Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Síða 40

Læknablaðið - des. 2018, Síða 40
572 LÆKNAblaðið 2018/104 „Læknablaðið er málgagn lækna. Alltaf þegar blaðið kemur út vitna fjölmiðlar í blaðið,“ sagði Reynir Arngrímsson, for- maður Læknafélagsins þegar hann lagði málefni blaðsins fyrir aðalfund félagsins. „Þetta er gluggi okkar út á við og tenging okkar við samfélagið. Við þurfum að hlúa að því og taka afstöðu til þess hvernig við viljum hlúa að því í framtíðinni,“ sagði hann um þetta ríflega aldargamla fagtímarit lækna, en það kom fyrst út árið 1915. Aðalfundurinn samþykkti eftir um- ræðu um blaðið að Læknafélagið tæki reksturinn yfir og héldi útgáfunni áfram í óbreyttri mynd. Jafnframt beindi fund- urinn því til stjórnar að málefni blaðsins yrðu rædd á næsta aðalfundi „og að fyrir þann tíma verði gerð úttekt á út- gáfumálunum með tilliti til reksturs og útgáfuforms og möguleikum á frekari hagræðingu kostnaðar.“ Fram kom á fundinum að tekjur blaðsins hafi farið dvínandi vegna færri auglýsinga. „Við þykjumst vita að þetta sé sambærileg þróun og annars staðar. Við höfum orðið þess áskynja að blöð á Norð- urlöndunum hafi gengið í gegnum svipað- ar hremmingar,” sagði Magnús Gottfreðs- son, lyf- og smitsjúkdómalæknir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins. Áður en framtíð blaðsins var ákveðin benti hann fólki á að horfa til ábata blaðsins. „Ég held að oft sé litið á kostnaðinn en ekki ábatann, rétt eins og þegar litið er á heilbrigðiskerfið. Blaðið hefur skilað miklum ávinningi fyrir félagsmenn,“ sagði hann og bætti við: „Blaðið stendur sterkt faglega.“ LÍ tekur yfir rekstur Læknablaðsins ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Formið á aðalfundinum var nýtt, – og undirfélögin fjögur koma sterk inn, – það var gróandi í lofti og nýja orðið valdefling varð áþreifanlegt. Mynd/Védís. Aðalfundarfulltrúar snæddu saman á Grand hóteli og við það tækifæri voru heiðraðar fjórar konur í læknastétt: Bergþóra Sigurðardóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Helga Ögmunds- dóttir og Þórey Sigurjónsdóttir sem var því miður ekki viðstödd. Mynd/Védís. AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.