Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Síða 37

Læknablaðið - des. 2018, Síða 37
LÆKNAblaðið 2018/104 569 landinu,“ sagði hann. „Landspítali hefur skipulagt samstarf við háskólasjúkrahús á Norðurlöndum þangað sem hátækniþjónusta sem ekki er unnt að veita hér á landi er sótt.“ Hann nefndi sérstaklega að árið 2030 ætti ekki að vera tilviljunum háð hvaða sjúklingar fái annað álit læknis og hverjir þeirra hafi möguleika á að leita hátækniþjónustu út fyrir landsteinana: „Það á ekki að þurfa að byggja á kunningsskap eða öðrum for- réttindum.“ Stefnumótun fyrir landsbyggðina Birgir sagði stefnt að því að legurými spítalans verði einungis notuð fyrir þá sjúklinga sem þurfi á því þjónustustigi að halda. „Hlutverk sjúkrahússins á Akureyri sem kennslusjúkrahúss og veitanda sér- hæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir tilgreindar heil- brigðisstofnanir hefur verið tilgreint og styrkt. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að við reynum í lengstu lög að styrkja Norðurland og landsbyggðina á þessu sviði.“ Stefnt er að því að árið 2030 verði í gildi langtíma- samningar sjúkrahúsa við erlend sjúkrahús sem feli í sér möguleika til vísindastarfsmenntunar og sameig- inlegrar þróunar á heilbrigðisþjónustu. Ráðuneytið vill sjá að landsmenn hafi gott að- gengi að þekkingu til að taka upplýstar ákvarðanir um val á heilbrigðisþjónustu, til dæmis um rafræna notendagátt eins og Heilsuveru. Þá sagði Birgir að sérhver sjúklingur hafi árið 2030 eina samræmda sjúkraskrá sem sé aðgengileg viðeigandi heilbrigð- isstarfsmönnum í samræmi við óskir hans. Hann hafi aðgang að sjúkraskrá sinni og sjái stöðu sína í greiðsluþátttökukerfinu. Þjónustan mæld og bætt Reglulegar þjónustukannanir verði gerðar þar sem sjónarmið notenda verði nýtt til að bæta þjónustuna. Gera þurfi þær reglulega, ef nota eigi upplýsingarnar í hefðbundnu umbótastarfi. Undir liðnum gæði í fyrirrúmi kom fram að Ísland ætti að vera leiðandi á heimsvísu í því að sýna mæl- anlegan árangur heilbrigðiskerfisins. Greiðslur til stofa og stofnana taki mið af niðurstöðunni. Sjúkratryggingar Íslands annist alla samningagerð um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins. Kaupin byggist á þarfagreiningu og ef forgangsröð- unar sé þörf verði þeir sjúklingar sem þurfi mest á læknisþjónustu að halda og búi við verst lífskjör settir í forgang. „Flest markmiða heilbrigðisstefn- unnar eru tiltölulega raunhæf. Mikilvægt er að við sjáum hvert við stefnum og hvar við viljum sjá heil- brigðiskerfið á þessum tímamótum. Stefnumótun sem þessi gerir starfið faglegra og markvissara,“ segir for- maður félagsins Reynir Arngrímsson um heilbrigðisstefnuna til ársins 2030. „Læknafélagið hefði þó kosið að koma fyrr að vinnu að stefnunni. Vinnufundir með stjórnendum heilbrigðisstofnana, Landspítala og heilsugæslunni voru frá þegar félaginu var boðið til kynningar í velferðarráðuneytinu.“ Það sjáist á drögunum. Fyrst á heilbrigðis- þinginu í nóvemberbyrjun hafi félag- ið fengið gögn í hendur til að vinna með. „Þar sást að stefnan endurspeglar hópinn sem kom að frumvinnunni en greinilega vantaði að ræða við þá sem hafa sinnt samnings- bundinni heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa,“ segir hann. „Horfa þarf til þess hvernig sú starfsemi á að þróast, því öll er þessi þjónusta hluti af sömu keðjunni.“ Reynir segir fátt í stefnunni sem læknar geti ekki sætt sig við en nefn- ir fleiri hluti sem vanti. „Við hefðum til dæmis viljað sjá markmið um að auka fjárframlög til heilbrigðiskerfis- ins á þessu tímabili,“ segir hann. „Við eyðum langminnstu af okkar sameiginlegu sjóðum til heilbrigðis- mála sé miðað við Norðurlöndin. Þar hefðum við viljað sjá stefnumörkun um að við stæðum jafnfætis því sem þar gerist best,” segir hann. „Við hefðum einnig viljað sjá markmið sett um innviðaupp- byggingu innan heilbrigðiskerfisins og að ákveðnu marki yrði náð á þessu tímabili. Ekki er langt síðan að við sátum í næstneðsta sæti af OECD-löndunum varðandi fjármagn sem fer í slíka uppbyggingu. Við sjá- um enda hvernig ástand á húsnæði er og hvernig það þróaðist og hvern- ig tækjakaupin drógust aftur úr hjá okkur,“ segir Reynir. „Vissulega hefur núverandi ríkis- stjórn og sú sem var á undan verið að auka framlögin hægt og bítandi og það er mikil innspýting að byggja upp Landspítala og húsnæði hans.“ Reynir segir þó að horfa verði til þess að heilbrigðisstefnan sé aðeins stefnumótun. „Margir vilja rugla þessu saman við aðgerðabindingu og fjármögnun. Það er ekki mark- miðið á þessu stigi hjá ráðuneytinu.“ Margir velti því nú hins vegar fyrir sér hvernig eigi að ná markmiðun- um. „Þó að þetta sé stefnumörkun til ársins 2030 er hún almenn eðlis og ætti því að geta staðist pólitíska sviptivinda. Hvernig menn ná þessu markmiðum getur verið mismun- andi eftir pólitískum skoðunum, samfélagslegum breytingum og þrýstingi. Þá umræðu eigum við eftir að taka. Hún heyrir til næstu skrefa þegar fólk er orðið sátt við stefnuna og hvar við ætlum að standa árið 2030.“ Vildu koma fyrr að stefnumótuninni Stefnumótunin fyrir heilbrigðiskerfið er raunhæf og þörf, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Hann segir að félagið hefði viljað koma fyrr að vinnu við hana því ákveðnir hópar hafi orðið útundan í fyrstu drögum hennar HEILBRIGÐISÞING 2018

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.