Læknablaðið - Dec 2018, Page 41
LÆKNAblaðið 2018/104 573
Hvöttu til
betra
samfélags
Burt með rafretturnar og betri
framkomu við erlent vinnuafl var
meðal þess sem læknar á aðalfundi
Læknafélags Íslands ályktuðu. Hér
verður stiklað á þeim ályktunum
sem samþykktar voru á fundinum
og hægt er að sjá þær í lengra máli á
vef félagsins:
Um heimilislækningar: Skorað er á
ríkisstjórnina, fjármálaráðuneyti og
Alþingi að efla heimilislækningar
og tryggja öllum landsmönnum sinn
heimilislækni og setja heimilislækn-
ingar sem grunnstoð heilbrigðiskerf-
isins í raunverulegan forgang.
Um erlent vinnuafl: Skorað er á
ríkisstjórnina, velferðarráðuneyti
og Alþingi að bæta og jafna stöðu
erlends vinnuafls á Íslandi. Lækn-
ar verði í daglegu starfi sínu vitni
að því að endurtekið sé brotið á
réttindum erlends vinnuafls. Því
sé mikilvægt að upplýsingagjöf til
þessa hóps sé bætt og viðurlög hert
við brotum.
Um rafrettur og reykingar: Skorað
er á yfirvöld að stöðva án tafar sölu
á rafrettum eftir því fyrirkomulagi
sem nú er því rafrettur eru hættu-
legar. Finna þurfi viðeigandi lausn
á sölu rafretta sem hjálpartækja.
Núverandi sölufyrirkomulag sé
óásættanlegt.
Um stuðning við kröfur Læknafé-
lags Reykjavíkur: Fundurinn hvet-
ur heilbrigðisráðherra til að beita
sér fyrir því að nýr samningur verði
gerður um sérfræðilæknisþjónustu
áður en gildandi samningur rennur
út um næstu áramót. Án samnings
SÍ við sérgreinalækna telur LÍ að
hætta aukist á mismunun á aðgengi
að læknisþjónustu á grunni efna-
hags.
Um mannauðsmál: Aðalfundurinn
fordæmir ítrekuð brot undirstofnana
heilbrigðisráðuneytisins er lúta að
#MeToo ýtir
við læknum
Ákveðið var á aðalfundi
Læknafélagsins að setja á
laggirnar sérstaka samskipta-
og jafnréttisnefnd. Hún á að
stuðla að jákvæðum samskipt-
um og jafnrétti með áherslu
á mál er varða kynferðislega
áreitni, kynbundna áreitni og
einelti.
Hlutverk nefndarinnar
verður að stuðla að fræðslu og
forvörnum og tryggja að við-
bragðsáætlanir og verkferlar
séu til staðar á vinnustöðum
lækna og taka við erindum frá
félagsmönnum. Tillaga þessi
kemur í framhaldi af #metoo-
vinnu LÍ.
störfum lækna. Aðalfundurinn telur þessi mál lýsa stjórn-
unarstefnu sem fengið hafi að viðgangast óáreitt í heilbrigð-
iskerfinu þar sem ekki sé brugðist við af stjórnvöldum þegar
stjórnendur heilbrigðisstofnana verði uppvísir að ólögmætri
stjórnsýslu.
Um heilbrigðisstefnu: Lýst er áhyggjum yfir vinnubrögðum
við gerð heilbrigðisstefnu á vegum heilbrigðisráðuneytisins
þar sem félögum lækna hafi ekki verið boðið að senda full-
trúa á fjölmarga undirbúningsfundi. LÍ og aðildarfélög þess
lýsa sig reiðubúin að taka virkan þátt í gerð heilbrigðisstefn-
unnar.
Um vinnufyrirkomulag almennra lækna: Aðalfundur hvet-
ur stjórnendur Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana að
sýna almennum læknum tillitssemi og virðingu í samskipt-
um er varða almennt vinnufyrirkomulag.
Ný stjórn
Læknafélagsins
tekur til starfa
Reynir Arngrímsson,
formaður
Björn Gunnarsson,
gjaldkeri
Frá Félagi almennra lækna:
Guðrún Ása Björnsdóttir,
formaður og Ýmir
Óskarsson
Frá Félagi íslenskra heimilis-
lækna: Salóme Ásta Arnar-
dóttir, formaður og
Jörundur Kristinsson,
varaformaður LÍ
Frá Félagi sjúkrahússlækna:
María I. Gunnbjörnsdóttir,
formaður og Gunnar Mýr-
dal, ritari LÍ
Frá Læknafélagi Reykjavíkur:
Þórarinn Guðnason,
formaður og Guðmundur
Örn Guðmundsson.
Hópastarf í ætt við þjóðfund, – aðeins 8 manns í hverju holli og auðvelt að kom-
ast að og tjá sig.