Læknablaðið - des. 2018, Síða 42
574 LÆKNAblaðið 2018/104
Alls 66.000 einstaklingar hafa nýtt Heilsu-
veru fyrstu 10 mánuði ársins. Notend-
um þessarar rafrænu heilbrigðisgáttar
hefur fjölgað hratt og eru þetta nærri
tvöfalt fleiri nú en í fyrra. Þetta er annað
árið í röð þar sem fjöldinn svo gott sem
tvöfaldast, því árið 2016 notuðu tæplega
17.000 skrána.
„Við sjáum hvernig beiðnum um lyf-
jaendurnýjun í Heilsuveru hefur fjölgað,
úr því að vera ríflega 2000 í september
2016 í yfir 14.000 tveimur árum seinna.
Það nemur um 10% allra lyfja ávísana á
mánuði,” segir Ingi Steinar Ingason, teym-
isstjóri Miðstöðvar rafrænnar sjúkrarskrár
hjá Embætti landlæknis. „Margir heim-
ilislæknar taka daglega á móti tugum
beiðna um endurnýjanir lyfseðla í gegnum
kerfið.“
Á heilbrigðisþingi velferðarráðu-
neytisins kom fram að þessir einstaklingar
hafa tileinkað sér notkun vefjarins, því
frá ársbyrjun 2017 hafa innskráningarnar
verið tæplega 686.000 og lyfjaendurnýjanir
164.300 talsins. Alls tæplega 23.000
sinnum hafa sjúklingar bókað tíma
rafrænt á þessu tímabili.
„Við sjáum að eftir því sem stöðvunum
fjölgar á bakvið Heilsuveru eykst notkun-
in. Við höfum nú tengt allar heilsugæslu-
stöðvar landsins við vefinn og því er
bæði hægt að panta þar tíma og biðja um
að lyfseðlar séu endurnýjaðir. Þá hafa 23
heilsugæslustöðvar opnað fyrir almennar
fyrirspurnir,“ segir Ingi.
„Við sjáum einnig að einkareknu
stöðvarnar sjá tækifæri í Heilsuveru. Þær
geta dregið úr kostnaði og sparað tíma
sem annars færi í utanumhaldið,“ segir
hann. „En við erum þó að bíða eftir betra
tilvísunarkerfi, því við sjáum að margir
sérfræðingar eru svo umsetnir að þeir vilja
ekki fá tímabókun frá hverjum sem er. Þó
eru nokkrir sérfræðingar á stofu farnir að
bjóða upp á rafrænar tímabókanir.“
Ingi Steinar segir að gagnvirkir mats-
listar á þjónustuþörf, eins og verkjameð-
ferð og þunglyndi, verði aðgengilegir í
Heilsuveru á næstunni. Þar verði einnig
hægt að nálgast einstaklingsmiðaðar með-
ferðarleiðbeiningar, fá aðgang að mæðra-
og fæðingaskrá ásamt leiðbeiningum
fyrir verðandi mæður. Þá verði komið á
tengingu við notendagátt Sjúkratrygginga
Íslands.
„Heilsuvera mun þróast áfram, Við
erum til að mynda komin í samstarf við
krabbameinsdeildina á Landspítalanum.
Þá getur fólk fyllt út verkja- og ógleði-
kvarða sem læknar og hjúkrunarfræðingar
þeirra geta fylgst með og gripið inn í með
viðeigandi meðferð ef þeir telja þörf á
því,“ segir hann.
En hvernig notar svo almenningur
Heilsuveru? „Fer inn á vefinn, velur mínar
síður og skráir sig inn með rafrænum skil-
ríkjum.“
Tugir þúsunda nota Heilsuveru
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
„Margir heimilislæknar taka daglega á móti tugum beiðna
um endurnýjanir lyfseðla í gegnum kerfið.“
Ingi Steinar Ingason frá
Embætti landlæknis fór yfir
þróun Heilsuveru á heil-
brigðisþinginu.
„Um 10% allra lyfja ávísana
byggja á beiðnum um
endurnýjun úr Heilsuveru,“
segir Ingi Steinar Ingason,
teymisstjóri hjá Embætti
landlæknis
HEILBRIGÐISÞING 2018