Læknablaðið - dec 2018, Qupperneq 44
576 LÆKNAblaðið 2018/104
Allt frá 1960 hafa Íslendingar verið dugleg-
ir að kveðja gamla árið og fagna nýju með
því að skjóta upp flugeldum. Flugeldasala
hefur verið helsta tekjulind björgunar-
sveita, en einnig hafa ýmis íþróttafélög,
félagasamtök og einkaaðilar hagnast af
sölu þeirra. Samkvæmt tölum frá Hagstofu
Íslands fjórfaldaðist innflutningur á flug-
eldum á árunum 1995-2005. Síðan 2005
hafa um 600 tonn af flugeldum verið flutt
inn til Íslands á hverju ári, sem samsvar-
ar um 2 kg á hvern Íslending. Eftir hver
áramót hefur hafist umræða um þá miklu
loftmengun sem flugeldarnir valda og
áhrif þeirra á heilsufar. Einnig er á hverju
ári umræða um slys af völdum flugelda
og það mikla sorp sem fellur til vegna
þeirra og er oft að velkjast um mánuðum
og árum saman bæði í mannabyggðum og
úti í náttúrunni. Þessi umræða hljóðnar
síðan eftir nokkrar vikur og áfram heldur
hringrásin með áframhaldandi innflutn-
ingi og flugeldagleði um áramót. Í septem-
ber 2018 voru kynntar niðurstöður rann-
sóknar á loftmengun tengdri flugeldum á
Íslandi, þar sem rýnt var í loftgæðamæl-
ingar á vegum opinberra aðila, erlendar
vísindagreinar og viðhorf Íslendinga til
flugelda voru könnuð með viðtölum við
hagsmunaaðila og í þjóðmálakönnun Fé-
lagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.1
Í rannsókninni var gerð grein fyrir
mælingum Umhverfisstofnunar og heil-
brigðiseftirlita sveitarfélaga á svifryki
á nýársnótt 2018 í 7 mælistöðvum á
höfuðborgarsvæðinu. Stöðvar staðsettar
miðsvæðis fóru allar yfir heilsuverndar-
mörk. Hæst mældist mengun í Dalsmára í
Kópavogi og við Grensásveg í Reykjavík,
en þar fóru dægurgildi svifryks áttfalt yfir
heilsuverndarmörk á nýársdag. Vart var við
flugeldamengun fram á eftirmiðdag á ný-
ársdag (styrkur yfir 50 μg/m3). Í Dalsmára í
Kópavogi fór klukkustundargildi PM10 hæst
í 4000 míkrógrömm á rúmmetra og voru 75
prósent af því fínt svifryk (PM2.5) sem sam-
kvæmt gögnum frá Evrópsku umhverfis-
stofnuninni er Evrópumet í skammtíma-
mengun. Til samanburðar mældist svifryk
þegar áramótabrennur fara fram í kringum
600 míkrógrömm á klukkustund. Almennt
eru hæstu klukkustundargildi þegar varað
er við götusvifryki um 200 míkrógrömm
á rúmmetra.2 Fínt svifryk er varasamt
heilsu því það, ásamt eiturefnum sem það
inniheldur, getur komist í gegnum lungna-
blöðrur í blóðrásina. Í flugeldasvifrykinu
mældust hækkuð gildi af þungmálmum
og benzo(a)pyrene sem er krabbameins-
valdandi aromatískt kolvetni.3 Hvorugt
þessara eiturefna brotnar niður í náttúrunni
af sjálfsdáðum og geta þannig safnast upp.
Fimmtán manns leituðu á bráðamót-
töku Landspítala á nýársnótt 2018 vegna
andþyngsla vegna mengunar, eða helm-
ingi fleiri en venjulegt er. Þetta eru 50%
fleiri en þeir sem leituðu aðhlynningar
vegna meiðsla eftir flugelda.4 Lungnalækn-
ar urðu varir við meiri einkenni hjá skjól-
Mengun af völdum flugelda og
áhrif á lungnaheilsu Íslendinga
Kápumyndin á nóvemberblaðinu 2018
Allar góðar myndir á að birta helst tvisvar segir eitthvert lögmál
sem ljósmyndarar bjuggu til. Við birtum aftur kápumyndina sem
var á nóvemberblaðinu þar eð bæði Kristinn Guðmundsson og Örn
Bjarnason hringdu til blaðsins með sömu ábendingu: Maðurinn
sem ekki var nafngreindur er Gunnlaugur Einarsson háls-, nef- og
eyrnalæknir. Landakotsspítali hefur líklega skipulagt læknavakt-
ina á Alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930 enda var það á
þeim tíma ígildi háskólasjúkrahúss, og allir læknarnir á myndinni
unnu þar.
Frá vinstri: Halldór Hansen, Gunnlaugur Einarsson, Þórunn S.
Jensdóttir og Ólafur Helgason, og óþekktur sjúklingur.
Gunnar
Guðmundsson
lungnalæknir, Landspítala, og
prófessor í lyfja-
og eiturefnafræði, læknadeild
Háskóla Íslands
Hrund Ólöf
Andradóttir
prófessor í umhverfisverkfræði,
Háskóla Íslands
Þröstur Þorsteinsson
prófessor í umhverfis- og
auðlindafræði,
Háskóla Íslands
BRÉF TIL BLAÐSINS