamíu, 61
sem ennþá vegna Akkillesar grætur,
og þjást svo fyrir þjófnað Palladíu.
„Ef þeim í þessum loga tala lætur,“ 64
mælti ég, „ég þrábið þig, minn herra,
þúsundfalt að mér þú bannir vætur
að hinkra unz er hornótt loga snerra 67
hingað fer, þú sérð ég fram mér halla,
því ekki sérðu þessa löngun þverra.“
Opna úr Víti, - ítalski frumtextinn á vinstri síðu og íslenska þýðingin á
hægri síðu, - inn á milli arka er skotið blýantsteikningum
Ragnars Kjartanssonar af nokkrum útfærslum á víti nútímamannsins.
hann teldi Víti. „Hann sér til dæmis fyrir
sér de Gaulle flugvöllinn, eða kolagrill í
rigningu.“
Íslenskur kveðskapur nýttur
Einar segir að þótt hann fylgi textanum
eins og nokkur kostur sé, vitni hann dá-
lítið í íslenskan kveðskap og flytur þá ljóð:
Heyrið vella' á heiðum hveri,
heyrið álftir syngja' í veri.
Íslands er það lag
Heyrið fljót á flúðum duna,
foss í klettaskoru bruna.
Íslands er það lag
Grímur Thomsen
„Á einum stað þegar Dante hittir Virgil
leiðsögumann sinn, sem var stórskáld, og
gerði Eneasar-kviðu, þegar Eneas fór frá
Tróju og endaði í Róm – í þessum skógi
sem hann villtist í – þá segir hann: Þá
ertu Virgill, orðsins ofurmenni, er lætur
skáldleg fljót á flúðum duna. Þarna tek ég
beint úr íslenskum kveðskap. Svo læt ég
Virgil segja, þegar hann hljómar eins og
heigull eða skræfa: Þá er þinn hugur Björn
að baki Kára.“
Þar vitnar Einar til þeirra Björns hvíta
í Mörk og tengdasonar Njáls, Kára Söl-
mundarsonar, í Brennu-Njáls sögu. Skóla-
ljóðin hafi líka komið sér vel, segir Einar,
og bragarhátturinn sá sami og í Gunnars-
hólma.
En svipar sögu Dantes þá til Íslend-
ingasagnanna? „Nei,“ svarar Einar en
útilokar þó ekki áhrif þeirra á þýðingarn-
ar. „Eins og þegar ég þýddi Heine var ég
miklu knappari en Heine sjálfur. Þegar
upp var staðið var ljóðaflokkurinn eftir
Heine 12.000 orð en 9000 orð sögðu það
sama á íslensku. Það er kannski afleiðing
Íslendingasagnanna að það þurfti að velja
og segja frá í sem fæstum orðum.“
Góð gjöf og flott svefnlyf
Yfir hundrað manns mættu í útgáfuhóf
bókarinnar í Ásmundarsal fimmtudaginn
25. október og „slatti“ seldist, eins og Ein-
ar orðar það. „Þetta fer aldrei upp í hinn
sanna kostnað við útgáfu bókarinnar,”
segir hann þó og bendir á að seint verði
hægt að lifa af bókaútgáfu. „Þetta er ekki
bestseller, en ágætis gjöf og eins og Hilm-
ar í Morkinskinnu sagði: Hún fer vel í
rúmi. Flott á náttborði og gott að svæfa sig
með því að grípa í eina og eina kviðu.“
Brot úr 26. kviðu Vítis, ítalskan og íslenskan hlið við hlið. Hexameter heitir bragarhátturinn, forngrískur og kjörinn
fyrir söguljóð, Jónas Hallgrímsson færði Íslendingum þetta form á silfurfati með Gunnarshólma.