Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 44

Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 44
576 LÆKNAblaðið 2018/104 Allt frá 1960 hafa Íslendingar verið dugleg- ir að kveðja gamla árið og fagna nýju með því að skjóta upp flugeldum. Flugeldasala hefur verið helsta tekjulind björgunar- sveita, en einnig hafa ýmis íþróttafélög, félagasamtök og einkaaðilar hagnast af sölu þeirra. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands fjórfaldaðist innflutningur á flug- eldum á árunum 1995-2005. Síðan 2005 hafa um 600 tonn af flugeldum verið flutt inn til Íslands á hverju ári, sem samsvar- ar um 2 kg á hvern Íslending. Eftir hver áramót hefur hafist umræða um þá miklu loftmengun sem flugeldarnir valda og áhrif þeirra á heilsufar. Einnig er á hverju ári umræða um slys af völdum flugelda og það mikla sorp sem fellur til vegna þeirra og er oft að velkjast um mánuðum og árum saman bæði í mannabyggðum og úti í náttúrunni. Þessi umræða hljóðnar síðan eftir nokkrar vikur og áfram heldur hringrásin með áframhaldandi innflutn- ingi og flugeldagleði um áramót. Í septem- ber 2018 voru kynntar niðurstöður rann- sóknar á loftmengun tengdri flugeldum á Íslandi, þar sem rýnt var í loftgæðamæl- ingar á vegum opinberra aðila, erlendar vísindagreinar og viðhorf Íslendinga til flugelda voru könnuð með viðtölum við hagsmunaaðila og í þjóðmálakönnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.1 Í rannsókninni var gerð grein fyrir mælingum Umhverfisstofnunar og heil- brigðiseftirlita sveitarfélaga á svifryki á nýársnótt 2018 í 7 mælistöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Stöðvar staðsettar miðsvæðis fóru allar yfir heilsuverndar- mörk. Hæst mældist mengun í Dalsmára í Kópavogi og við Grensásveg í Reykjavík, en þar fóru dægurgildi svifryks áttfalt yfir heilsuverndarmörk á nýársdag. Vart var við flugeldamengun fram á eftirmiðdag á ný- ársdag (styrkur yfir 50 μg/m3). Í Dalsmára í Kópavogi fór klukkustundargildi PM10 hæst í 4000 míkrógrömm á rúmmetra og voru 75 prósent af því fínt svifryk (PM2.5) sem sam- kvæmt gögnum frá Evrópsku umhverfis- stofnuninni er Evrópumet í skammtíma- mengun. Til samanburðar mældist svifryk þegar áramótabrennur fara fram í kringum 600 míkrógrömm á klukkustund. Almennt eru hæstu klukkustundargildi þegar varað er við götusvifryki um 200 míkrógrömm á rúmmetra.2 Fínt svifryk er varasamt heilsu því það, ásamt eiturefnum sem það inniheldur, getur komist í gegnum lungna- blöðrur í blóðrásina. Í flugeldasvifrykinu mældust hækkuð gildi af þungmálmum og benzo(a)pyrene sem er krabbameins- valdandi aromatískt kolvetni.3 Hvorugt þessara eiturefna brotnar niður í náttúrunni af sjálfsdáðum og geta þannig safnast upp. Fimmtán manns leituðu á bráðamót- töku Landspítala á nýársnótt 2018 vegna andþyngsla vegna mengunar, eða helm- ingi fleiri en venjulegt er. Þetta eru 50% fleiri en þeir sem leituðu aðhlynningar vegna meiðsla eftir flugelda.4 Lungnalækn- ar urðu varir við meiri einkenni hjá skjól- Mengun af völdum flugelda og áhrif á lungnaheilsu Íslendinga Kápumyndin á nóvemberblaðinu 2018 Allar góðar myndir á að birta helst tvisvar segir eitthvert lögmál sem ljósmyndarar bjuggu til. Við birtum aftur kápumyndina sem var á nóvemberblaðinu þar eð bæði Kristinn Guðmundsson og Örn Bjarnason hringdu til blaðsins með sömu ábendingu: Maðurinn sem ekki var nafngreindur er Gunnlaugur Einarsson háls-, nef- og eyrnalæknir. Landakotsspítali hefur líklega skipulagt læknavakt- ina á Alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930 enda var það á þeim tíma ígildi háskólasjúkrahúss, og allir læknarnir á myndinni unnu þar. Frá vinstri: Halldór Hansen, Gunnlaugur Einarsson, Þórunn S. Jensdóttir og Ólafur Helgason, og óþekktur sjúklingur. Gunnar Guðmundsson lungnalæknir, Landspítala, og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild Háskóla Íslands Hrund Ólöf Andradóttir prófessor í umhverfisverkfræði, Háskóla Íslands Þröstur Þorsteinsson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, Háskóla Íslands BRÉF TIL BLAÐSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.